Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Blaðsíða 6
446 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Einar Bogason frá Hringsdal; Seinasti örninn í Ketildalahreppi Örn hremmir unglömb Á ÁRUNUM 1870—1880, er Kristín Árnadóttir stjúpa mín var ungl- ingsstúlka í föðurgarði á Neðrabæ í Selárdal í Ketildalahreppi, sagði hún mér að örn hefði átt hreiður í Jóreiðinni, sem er hár fjallshnúk- ur sunnan megin við Selárdalinn. Sagðist hún hafa séð örninn sitja á árbökkunum á Vatnahvilftar- og Selárdalsánni, þar sem hann var að reyna að krækja sér í silung. Hún sagði mér líka, að það hefði komið fyrir nokkrum sinnum, þeg- ar hún og systkini hennar voru að smala lambónum um sauðburðinn á vorin, að örninn hefði komið svífandi úr háalofti og hlesst sér niður í fjárhópinn, hremmt þar unglamb, og flogið burt með það í klónum. Sagði hún að hryggilegt hefði verið að heyra jarmið í lömb- unum, þegar ræninginn flaug af stað með þau upp í hreiðrið til unga sinna, til þess að rífa þau þar er að líma skó í stað þess að sauma þá, og farið er að gera saumlaus klæði, efnið aðeins límt saman. Það er notað til þess að líma hamars- hausa og skoflublöð á sköft o.s.frv. Þá má og geta þess, að límið er notað til þess að framleiða nýa teg- und af stáli, sem nefnt er „plast- stál“. Blandað er saman 8 hlutum af stálsvarfi og 2 hlutum af lími og verður úr þessu dökkt deig. Með því að bæta svo einhverjum efnum í þetta harðnar deigið og verður eins og stál, en til margra hluta nytsamlegt, þar sem venju- legt stál dugir ekki. í sundur. Kostaði það systkinin mörg tár. Örn og hrafnar Það mun hafa verið sumarið 1893, er ég var 12 ára gamall, að eg var að fara gangandi frá Hrings- dal, að það bar við, er eg kom lítið eitt fram fyrir hina svo kölluðu Gálgasteina, sem mun vera gamall aftökustaður glæpamanna frá þeim öldum, þegar Hvesta var þingstað- ur bæði fyrir Suðurfjarðahrepp og Ketildalahrepp, — sem mun vera rúm 400 ár, — að eg sá örn og tvo hrafna há grimmilega orustu. Viðureignin átti sér stað á hin- um svonefnda Langamel. Var leik- urinn svipaður og segir frá í Grettlu, að hafi átt sér stað milli Grettis og Þórðanna, að örninn hafði annan hrafninn undir sér, en hinn hrafninn var þá ofan á baki arnarins, og sýndist ekki alveg vera iðjulaus, því hann hamaðist með klóm og kjafti að rífa og tæta fiðrið af baki arnarins, og var stór flekkur af arnarfiðri eftir á meln- um, þegar viðureigninni lauk, sem hætti þegar eg nálgaðist og flugu þá allir fugiarnir á burt. Selur drepur örn Fáum árum seinna, er hinn síðastgreindi atburður skeði, eða laust fyrir aldamótin 1900, var frændi minn, Matthías Friðriksson frá Fremri-Hvestu, sem þá var fyrir innan fermingu, að smala lambám um vorið inn á Galtar- fjörum, sem liggja á milli Hvestu og Bíldudals Sér hann þá allvæn- an sel ver» á firðinum skammt uadau landi. AUt í einu veit Matthías ekki fyrr til, en að örn steypir sér eldsnöggt úr háalofti, og sezt á haus selsins, sem sjálfsagt ekki hefir fundizt klapp arnar- klónna sérlega mjúkt, sem örninn hefir sjálfsagt sett á kaf í haus og háls selsins, og hefir líklega búist við, að hann væri eins auðveldur viðfangs og unglömbin í Selárdal. En þar hefir örninn reiknað skakkt, því kobbi brást hið versta við, og vill ómögulega kanna háloftin með erninum, en vill heldur leita til botnsins og leitast því við að kom- ast í kaf, og eftir nokkra viðureign, busl og ákafan vængjaslátt arn- arins, sem sennilega ómögulega hefir getað losað klærnar úr seln- um, tekst kobba að komast í kaf með örninn. Sá Matthías ekki meir af viðureigninni, eða hvort selnum hefir tekizt að losna við örninn, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.