Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Blaðsíða 16
456 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A D 8 2 ¥ 7 6 5 4 ♦ 9 4 3 A A D 10 A G 7 V G 8 3 2 ♦ 10 8 7 6 5 * G 7 A A 10 6 4 ¥ Á K D ♦ A K D A K 5 3 N V A S A K 9 5 3 ¥ 10 9 ♦ G 2 4. 9 8 6 4 2 Þetta spil er úr keppni og S sagði 6 grönd. V sló út SG, sem var mjög óheppi- legt útspil. Drepið var með drottning- unni, A lét kóng og S ás. Svo kom hann borðinu inn í laufi og sló út S8, A lét S9 og S drap með S10, en S7 kom í hjá V. Nú var borðinu aftur kom- ið inn í laufi og svo kom S2. A drap með þristinum og S með fjarka og átti slaginn. Og nú var S6 frí og þar með vann S alslemm. — Þetta spil sýnir bezt hvað stundum er hægt að fara illi með millihöndina. ÍSLENZKIR HUNDAR. — Það væri hægt að græða á ýmsu hér á landi, en margt af því er svo hversdagslegt, að vér komum ekki auga á það. Eitt dæmi þess er það. er hingað kom maður vestan frá Ameriku til þess að kaupa hunda af íslenzku kyni. Hér var ekki um söfnunarástriðu að tala, heldur ætlaði maðurinn blátt áfram að græða á þessu. íslenzki hundurinn er orðinn sjaldgæfur, og er mál til þess komið að vér reynum að bjarga þessum kynstofni áður er það er um seinan. Hver veit nema vér getum stórgrætt á því? — Þessi islenzki hundur var mynd- aður í Skeiðaréttum í haust. (Ljósm.: vig.) Heimför Gísla Magnússonar. Gísli Magnússon kennari við latínu- skólann fór til Skotlands árið 1878 til að leita sér lækninga, en þar andaðist hann 24. ágúst. I bréfi, sem Ólafur Davíðsson skrifaði föður sínum 3. des. það ár segir svo: „Mál, sem mikið hefir verið rætt um hér í skólanum, er það að senda eftir líki Gísla heitins Magnússonar. Þar áttum við við ram- an reip að draga, því rektor og flestir kennarar og broddar bæarins voru þar á móti okkur, en samt fór svo, að við skrifuðum bréf til Jóns Hjaltalíns og komumst eftir því, hve mikið mundi kosta að flytja hann hingað Hann kvaðst mundu koma honum til skips fyrir 2 krónur, en flutningur mundi kosta um 100 kr. Við í skólanum skut- um saman um 1,50 kr., bróðir hans gaf 50 kr., frú Skúlesen lét 30 og ýmsir góðir menn gáfu það, sem á brast, svo við vonumst eftir honum með næsta póstskipi“. Úr „Tímarímu“. Beri maður létta lund linast raunatetur. Eigi hann bágt um eina stund, aðra gengur betur. Sumir hljóta sæmd og vin, sorg í annan tíma. Eftir bjarta blíðuskin brunar dökka gríma. Þeir, sem vilja vakna í söng og vondar kvalir flúa, undir nótt, þótt ei sé löng, eiga sig að búa. Fyrir 300 árum Gott veður nýársdag (1659). Vetur upp þaðan naröur alls staðar með jarð- bönnum og ostöðugri veðráttu fram á góu. Kom góður bati með marz og tók upp allan jökul; hafði víða lógað verið sauðfé á þorra Vor hart framan. Komu kuldar og frost með sumri. Batnaði um uppstigningardag (12. maí). Fjúk með frosti um fráfærur, varð því grasbrest- ur mikill. 6. október fjúk með stormi ógurlegum. Á Vestfjörðum tók kirkj- una að Bæ á Rauðasandi að bitum og 10 bæarhús. Urðu víða skaðar á húsum, fé og skipum. Þá braut duggu hol- lenzka við Bjarneyar; náðist sumt góss; drukknaði stýrimaðurinn, er sig hafði gert galinn af brennivíni, en hin- ir voru hér um veturinn 9 saman. — Syðra og vestra komu svo mörg skip hollenzk, serr. eigi mundu menn; keyptu þar allmargir við þá. (Vall- holtsannáll). Það sem vantar Hið eina sem vantar, er skóglendi. Skqgi prýtt Island mundi þykja undra- sjón meðal norrænna byggða. (íslands- ferðin 1907).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.