Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1959, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1959, Qupperneq 14
350 LESBÓK MORG UNBLAÐSINS Maxwell Anderson — \ hetja mannsandans Eftir SJ. Harry UPPHAF leikritagerðar í hinum vestræna heimi má rekja til trú- arbragðánna. Hinir fornu klassísku grísku harmleikir voru alltaf leikn- ir til heiðurs einhverjum guðanna, venjulega Dionysosi. Og trúarleik- ir miðaldanna, sem nútímaleik- bókmenntir eru komnar af, eru aft- ur tilkomnir með helgisiðum til dýrðar upprisu Krists. Vera má, að svo virðist sem þessar ævagömlu rætur eigi lítið skylt við ljósadýrð- ina á Broadway í New York; þó komst amerískt nútímaleikrita- skáld, Maxwell Anderson, einu sinni þannig að orði: ,Leikhúsið er um þar að lútandi við sérdeild í Heilsuverndarstöðinni í Lexington í Kentucky og við mörg önnur sjúkrahús. Enn sem komið er hafa rannsóknir þessar staðfest niður- stöður vísindamannanna. Dr. May og dr. Eddy hafa veitt Bandaríkjastjórn einkaleyfi á framleiðslu NIH 7519. Hins vegar hefur stjórnin tilkynnt, að hún hafi í hyggju að veita Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) einkaleyfi á framleiðslu þess til útflutnings. Hingað til hefur það verið svo, að í hvert sinn sem vísindamenn hafa fundið deyfilyf er jafnast á við morfín að styrkleika, hefur samtímis komið í ljós, að það var einnig jafnmikil eða meiri hætta á, að það leiddi til ofnautnar. NIH 7519 virðist vera undantekning. trúarleg stofnun, sem er helgað því hlutverki að upphefja manns- andann." Anderson andaðist hinn 28. febrúar 1959, sjötugur að aldri. Gagnrýnandinn John Mason Brown lýsti Anderson einhverju sinni þannig, að hann væri einn af þeim, sem lifðu „hinu erfiða, snauða og einmana lífi skáldsins, er berst. af öllum mætti gegn andlausum vesalmennum, sem murka lífið úr öllum verðmætum í þessum heimi.“ Og enn sagði hann: „Hann er leik- ritaskáld, sem trúir á fegurð mik- illa orða, þegar þau eru notuð í göfugum tilgangi, heimspekingur, sem áræðir að leggja hismið á vog- arskálarnar, leikritaskáld, sem hvorki flýr af hólminum né telst til þeirra, er hann kallar sjónhverf- ingamenn og sölumenn rósaglers.“ Ævi þessa alvörugefna og háleita hugsjónamanns hófst í bænum Atlantic í Pennsylv- aníu árið 1888. Faðir hans var baptistaprestur og hafði ekki fast aðsetur, heldur ferðaðist um milli borga og bæja. Þannig atvik- aðist það, að Maxwell Anderson gekk í skóla í ýmsum fylkjum — og vann þess á milli á bóndabæj- um. Við háskólann í Norður-Dakóta sá hann leiksýningu í fyrsta sinn: það var Brúðuheimili Ibsens. Þeg- ar hér var komið hafði hann þó eingöngu lagt fyrir sig ljóðagerð. Fyrsta leikrit Andersons var í órímuðum ljóðum. Það var „The White Desert“, og var því illa tek- ið, þegar það var fyrst sýnt 1923. En það var eins og hann sagði sjálfur: „leikhúsið dró mig að sér eftir þetta.“ Ásamt Lawrence Stall- ings skrifaði hann því næst leik- ritið „What Price Glory?“ sýnt 1924, og var það stórkostlegur sig- ur. Þess er enn minnzt vegna þess á hve raunsæjan hátt stríðsljóm- inn er afhjúpaður. Rétt áður en Anderson lézt, 28. febrúar sl„ á sjötugasta og fyrsta aldursári, var hann að búa 33. leik- rit sitt undir sýningu. Hann fór vitanlega engan veginn varhluta af mörgum og miklum mistökum á þessum langa starfsdegi. En sigrar hans voru líka margir og glæsileg- ir. Meðal þeirra voru leikritin: „Elizabeth the Queen,“ sýnt árið 1930 með'Lynn Fontanne og Alfred Lunt; „Night Over Taos“, sýnt ár- ið 1932; „Mary of Scotland“, sýnt árið 1933 með Helen Hayes; „Both Your Houses,“ sem hann hlaut Pulitzerverðlaun fyrir 1933; „Wint- erset,“ sem félag leikritagagnrýn- ev',r' í New Yorkborg verðlaunaði árið 1935. Öil þessi leikrit voru s.vni'uð í órímuðum ljóðum að undanskildu „Both Your Houses.“ Þá munu og söngleikirnir „Knick- erbocker Holiday“ og „Lost in the Stars“ með tónlist eftir Kurt Weill halda minningu Andersons á lofti. Leikritagagnrýnendur voru ekki að skapi Maxwell Andersons. Leik- riti hans, „Anne of the Thousand Days“ (1948), um skipti þeirra Anne Boleyn og Henry VIII, hrós- uðu gagnrýnendur hástöfum og vegsömuðu, en hann neitaði að nota tilvitnanir í leikdóma þeirra í aug- lýsingar um sýningar leiksins. „Hvort sem þeir lofa eða fordæma leikrit mín, þá er það enn sem fyrr heilög sannfæring mín, að gagn- rýnendur hafi of mikið vald. Þegar þeir segja „nei“ um leikrit, þá er það lokadómur yfir því. Fólk í lýð- ræðislandi ætti að ákveða sjálft, hvaða leikrit það vill sjá.“ En hann þekkti hinar óútreikn- anlegu örlagadísir, sem hafa ráð leikhúsanna í hendi sér. Þegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.