Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 1
16. tbl. héh Sunnudagur 7. maí 1961 XXXVI. árg. Snæbjörn Jónsson: íslenzkur ÞÁ LÁ eg á spítala er mér barst sú fregn að gamall góðkunningi, skáldið Einar Páll Jónsson, væri látinn vestur í Winnipeg. Þetta var 31. maí 1959, en Einar hafði látizt þann 27. s.m. Ekki verður sagt að fregnin kæmi mér á óvart, því eg vissi að hann var lengi búinn að liggja sjúkur og bíða þessarar lausnar, en þó að eg sam- gleddist honum að hún var loks fengin, lagðist þó yfir mig þung- ur dapurleiki. Bæði var það, að endurminningarnar um gömlu kynnin hér heima á árunum 1909 til 1913 voru hlýjar og svo fann eg til þess, að þarna hafði dauð- inn rofið stórt skarð í brjóstvörn íslenzkrar tungu á vesturhveli. Þarna var nú hniginn sá maður, sem eg vissi að alla tíð hafði unn- að henni heitt og líka kunnað að þjóna slíkri drottningu. Hjá Ein- ari Páli hafði hún aldrei sést öðru- vísi en björt og sviphrein, klædd þeirri skikkju sem hvergi var skreytt hégómaflúri, en mundi sóma sér vel í sölum guðanna. Svona vildum við báðir sjá hana, þessa konu sem við höfðum elsk- svanur í Vesturheimi að sameiginlega, hana móður okk- ar, eins og Björn Jónsson kallaði hana. En hún hafði átt þá of fáa synina er sv^ hæversklega kunnu að þjóna henni sem Einar Páll. Aldrei mundi sæti hans íramar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.