Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Side 4
460 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Valdason drukknaði í mannskaða- veðrinu mikla 6. apríl 1830. Vegna þess manntjóns, sem þá varð, var efnt til samskota. En samskotafénu var ekki öllu úthlutað, heldur sumt af því sett á vöxtu, og síðan myndaður af því Fiskimannasjóð- ur Kjalnesinga. Árið 1828 var bserinn á Arnar- hóli orðinn svo hrörlegur, að hann gat naumast talizt mannabústaður. Þá lét Hoppe stiftamtmaður rífa hann og slétta yfir rústirnar. Sá, sem seinastur átti heima í þessu greni, hét Sveinn Ólafsson. En þótt vistarverurnar væri lélegar, ólst þarna upp sú stúlka, er talin var fegurst allra kvenna í bænum á sinni tíð. Hún hét Málfríður og var dóttir Sveins. Hún var fram- reiðslustúlka á klúbbnum þegar Gaimards-leiðangurinn var hér, og virðist svo sem þeim Frökkunum hafi litizt mætavel á hana, því að málarinn Auguste Mayer gerði af henni mynd í viðhafnarbúningi, en Xavier Marmier, sem þá var að- eins 26 ára, eignaðist barn með henni. Var það drengur og hét Sveinn Xavier. — Þegar Sveinn Óiafsson varð að fara frá Arnar- hóli, reisti hann sér bæ, er hann kallaði Þingvöll, þar sem nú er Skólastræti. Á Arnarhóli var hjáleiga 1703 og nefndist Litli-Arnarhóll, stundum nefnd Arnarhólskot. Það fór í eyði um 1800. En þá var komið annað tómthúsbýli í túninu og hét Sölva- hóll. Það reisti Einar Eiríksson, sem áður var í Þingholti. Sölva- hól endurreisti Jón hrepp- stjóri Snorrason 1834, og var það talið snotrasta tómthúsmannsbýli í bænum um þær mundir. Seinna reyndu stiftamtmenn að koma Sölvahól burt, en þar var ekki hægt um vik, því að Hoppe hafði gefið lífstíðar ábúð. Seinna reisti Benedikt sótari bæ í Amarhóls- túru (1886) og kallaði Höfn. Stóð Málíríður Sveinsdóttir í„Fríða Sveins". Myndin tekin úr ferðabók Gaimards). hann þar sem nú er hús Fiskifé- lags íslands. Tukthúsið verður að kóngsgarði Um sögu tukthússins er óþarft að skrifa, því að það hefir verið gert áður. Þess má aðeins geta, að árið 1813 rak Castenskjöld stift- amtmaður fangana burt og heim á sínar sveitir, en 1816 var tukthúsið lagt niður. Árið 1819 kom Moltke stiftamtmaður hingað og settist að í tukthúsinu; var því þá breytt svo sem hæfði bústað svo virðulegs embættismanns. Og þá skipti það auðvitað um nafn. Áður hafði það í daglegu tali verið nefnt „Múr- inn“, en nú var farið að kalla það Kóngsgarð. Þarna var svo bústað- ur stiftamtmanna hvers fram af öðrum fram til 1873 og síðan bú- staður landshöfðingja fram til árs- ins 1904, er innlend stjórn tók við. Þá var húsið gert að skrifstofu stjórnarinnar og hefir síðan verið kallað Stjórnarráð. Þess má ef til vill geta, að í tukt- húsinu fæddist einn af nafnkennd- ustu mönnum þjóðarinnar. Þá var þar ráðsmaður Guðmundur Þórð- arson frá Sámsstöðum, alltaf nefnd -ur „Thordersen í Múrnum“ á þeirr -ar tíðar reykvísku. Árið 1794 fæddist honum sonur, og var það Helgi Thordersen dómkirkjuprest- ur og síðar biskup. Eftir að tukthúsið lagðist niður höfðu stiftamtmenn og síðar lands- höfðingjar Arnarhólstún til eigin nota endurgjaldslaust. Þóttu það mikil hlunnindi. Var þeim sárt um túnið og vildu ekki missa neitt af því undir byggingar. Aftur á móti leyfðu þeir tómthúsmönnum að reisa býli ofan garðs, og munu elztu býlin þar hafa verið Traðar- kot og Skuggi. En við hið síðar- nefnda býli var svo hverfið þarna kennt og kallað Skuggahverfi. Sjálfsagt má þakka það fast- heldni stiftamtmanna í Arnarhóls- tún, að Arnarhóll er enn óbyggð- ur. En á hinn bóginn varð þessi fastheldni Reykjavíkurbæ til mik- ils tjóns, eins og nú skal sagt. Arnarhólstún lagt til Reykjavíkur Fyrir 170 árum var ákveðið að stækka kaupstaðarlóðina og gæíi konungur land til þess. Hinn 12. febrúar 1789 framkvæmdi svo Vig- fús Thorarensen sýslumaður út- mælingu á þessum viðauka við kaupstaðarlóðina, ásamt Jóni Guð- mundssyni hreppstjóra og Pétri Bárðarsyni vefara og í viðurvist Lewetzows stiftamtmanns. Sést á útmælingunni hvaða land það er sem konungur hefir ákveðið að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.