Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
471
Horfur fyrir 70 árum
og spá um hvernig fara muni
í „VERDENS GANG“ birtist grein
3. september 1887 um hernaðar-
kapphlaup þjóðanna og ófriðar-
blikuna, sem á lofti var. Höfundur-
inn dregur síðan sínar ályktanir af
því hvernig fara muni, og hefir
reynzt furðu glöggskygn. Hann
segir:
— Árið 1878 voru helztu þjóð-
skörungar í Evrópu saman komnir
á Berlínarfundinum, sem Bismarck
stýrði, til þess að semja frið með
Rússum og Tyrkjum eftir síðustu
styrjöldina á Balkanskaga. Sir
Charles Dilke, sem eftir stöðu sinni
í utanríkisstjórn Englendinga hef-
ir haft gott færi á að heyra mai
manna þar og ráðagerðir, segir svo
frá, að þessi stórmenni, sem voru
saman komin til að festa friðinn
voru að ganga hver til annars og
bjóða hver öðrum, ofboð rólega,
hreint eins og ekkert væri um að
vera, einhverja ey, einhvern lands-
hluta eða einhverja skák úr ein-
hverju ríki, sem þeir áttu ekkert
með. heldur var annarra manna
eign. Það voru blátt áfram „hrossa-
kaup“. England tók eyna Kýpur
frá Tyrkjum, Austurríki tók frá
þeim Bosníu og Herzegowinu, síð-
ar tók Frakkland Túnis, og Rúss-
land gekk að samningum með
þeim ásetningi að rjúfa þá. Þar
mátti eigi á milli sjá: þjóðveldið
Frakkland og harðstjórnarríkið
Rússland, frelsisgoðið England og
afturhaldspúkinn Austurríki — allt
var hvort öðru jafnsnjallt að göfug
-mennsku, „allir ógiftir í verinu“
allir ernir er hræið var fundið.
Þetta eru söguviðburðir, sem
ekki er hægt að bera til baka.
Svona er bláber sannleikurinn,
þegar stjórnspekishjúpnum er af
honum svipt. Hér hafa öll stór-
veldin borið þess vitni, að vér lif-
um á öld ofríkis, en ekki réttlætis.
Sín á milli geta þau orðið ásátt
um einn hlut — að ræna aðra.
En einhvern tíma kemur að
skuldadögunum; einhvern tíma
rennur hann upp hinn mikli dag-
ur. Einhvern tíma verður vopnun-
um beitt.
Rússlandi og Austurríki hlýtur
að lenda saman fyr eða síðar.
„Frakklandi og Þýzkalandi hlýtur
að lenda saman, kannske bráðlega,
og kannske ekki fyr en eftir 10
ár“, sagði Bismarck fursti í fyrra-
vetur.
Allir kvíða hinu mikla Ragna-
rökri og vita að það hlýtur að
koma þá og þegar. Því lengra sem
líður, því óbærilegri verður við-
búnaðurinn. Þess mun skammt að
bíða, að alþýða manna mun held-
ur kjósa, að ófriðinn beri brátt
að höndum, en að hans verði langí
að bíða. Og þessir stjórnskörungar,
sem ráða málum stórþjóðanna og
sem heimta allan þennan herbún-
að og allar þessar álögur, mundu
flest fremur kjósa, en að gangast
undir ábyrgð þá, er ófriði fylgir,
þar sem svo mikið er í húfi. Þeir
eru svo margir í sömu súpunni, í
sömu fordæmingunni, að enginn
einn ber ábyrgðina. Hver apar allt
jafnharðan eftir öðrum, svo að
allir eru þeir bæði fyrstir og sein-
astir. Og sá stjórnskörungur, sem
fengi land sitt til að leggja niður
vopnin, hann stæði eins og ódreng-
ur frammi fyrir þjóð sinni, er ná-
grannaþjóðirnar réðust á hana og
legðu hana að velli.
Svo hart er þessi hnútur riðinn.
Og hann harðnar æ því meir, þang-
að til sá sannleikur er búinn að
ryðja sér til rúms, að það gildi
ekki annað siðferðislögmál fyrir
þjóðirnar heldur en fyrir einstaka
menn. Ný og mikil styrjöld gerir
ekki annað en að auka hefndarhug-
inn og viðbúnaðarþrautina undir
næsta ófrið. Þegar ríkin, eða rétt-
ara sagt þjóðirnar, eins hinar lægri
sem hinar æðri, telja það skyldu
sína og sóma sinn, að sleppa því,
sem þær eiga ekki með réttu, og
að taka ekki það sem aðrir eiga, —
þá, en fyr ekki, er skálmöldin und-
ir lok liðin. Handalögmálið verður
aldrei til annars en þess, að álög-
urnar verða æ þyngri, sem menn
bera og verða að bera, þangað til
loks tekst að innræta það hugarfai
öllum einstökum mönnum, að það
er lítill frami, að eiga ræningja-
bæli fyrir föðurland, en hitt mikið
lán, að eiga réttláta óðalsstorð.
Erfitt crð gera v/ð —
í VETUR sem leið kom ógurlegur jarð-
skjálfti í Perú, og er hann talinn sá
mesti, er þar hefir komið síðan 1540.
Á hálfri mínútu hrundi borgin Arequ-
ipa í rústir svo að segja, ásamt út-
borgunum Yarabamba, Paucarpata og
Miraflores, og þorpunum Sabandia og
Tiabaya.
íbúarnir þarna eru rómversk-kaþ-
ólskir og voru þar margar kirkjur og
musteri, en á þeim urðu stórkostleg-
ar skemmdir, turnarnir hrundu og
veggir sprungu og allt umturnaðist.
Þetta þótti mönnum undarlegt. í öll-
um þessum kirkjum voru dýrlinga-
myndir, sem menn höfðu tilbeðið og
treystu að gert gæti kraftaverk. En
sjálfum sér gátu þær ekki hjálpað.
í dómkirkjunni var líkneskja „hinn-
ar helgu meyar frá Asunta“, er menn
höfðu mikla trú á og höfðu fært marg-
ar fórnir. Þessi líkneskja stóð hátt, en í
jarðskjálftanum brotnaði höfuðið af
henni niður við axlir og hentist ofan
á gólf og fór þar í smámola. Það var
sagt opinberlega að mjög erfitt mundi
reynast „að gera við“ hina heilögu
mey. (Úr Awake).