Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Blaðsíða 8
448 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS Þetta geröisf í september AREKSTRAR nokkrir urðu við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og kvað svo ramt að þessu, að stjórnin lét Thor Thors sendiherra mótmæla hjá stjórninni í Washington. Út af þessu var Pritchard hershöfðingi, sem hér hafði verið yfirmaður að- eins stuttan tima, látinn hætta því starfi og kvaddur heim til Banda- ríkjanna (19.) Við yfirstjórn varn- arliðsins tók þá Benjamin K. Willis ofursti til bráðabirgða (26.) Utanríkisráðuneytið leysti þá Tómas Árnason deildarstjóra og Hannes Guðmundsson fulltrúa frá störfum í Varnarmálanefnd. í þeirra stað voru ráðnir Lúðvík Gissurar- son hdl. og Tómas A. Tómasson fulltrúi í utanríkisráðuneytinu (26.) Varðskip kom að enskum togara 2,4 sjómílur frá Grímsey. Var hann ekki að veiðum, en með ólöglegan útbúnað veiðarfæra. Varðskipið ætl- aði að taka hann, en brezkt herskip kom í veg fyrir það. Síðan var tog- aranum veitt eftirför austur með landi og 60 mílur á haf út, er hann flýði undir herskipavernd. Meðan á eltingaleiknum stóð, reyndi togar- inn hvað eftir annað að sigla á varð- skipið, en herskipið hafði í hótunum við það. Agreiningur varð í verðlagsnefnd landbúnaðarafurða út af verðlagi. og sögðu fulltrúar neytenda sig úr nefndinni (18.) — Bráðabirgðalög voru þá sett um að verð á landbún- aðarafurðum mætti ekki hækka fram að 15. des n.k. (20.). Út af þessu komu áskoranir frá Framsóknar flokknum og Alþýðubandalaginu um að kallað yrði saman aukaþing út af verðlagsmálunum. Emil Jónsson for- sætisráðherra svaraði því, að þing- hald væri óþarft og þýðingarlaust þar sem nýkjörið Alþing ætti að koma saman mjög bráðlega. (27.) VEÐRIÐ A Suðurlandi sá varla til sólar í þess- um mánuði og voru oft stórrigningar. Norðan lands og austan var betra tíð- arfar og náðu bændur þar inn heyum sínum og varð heyskapur bæði mikill og góður, því að spretta var með af- brigðum; eru þess dæmi, að bændur sem hófu heyskap snemma, hafi þri- slegið tún sín. Á Suðurlandi gekk allt örðugra og hefir þetta sumar þar verið eitt hið allra versta til heyskapar. — Gangnamenn á Hrunamannaafrétti hrepptu mjög slæmt veður og var sums staðar umbrotaófærð vegna snjóa. Annars staðar munu göngur hafa geng- ið vel. Misjafnar sögur fara af því hvað dilkar sé vænir, sums staðar sagðir i meðallagi, en annars staðar mjög rýrir. AFLABRÖGÐ SD'i-'rvsrtíðinni lauk þ. 8., en hún hófst 19. júní. Alls varð síldaraflinn um 1.lll.000 má) og tunnur og er út- flutningsverðmæti hans talið um 170 miljónir króna. Aflahæsta skipið á ver- tíðinni var Viðir II. úr Garði, feKk 19.600 tunnur og mál og verðmæti þess talið um 2,5 milj. króna. Annars varð aflinn ákaflega misjafn, veiddu sumir bátar mjög litið og er um kennt léleg- um útbúnaði. Hvalveiðunum lauk og hafði veiðzt 371 hvalur í sumar, og er það mikið minna en undanfarin ár (29.) Togarar voru aðallega á heimamið- um, en veiði var fremur dræm. Undir mánaðarlokin fóru þeir að sigla með frystan fisk til Þýzkalands. Þessii höfðu selt fynr mánaðamót: Karlsefni fyrir 82.884 mörk, figill Skallagrímsson fyrir 115.500 mörk, Pétur Halldórsson fyrir 109.587 mörk og Akurey fyrxr 110.300 mörk. Þykja það fremur góðar sölur. Óvenju góður bátaafli var í Reykja vík í mánuðinum. Einn bátur hefii fengið um 140 tonn og aðrir um 130. Mikil smokkveiði var í ísafjarðardjúpi. 8000 laxar veiddust í Ölfusá-Hvitá í sumar (15.) Fiskaflinn í júlílok nam rúmlega 360.000 tonnum (6.) Frá biskups- vígslunni á Hólum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.