Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1960, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1960, Blaðsíða 1
Er slœöingur í Reykjavík úr draugaskipi í Siglufirði? MAÐUR heitir Bjarni Kjartans- son, Þorkelssonar prests, er seinast var á Staðarstað, Evólfssonar. Bjarni er þjóðhagasmiður, Hann ólst upp á Búðum á Snæfellsnesi hjá föður sínum, og er honum sá staður öllum öðrum kærri, enda er hann manna fróðastur um sögu hans. Þess vegna fór eg á fund hans er eg var að skrífa sögu Búða, til þess að fá upplvsingar um nokkur atriði, sem eg var í vafa um. Um 30 ára skeið hefir Bjarni átt heima á Laugavegi 28 A. Er það lítið bakhús og í kjallara undir íbúðinni hefir hann haft smíða- stofu sína öll þessi ár. Þar er held- ur þröngt, því að stor hefilbekkur og stór rennibekkur fylla alveg lengd herbergisins, og svo er þar smíðatólaskápur, efniviður alls- konar og margt fleira. En athyglin beinist þó þegar að þvi hvað öll smíðatól Bjarna eru vönduð og snyrtileg. Mörg þeirra hefir hann smíðað sjálfur, og það er lista- manns handbragð á þeim. Honurn Bjarni Kjartansson þykir vænt um þessi smíðatól, því að það er eins og hann gæli við þau um leið og hann handleikur þau. Bjarni er nú orðinn gamall maður, en hann er alltaf að smíða og fæst nú aðallega við vandasam- ar smíðar. Þegar við höfðum spjallað sam- an um stund, brýtur hann allt í einu upp á nýu umræðueíni og segir: — Þú skrifaðir einu sinni um „draugaskipið" í Siglufirði. Viltu nú vera svo vænn að segja mér sögu þess í fáum orðum? Eg varð við því og sagði honum söguna eftir minni: — Skip þetta var smíðað á Spáni úr völdum viði og mjög til þess vandað í alla staði. Hét það upphaflega „Basterplla" og var fyrst í stað látið flytia þræla frá Afríku vestur um haf. Síðan fylgdi því ógæfa. Um aldamótin rakst norskt skip á það mannlaust úti á miðju Atlantshafi Það hafði verið yfirgefið, en flaut á farminum, sem var timbur. Var þá allur reiði brotinn af því. Nú var skipið dreg- ið til Álasunds og áttí að nota það fyrir kolageymslu. En varðmenn heldust ekki við í því fvrir drauga- gangi, allskonar skarkala og ó- hljóðum. Heldu menn að þar væri afturgengnir þrælar sem hefði látizt í skipinu eftir pyndingar og illa meðferð. Var þá far'ð að kalla það draugaskipið. Og ekki bætti um er gamall og reyndur sjómað- I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.