Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Side 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS smáhögg sem hann gefur þá. Hef- ir margur hundurinn fengið að kenna á því. Emu miðar með löppinni andartak, og svo ríður höggið, og hundurinn liggur stein- dauður. En það er hægt að temja emu, og er hann þá ósköp góð- lyndur og jafnvel blíður í sér. Venjulega ferðast emu í smá- flokkum, en þegar að varptíma kemur, leysast þessir hópar upp, hver hjónaefni taka sig út úr. Þar er ekki um fjölkvæni að ræða, eins og hjá sumum öðrum fuglum. Emu-frúin gerir sér nú hreiður, og er það ekki annað en dálítil gryfja niður í bera jörðina. Þar verpur hún svo eggjum sínum, 9 og allt að 13 að tölu, og eru þau ljósgræn að lit. Þegar því er lok- ið er og lokið húsmóðurskyldum hennar. Hún fer sína leið og lætur karlinum það eftir að unga út og sjá um afkvæmin. Hann gerir það líka með glöðu geði og vill losna við hana sem fyrst. Ef honum þykir hún ekki fara nógu snemma, rekur hann hana á brott. Hann á heimilið og hún hefir þar ekkert að gera lengur. Og svo liggur hann á eggjunum og er nær tvo mánuði að unga þeim út. Þegar ungamir skríða úr eggjunum, eru þeir gulbröndóttir á litinn. Faðir- inn annast þá með mikilli um- hyggju þangað til þeir eru færir um að sjá um sig sjálfir. Það ber mjög sjaldan við að emu verpi þegar þeir eru í haldi, en þótt svo fari og þeir geti ung- að út, drepast ungarnir ætíð eftir stutta stund. Fiðrið af emu er til einkis nýtt og eggin eru talin óæt. En sumum, einkum Ástralíunegrum, þykir kjötið af þeim mesta lostæti, og er þó eitthvert óbragð að því. En undir hamnum er fitulag mikið og úr því er unnin olía, sem er versl- imarvara. Það eru ekki mörg ár síðan að „emu-menn“ voru á hverju strái meðal frumbyggjanna. Þetta voru sérstakir galdramenn og nutu mikillar virðingar og aðdáunar, því að þeir kunnu að seiða fjölda emu-fugla saman á einn stað, þar sem auðvelt var að komast að þeim og drepa þá. Þessir emu- menn voru í svo miklu áliti, að kynflokkarnir reyndu að ræna þeim hver frá öðrum. Þegar emu-maður tók til sær- inga, málaði hann hvítar randir á allan skrokkinn á sér og setti upp háan hatt, sem búinn var til úr einkennilega löguðum greinum, mannshári og fuglsfjöðrum. Nú hefir þessum galdramönnum fækkað stórkostlega og eru þeir ekki til nema meðal afskekktra kynflokka. Að vísu veiða frumbyggjarnir emu enn, eins og áður, því að emukjöt er víða aðalfæða þeirra. En nú beita þeir ekki göldrum. Þeir hafa nú hunda til þess að smala fuglunum saman og svo skjóta þeir þá með byssum. Bændurnir í Ástralíu hafa reynt allt sem þeim hefir komið til hug- ar til þess að verjast hinum mikla sæg af emu, sem skyndilega hefir sprottið upp seinustu árin. Þeir leggja gildrur, eitra fyrir þá, skjóta þá með rifflum og vélbyss- um — en ekki sér högg á vatni. Og fuglamir eru varir um sig og það er ekki gott að komast í skot- færi við þá. Og svo er til lítils að skjóta á hlaupandi emu með haglabyssu, því að hann er skot- harður. Það gerir hið þétta fiður og hamurinn sem er harður og þykkur. Þess vegna hafa bændur nú gefist upp við að fækka þeim með skotum. En nú hafa þeir fundið upp nýa veiðibrellu. Þeir hafa afgirt um 200 mílur af sand- auðn norðan við hveitilöndin, með fimm feta hárri girðingu. Þar ætla beir svo að sá hveiti og tæla fuglana í gildruna. Nú er eftir að vita hvernig þetta tekst, en fugla- vinirnir og vísindamennirnir gefa þessum tiltektum bænda illt auga. Hressingarlyf hættuleg HRESSINGARLYFIN meprobamate, sem ganga undir ýmsum nöfnum, svo sem Miltown, Equanil, Meprospan og Meprotabs, hafa verið notuð mikið í Bandarikjunum á undanförnum ár- um, og notkun þeirra stöðugt farið vaxandi. En nú hafa læknar komizt að því, að þau geta verið stórhættu- leg, ef menn hafa neytt áfengis. Og tilraunir hafa leitt í ljós, að hafi maður neytt áfengis áður en hann tekur inn hressingarlyf, magnast eitr- unaráhrif áfengisins um allan helm- ing, svo að hann getur orðið viti sínu fjær. Tré festa rætur A EINUM stað í mansöngvum sínum talar Sigurður Breiðfjörð um tryggð ástarinnar, og þar er þessi vísa: Hver vill banna að blómstur tvenn bindi saman huldar rætur og vaxi þannig saman senn, sem náttúran vera lætur. Þegar skáldið kvað þetta, höfðu menn ekki minnstu hugmynd um að neitt lífsamband væri milli hinna ein- stöku jurta. En nú hefir það sannazt að svo er. Tveir bandarískir skóg- fræðingar hafa komizt að þvi að rætur tveggja trjáa sömu tegundar vaxa oft hver inn í aðra, og síðan hjálpast trén að þvi að afla sér lífs- viðurværis og sami safinn seitlar um þau bæði. Þau binda saman rætur og vaxa þannig saman, eins og skáldið kvað. Þetta skeður aldrei þar sem tvö tré, sitt af hverri tegund, eru ná- búar. Þótt rætur þeirra fléttist sam- an, vaxa þær aldrei hver inn 1 aðra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.