Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 249 Næsta staka lýsir gamalli konu, og má segja að hún fjalli um sama efni og eitt af kunnustu kvæðum Gests Pálssonar: Hún var fyrrurn falleg björk, frjáls sem œskutrúin; nú er hún eins og eyöimörk öllum gróöri rúin. Þriðju stökuna segist hann kveða „við lestur þriðju bókar- innar“; getur hver lesari spreytt sig á að leita að bókinni og höf- undi hennar: Hugsun möökuö, máttarvana, mœlgi nóg; já og amen játninganna, jórturró; afturför t öllu, nema einu þó: stefnuleysiö — status quo. Rétt er að geta þess, að latnesku niðurlagsorðin merkja (eða rétt- ara sagt eru jafnan látin merkja) óbreytt ástand. Fáeinar þýðingar eru í síðari bókinni, allar prýðilega liprar, og að svo miklu leyti sem eg þekki frumkvæðin, eru þær líka ná- kvæmar. Eitt smákvæði eftir Th. Moore, „My Heart and Lute“ (I give thee all — I can no more), er bersýnilega þýtt sem söngtexti, en eigi að síður er þess gætt að fylgja vel frumtextanum. Fyrsta erindið er þannig: Þú veizt aö lítinn á eg auö, en allt þér gefa’ eg vil: mín hörpuljóö og hjartaö meö — eg hefi’ ei annaö til. — o —■ Að sjálfsögðu gerir Einar mest að því að yrkja um alvarleg efni, því lífið var honum alvara, en ekki gamanleikur. En eins og hann var hversdagslega glaðlegur og hlýr í viðmóti, góðlátlega kíminn og sá broslegu hliðina á hlutun- um, gat hann líka brugðið því fyr- ir sig að yrkja í gamansömum tón. Ágætt dæmi um slíkt er „Drápan“ sem hann flutti K.N. sjötugum — vitaskuld í samkvæmi, sem mér er nær að halda að kvenþjóðin hafi gengist fyrir, eða átti þó a. m. k. drjúgan þátt í. Hér skulu tekin upp tvö erindi úr því kvæði: Meö smávegis áhœttu ekki þaö telst og ef til vill steindrepur mig aö koma til hólmgöngu hingaö í kvöld til heiöurs viö skáld eins og þig. I fjállgöngum heima eg fáraöist ei þó fengi eg dálítinn sting; en þar kom eg aldrei á ævinni samt á annaö eins skáldhrafna þing . . . Oss ofbýöur stundum hve andinn er frjór, en áfellumst kveöskapar-logn. Þeir innblásnu syngja um ástir og vin en aörir um kvarnir og hrogn. Þó vísindin hafi’ ekki skilgreint þaö skýrt hvort skáld séu mótuö í kross, þá hefir þó kvenþjóöin kveöiö upp dóm, aö Káenn sé mestur af oss. Hún sást aldrei í lörfum ljóða- dísin hans Einars Páls, en tildur- skrauti hlóð hún aldrei heldur á sig og farðamálaði sig ekki. Hún var hispurslaus, eins og hann var sjálfur í allri framkomu, og kom til dyranna eins og hún var klædd. Hitt verðum við að harma að þetta prúða og listfenga skáld fékk ekki meira ort — og var þó nóg að gert ef við ætlum að láta ljóðin gleymast. Kringumstæður Einars munu hafa leift honum fáar tóm- stundir til þess að sinna ljó&agerð- inni. Fyrir um það bil tíu ár- um dvaldi maður einn héðan úr Reykjavík, greindarmaður, vetrar- langt í Winnipeg í heimsókn hjá skyldfólki sínu, og var þá heima- gangur á ritstjórnarskrifstofu Lög- bergs. Sú „skrifstofa“ var ekki annað en almenningur og þar var aldrei stundarfriður fyrir rápi manna. Kveður hann það ofvaxið sínum skilningi hvernig ritstjórinn fékk unnið að skriftum við slík skilyrði. Þetta verður að takast með í reikninginn þegar dæmt er um afköstin við ljóðagerðina. En létt hefir Einari verið um hana, því alltaf mátti rjúka í hann og fá kvæði hvenær sem tækifærið þótti krefjast slíks. Það munu allir þeir sjá, er grein þessa lesa og kunnugir eru ljóðum Einars Páls, að hér er vitnað í þau af hreinu handahófi, og ekki nema réttmætt að mér verði álasað fyrir slík vinnubrögð. En áður fyr þótti það gott hjá öðru verra ef óvandaðir menn iðr- uðust á sjálfri andlátsstundinni, og nú skal eg síðast taka upp þau erindin, sem ekki eru valin af handahófi og eg ætla að skáldið mundi sjálft hafa viljað kjósa að niðurlagi þessarar fljóthripuðu minningargreinar. En það eru tvö erindi er hann kvað til konu sinn- ar, Ingibjargar, sem hann mun hafa talið beztu gjöfina er lífið gaf honum. Þau eru þessi: Um veörabrigöi mig varöar ei neitt, því vorljós í sál minni er, . sem málar í unaöi ástríkis þíns þaö allt sem á dagana ber. Og húmþokan breytist í hádegisskirt viö hjartalagsylinn frá þér. Hvert vermandi bros þitt og yiökvœmnisorö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.