Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUIMBLAÐSUNS MENN OG MALEFNI Hans G. Andersen, fastafulltrúi ís- lands hjá Atlantshafsbandalaginu og Efnahagssamvinnustofnun Evrópu, skipaður sendiherra Islands i París (1.) Dýraverndunarfélag stofnað í Kjós (1.) • Sigurður Sigurðsson endurkjörinn formaður Félags íslenzkra myndlist- armanna (1.) Steindór Hjörleifsson fulltrúi Fél. ísl. leikara á sænskri leikaraviku (2.) Friðrik Ólafsson skákmeistari bar sigur úr býtum á svæðamótinu í Neimegen í Hollandi (6.) Jóni M. Samsonarsyni, magister, veittur styrkur við Kaupmannahafn- arháskóla (8.) Þórður Möller skipaður yfirlæknir geðveikrahælisins á Kleppi (8.) Magnús Jónsson, alþingismaður, ráðinn bankastjóri við Búnaðarbanka Islands frá næstu áramótum (10.) Prófessor Gerhard Gerhardsen frá Verslunarháskóla Noregs í Bergen, flytur fyrirlestur í Háskólanum um fiskimálahagfræði (11.) Páll Daníelsson viðskiptafræðingur skipaður forstöðumaður hagdeildar pósts og síma. Sveinn Þórðarson skip- aður aðalendurskoðandi pósts og síma (11.) Snorri Ólafsson, læknir, skipaður yfirlæknir Kristneshælis (11.) Bragi Eiríksson ráðinn fram- kvæmdastjóri Skreiðarsamlagsins (15.) Magnús Jónsson, óperusöngvari, syngur titilhlutverkið í Ævintýrum Hoffmanns í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn (17.) Jón Hnefill Aðalsteinsson, cand. theol., vígður til Eskifjarðarpresta- kalls (18.—20.) Málverk eftir Þorvald Skúlason val- ið til keppni um alþjóðlegu Hall- mark-listaverðlaunin (23.) SLYSFARIR OG SKAÐAR Eldur kom upp í vélbátnum Þórði Ólafsson frá Ólafsvík á siglingu í Faxaflóa. Skipverjum tókst að slökkva hann, en báturinn skemmd- ist mikið (1.) Eldur kom upp í geymsluherbergi 1 húsi Blindrafélagsins að Grundar- stíg 11. Nokkuð eyðilagðist af fram- leiðsluvörum (1.) Jeppabíll stórskemmdist er honum var ekið á ljósastaur inn við Elliða- ár (2.) Mótorbátinn Snæfell í Ólafsvík rak þar upp á fjöru er stýrisútbún- aður bilaði (3.) Tvítugan Færeying tók út af vél- skipinu Katrínu frá Reyðarfirði, og drukknaði (6.) Sjór braut borðstokkinn á Lang- jökli á 18—20 metra kafla (7.) Fimm ára drengur, Lúther Guð- mundsson, Austurgötu 29, Hafnar- firði varð undir vörubíl og beið bana (10.) Þriggja ára telpa, Hulda Agústs- dóttir, Drápuhlíð 2, varð fyrir bíl og siasaðist mikið (13.) Vélbáturinn Askur brann í höfn- inni í Keflavík (13.) Eldingar slitu raflínur svo að raf- magnslaust var í Flóa, á Skeiðum og í Ölfusi (13.) Sjö ára drengur, Sigbert Berg- hannesson, Höfðaborg 74, meiddist mikið á höfði i bílslysi (14.) íbúðarhús Valgeirs Sveinssonar raf- virkja í Höfnum braxm (14.) Verið að landa síld. Friðfinnur bóndi Friðfinnsson, Baugaseli í Barkárdal, lenti í snjó- flóði og slasaðist (15.) 15 manns meiddust í bílslysum hér í Reykjavík fyrri helming desember- mánaðar (17.) Jeppi mölbrotnar er hann valt út af veginum sunnan Holtavörðuheið- ar. Menn sakaði ekki (17.) Sveinn Bjömsson frá Akureyri, há- seti á togaranum Kaldbak, slasaðist mikið (18.) Eldur kom upp í gömlu húsi að Vesturgötu 7, Reykjavík, og skemmd- ist það nokkuð (20.) 18 ára piltur, Ragnar Karlsson, Reykjavík, féll úr rafmagnsstaur á Blönduósi og hlaut mikil meiðsl (21.) Vélbáturinn Höfrungur II. frá Akra nesi, sigldi yfir nót Hafamar GK 321 úti á miðum og skemmdi hana mik- ið (21.) 23 ára piltur kastaði sér af 10. hæð í háhýsi og beið bana (21.) Bíll rann út af brúnni á Fossvogs- læk í hálku og skemmdist mikið (22.) Magnús Petersen, Bergstaðastræti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.