Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 449 SLYSFARIR Fimm ára telpa lenti á driföxli milli dráttarvélar og sláttuvélar að Grafar- holti hjá Akureyri, og beið bana (1.) Norskt síldveiðiskip, Myrnes, fórst með allri áhöfn út af Dalatanga (6.) Logsuðumaður á Akranesi slasaðist mjög við sprengingu í hljóðdunk í bíl, sem hann var að gera við (9.) Maður á Akureyri lenti með hönd í steypuhrærivé! og slasaðist illa (10.) Vinnupallur brotnaði undan tveimur mönnum á Miðlandi í Öxnadal, og meiddust báðir mikið (10.) Háseti á dráttarbátnum Magna fót- brotnaði (19.1 Jón Valgeirsson bóndi í Ingólfsfirði, hrapaði í Ingólfsfjarðarbrekku og stór- slasaðist (24.) Fimm ára telpa, Anna Jóna Þórðar- dóttir á Hákonarstöðum á Jökuldal, fórst með sviplegum hætti (25.) Sigurður Helgason frá Sólheimum ( Blönduhlíð fell af hestbaki og slasað- ist svo illa að honum var vart hugað lif (26.) Vélbátur strandaði í Héðinsfirði og lenti skipstjórinn Jón Kristófer í mikl- um mannraunum og slasaðist nokkuð. Báturinn er talinn ónýtur. (29., 30.) Nýa varðsklpið „Óðinn“ hleypur af stokkunum. Maður fell af vinnupalli við 4. hæð á húsi í Reykjavík og slasaðist mikið (30.) BILSLYS Bíll varð a? aka út af Suðurlands- braut til að foiðast árekstur við skelli- nöðru. Bílstjorinn slasaðist (1.) Bílaárekstur í Reykjavík, tvær kon- ur meiddust (2.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.