Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 253 St. Georg berst uð af því í Opinberunarbókinni: „Og annað tákn birtist á himni: Mikill dreki, rauður, er hafði sjö höfuð og tíu horn og á höfðunum sjö ennidjásn. Og hann dró þriðja hlutann af stjörnunum í halanum og varpaði þeim ofan á jörðina ... Og stríð hófst á himni: Mikael og englar hans fóru að berjast við drekann“. Margar sögur eru af hetjum, sem börðust við dreka, en frægust er sagan um bardaga St. Georgs og drekans. Franskur biskup, Arc- ulf að nafni, kom með þessa sögu til Englands á 7. öld. Síðan hefir St. Georg verið verndardýrlingur Breta. En hjá Beirut í Sýrlandi er enn í dag bent á dý, sem sagt er að St. Georg hafi fleygt hræi drek- ans í. Austur í Japan eru svip- aðar drekasögur. Þar segir frá einum dreka átthöfðuðum, sem stal einu barni á ári frá sömu fjölskyldu, þar til aðeins eitt var eftir. Þá kom hetjan, sem sigraði drekann, en gerði það með brögð- um, því að hún gaf drekanum Einhyrningur við drekann. áfengi og réðist ekki á hann fyrr en hann var dauðadrukkinn. Samkvæmt goðafræði Grikkja og Rómverja, voru upphaflega til góðir drekar í Evrópu, en urðu smám saman að illum verum. Og svo hugsuðu menn sér djöful- inn í drekalíki, með klær, horn og vængi. í Kína voru til vondir drekar, sem lágu í vötnum og urðu að fá mannfórnir, en yfirleitt er drek- inn þar tákn velgengni og auðæfa. Þar er talið að drekinn sópi him- ininn með vængjum sínum og við það komi fram regn. En regnið er lífsnauðsyn á þeim slóðum, annars verður uppskerubrestur og hungursneyð. Og þegar þurrkar hafa verið langvarandi, koma Kín -verjar saman og stíga hinn svo- kallaða „drekadans“, til þess að drekinn sendi þeim regn. Eitt af furðudýrum fornaldar er egypzki sphinxinn, sem enn held- ur vörð hjá pýramídunum. Þessi furðuskepna er með líkama Ijóns, en mannshöfuð, og er talið að það sé höfuð Khafta konungs, sem heygður er í næsta pýramída. Hjá Forn-Grikkjum var sphinxinn líka til, en hann hafði kvenhöfuð og vængi. Það er sagt að hún hafi lagt gátur fyrir gesti sína og síðan etið þá er þeir gátu ekki ráðið gáturnar. En hetjan Oedipus gat ráðið gátu hennp’- og bjargaði bar með borginni Þebu, Sögurnar um fuglinn Fönix eru komnar frá Egyptalandi. Gríski sagnaritarinn Herodotus fór til Egyptalands um 459 f. Kr. og hann hefir fyrstur manna sagt frá þess- um fugli. Hann segist að vísu aldr ei hafa séð hann og ekki trúa sög- unum um hann, en segir að á myndum sé hann í arnarlíki, en með rauðum og gullnum fjöðrum. Hann hefir það eftir Egyptum að fugl þessi komi frá Arabíu einu sinni á hverjum 500 árum. Hann fljúgi þá til sólarhofsins og brenni þar upp á altarinu. í ösku hans leynist ofurlítill ormur, og af hon- um er næsta dag vaxinn nýr fönix, er síðan flýgur sína leið. Önnur sögn hermir að fuglinn komi með ilmvörur í klónum og í þeim kvikni af sólarhitanum. Fuglinn æsir eldinn með því að veifa vængjunum, og brennur svo upp til agna, en upp úr öskunni rís nýr fönix. Aldrei hefir nema einn fönix verið til. í Kína er til annar furðufugl, sem sumir hafa kallað kínverska fönixinn. En það er rangnefni, því að þetta er fasan, eins og sjá má á óteljandi myndum. Samkvæmt trú Kínverja kemur þessi fugl ekki nema einstaka sinnum á alda- fresti, en hann á gott erindi, því að hann boðar betri tíma. Indland og Etiopía voru fjarlæg lönd í augum Forn-Grikkja og töldu þeir að þar myndu eiga A **■««»»»« *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.