Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1959, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1959, Page 6
238 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN S Hlébarðinn FIMM eru venjulegast talin hættu- legustu villidýrin í Afríku, fíll, nashymingur, ljón, vísundur og hlébarði. Af þeim er hlébarðinn langsamlega minnstur. Stærstu dýrin vega ekki nema svo sem 60 kg., og eru ljónin 3—4 sinnum þyngri. En það má ekki dæma hlébarð- ann eftir stærð né þunga, heldur eftir afli hans, grimmd og hug- rekki. Ef hlébarði er særður, ræðst hann hiklaust á óvini sína, hvernig sem á stendur og sést þá ekki fyrir. mundi hafði þó alls ekki til hugar komið meðan á tilrauninni stóð, að veturinn 1908 hafði hann misst sex vikna gamlan son úr misling- um, sem þá gengu. En um leið og ungi maðurinn kom fram á sviðið, þóttist Guðmundur þekkja þar son sinn. Var hann nú að vísu stærri, eða á vöxt við 17 ára pilt, en á því reki hefði hann verið ef hann hefði lifað. Og það þótti Guðmundi und- arlegt, að hann skyldi nefna bæði Þórönnu og Þorberg, sem hann að sjálfsögðu hafði ekki haft nein kynni af í þessu lífi. Guðmundur segist vona að eng- er grimmur Og vegna þess hvað hann er fljótur í ferðum, snar og grimmur, hefir hann oftast mann fyrir sig. Theodore Roosevelt Bandaríkja- forseti sagði frá særðum hlébarða, sem réðist á hann og tvo fylgdar- manna hans. Þeir létu skothríð dynja á hlébarðanum, en samt tókst honum að ráðast á annan fylgdarmanninn og meiða hann til óbóta. Þá fekk hann kúlu í höfuð- ið. Þegar Roosevelt sagði frá hörku hans og grimmd, lét hann svo um mælt, að til þess að drepa hlébarða inn láti sér til hugar koma, að hann bendli látið barn sitt við skrök- sögu. Sjálfur er hann ekki í nein- um vafa um, að hann stóð augliti til auglitis við framliðinn son sinn, vaxinn að þroska og árum á landi lifenda „þar sem engin sorg né sjúkleiki á sér stað, en allt er birta, líf og ljós, umhverfi guðsfriðar og kærleika að eilífu. Þannig er ann- að líf, séð í ljósi þeirra, sem því trúa. Það er enginn tilbúningur11. Þetta eru hans eigin orð, byggð á ævilangri reynslu sjáandans. Á. Ó. „yrði að drepa hann allan frá trýni að halabroddi“. Mun og flestum veiðimönnum koma saman um að grimmara hörkutól en hlébarðinn sé ekki til, ef miðað er við stærð. Hlébarðar eru ótrúlega sterkir. Kunnur veiðimaður, Carl Akeley, sem komizt hafði í hann krappan í viðureign við hlébarða, segir svo frá, að hann hafði séð einn þeirra klifra með hyenu í kjaftinum upp í tré og fela hana þar í greinum 15 fet yfir jörð. Og þó er hyena ekki léttari en hlébarði. Um annan hlé- barða er þess getið, að hann tók stóra kind í kjaftinn og stökk með hana upp á 10 feta háan klett. Stærstu hundar hafa ekkert að gera í klærnar á hlébarða, enda sækist hann eftir að veiða hunda. Sögð er sú saga, að eitt sinn sat allmargt fólk að snæðingi inni í stofu. Gluggi var opinn og undir borðinu lá hundur. Vita menn þá ekki fyr til, en hlébarði stekkur inn um gluggann. Hann hafði fundið lykt af hundinum og var aðeins að hugsa um hann, en ekki fólkið. En allir urðu skelfingu lostnir og flýðu eins og fætur tog- uðu. Og inni í stofunni gekk hlé- barðinn af hundinum dauðum og hljóp svo með hann út um glugg- ann. Hlébarðinn er snillingur að klifra í trjám, enda kemur það sér vel fyrir hann þegar hann er á apaveiðum. En apakjöt þykir hon- um mesta sælgæti. Stundum klífur hlébarðinn hátt upp í tré og ligg- ur þar í leyni, til þess að geta steypt sér yfir hverja þá bráð, sem færi gefst á. Þótt honum þyki hundar og apar beztir, ræðst hann á hvað sem fyrir er. Og hann er ekki sérlega matvandur, því að hann legst á dýraræfla, sem önnur villidýr hafa gengið frá, og sútar þá lítt þótt bráðin sé orðin kasúld- in. Það er því venja manna, þegar þeir reyna að veiða hlébarða í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.