Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Síða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17 Hvert stefnir um mannfjölgunina? 100.000 bætast v/ð á hverjum degi E N GIN N veit með vissu hve margir menn eru nú á jörðinni, en eftir því sem næst verður kom- izt, eru þeir 2500—3000 milljónir. En eitt er víst, að mönnunum er alltaf að fjölga. Á hverjum degi fæðast 180.000 nýrra borgara, en á hverjum degi deya um 80.000, svo að fjölgunin á hverjum degi er um 100.000. Sé nú gert ráð fyrir því, sem bjartsýnismenn halda fram, að hálf ekra lands geti framfleytt einum manni, þá er auðreiknað hve mikla nýræktun þarf til þess að sjá fyrir viðbótinni. Álíka landsvæði og ríkið Ohio í Banda- ríkjunum, þar sem eru 80 „sýslur“, mundi ekki hrökkva til nýræktun- ar handa fólksfjölguninni á einu ári. Nú er það alveg vitað' að slík viðbótarræktun á sér ekki stað, og víða um heim sveltur fólkið heilu hungri. Fæðan er ekki einhlít Hér við bætist svo það, að ekki er einhlítt að reikna aðeins með þeirri fæðu sem fólkið þarf. Og ekki dugir heldur að tala um, að svo og svo mikið land verði að brjóta til ræktunar á hverju ári. Jörðin er ekki öll ræktanleg. Víða eru stór flæmi þar sem ekkert grær. Landið er líka skert á þann hátt, að ræktanleg svæði eru tek- in undir íbúðarhús, vegi og iðn- stofnanir og ýmislegt fleira — sumt þarft, sumt nauðsynlegt, en sumt gagnslítið eða viðsjárvert. Vegir mannanna eru og lítt rannsakanlegir. Sumir ganga í lörfum til þess að geta drukkið. Aðrir neita sér um allt vegna bóka og hljómlistar. Og enn eru þeir, sem vegna trúarvingls skeyta hvorki um heimili né fjölskyldu. Sá sem virðir fyrir sér ævi mannsins, mun komast að þeirri niðurstöðu ,að hann sé eins og hver önnur skepna háður hæfi- leikum sínum og skorti á hæfi- leikum. Og þá liggur nærri að at- huga hvað vér vitum um aðrar skepnur á jörðinni. Það verður þá mest áberandi hvað þeim fjölg- ar ört er þær komast á þá staði, sem þeim hæfa bezt. Þannig hefir það verið um spörrinn í Englandi, þýzka vatnakarfann og spönsku hestana, sem fluttir voru fyrrum til Ameríku, og kanínuna, sem flutt var til Ástralíu. Það hefir einnig sést á skordýrum, sem hafa verið alin á hveiti í tilraunastöðv- um ,og á alifiskum, sem settir hafa verið í vötn, þar sem engir aðrir fiskar voru fyrir. Ef tala tvöfaldast á ári, er hægt að reikna hvað fjölgunin verður mikil á 50 árum, með því að marg- falda 2x2x2x2 o. s. frv. 50 sinn- um. Útkoman verður rúm kvin- tillión. Spörvar eru ekki stórir, en ef þeim fjölgar svona, mundi all- ur hópurinn vega um 35.000 milj- ónir tonna eftir 50 ár, og það er 300 sinnum meiri þungi en á öllu því stáli, sem framleitt er í Banda- ríkjunum á einu ári. Afturkippir koma Auðvitað getur slík fjölgun ekki gengið endalaust. Fyr eða seinna kemur afturkippur, og svo stend- ur tegundin í stað svo að segja, talan lækkar og hækkar með nokkurn veginn jöfnu millibili. Hver skepna er háð þeim kring- umstæðum, sem hún á við að búa, hvað hún hefir mikið landrými, hve frjóvsamt það er, hvað hún á sér marga óvini eða marga keppi- nauta um fæðuöflun. Vér höfum minnst á spörvana; viðkomu þeirra hefta eigi aðeins krákur og snákar, heldur einnig breytt byggingarlag, nýtízku sorp- hreinsun og að bílar eru komnir í stað hesta — þótt ótrúlegt megi virðast. Náttúruvísindin hafa hvergi get- að rekizt á það, að neinum líf- verum, hvort það eru heldur dýr eða jarðargróður, hafi fjölgað óendanlega. Hvernig stendur á þessu? Hjá dýrunum er það fæðan, sem allt veltur á. Og þegar öllu er á botninn hvolft, er öll fæða kom- in úr jurtaríkinu. En nú er allur gróður háður veðráttu, jarðvegi og hnattstöðu, og þetta skammtar því það viðurværi, sem dýrin verða að lifa á, hvort sem þau eru gras- bítar eða kjötætur. Hver lífvera er hlekkur í marg- brotinni keðju, sem kölluð er fæðuöflun. Þetta byrjar með því, að gróður jarðar dregur til sín næringu úr jörð og sólarljósi. — Dýrin lifa á gróðrinum, og svo eru þau etin af öðrum dýrum, og þau dýr af enn öðrum dýrum og svo koll af kolli, þar til komið er að seinasta liðnum í þessari keðju. Þetta er eins og pýramídi. Lang- flest dýrin eru grasætur, en svo þynnast hóparnir smám saman, og jafnframt fara dýrin stækkandi <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.