Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1959, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1959, Qupperneq 3
LESRÓK MORGTTNBLAÐSINS 339 handa, órofinn ómur biðjandi vara, sífelld endursköpun eins og sama heilaga anda, „qvi per diversitatem lingvarum cunctarum gentes in unitate fidei congregavit.“ Meðal þeirra lýða er einnig gens Island- ica. Og festin er runnin frá þeim veruleik, sem lýst er með orðun- um: „Jesús hóf upp hendur sínar og blessaði þá,“ hinn ómdjúpi nið- ur er bergmál þeirrar raddar, sem sagði: „Farið, gjörið þjóðirnar að lærisveinum, ég bið fyrir þeim,'‘ festinni er haldið uppi af mætti Hans, sem sagði og segir: „Ég er með yður alla daga, allt tií enda veraldarinnar.“ —0O0— Ég þakka þeim vinum mínum, sem hér hafa talað í kvöld, Gísla Sveinssyni, sem var virt og svip- mikið yfirvald okkar Skaftfellinga, einnig Meðallendinga — hann var eitt af því, sem setti svip á flat- neskjuna í Meðallandi, þótt hann væri í nokkurri fjarlægð, eins og fjöllin. Ég þakka séra Jakobi Jóns- syni, hollum og raungóðum starfs- bróður, og séra Sigurði Pálssyni, sem gifti mig og ég á margt ann- að ómetanlega gott að gjalda. —0O0— Þegar vér höldum hátíð vegna vígslu nýs biskups á íslandi, þá er það í rauninni einn, sem vér vilj- um hylla, einn, sem vér horfumst í augu við, yfir þann múg ein- staklinga, sem aldirnar raða hverj- um við annars hlið og hverjum eftir öðrum. „Einn er yðar meist- ari, en þér eruð aliir bræður“. En á bak við hina litlu kirkju íslands í dag eru ekki aðeins liðnar aldir og horfnar kynslóðir hérlendar og erlendar. Kirkja íslands er brot af stóru, lifandi samfélagi, sem nær frá heimskauti einu til ann- ars. Vér erum minnt á það hér í kvöld. Sú diversitas lingvarum. sem vér höfum heyrt í kveðjum erlendra gesta, áréttar orðin í vígslubæninni. Á bak við þá full- trúa af öðrum löndum, sem hér eru viðstaddir, eru milljónir Krists játenda. Þar er lútherska kirkjan um víða veröld, þar eru allar þær deildir hinnar almennu kirkju, sem eru saman tengdar í Alkirkjuráð- inu. Gestir vorir minna oss á, að það er beðið fyrir kristnum lýð á íslandi í almennri kirkjubæn á öll- um tungum, og á voru móðurmáli biðjum vér fyrir gjörvallri kristni. Þannig erum vér allir eitt, fyrir altari Guðs, fyrir augliti hins eina Drottins, eitt í þeim anda, sem „kallar gjörvalla kristnina, safnar henni saman, upplýsir hana og helgar og heldur henni við Jesúm Krist í hinni ré+tu einu trú.“ —0O0— Aö svo mæltu vék herra Sigur- björn Einarsson mál i sínu til danska biskupsins Högsbro og ávarpaði hann á dönsku. Fer ávarp hans hér á eftir: Háttvirti herra biskup Högsbro! Það er mikið gleðiefni mér og vígsluveitanda mínum og íslenzku kifkjunni, að þér eruð nærstaddur við þetta tækifæri sem fulltrúi dönsku þjóðkirKjunnar og yfir- biskups h^nnar. Saga íslenzku kirkjunnar hefur um margar ald- ir verið samofin sögu dönsku kirkj- unnar, og það er dönsk kristni, sem hefur gefið oss þá tilfinningu sem vér höfum um almenna kirkju, er ekki sé bundin af landamærum eða fjarlægðum. En það vorum vér sem jafnan urðum að koma til yð- ar, meðal annars til að sækja bislc- upsvígslur, og það var sennilega nokkuð fjarstæð hugmynd í Dan- mörku, að danskur biskup tækist Frá blskups- vígslunni. — Fyrir altari eru íslenzku biskuparnir en til hægri sitja séra Bjarni Jóns- son vígslu- biskup og dr. Fry. — Til vinstri situr Högs- bro biskup.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.