Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 4
248 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Við eigum ógrynni ættjarðar- ljóða. Sum eru þau vitaskuld skærustu perlur, og mætti nefna slík djásn sem „ísland“ Jóns Thor- oddsens og „Vorhvöt" Steingríms Thorsteinssons — ef einhver þyrfti að tiltaka. Annars skal það hrein- skilnislega sagt að mig væmir við miklum þorra þeirra. En flest ætt- jarðarkvæði Einars Páls gæti eg með innilegri ánægju tekið upp í grein þessa, ef það væri ekki svo margfaldlega ómögulegt rúms- ins vegna. En áður en eg skilst við þennan veigamikla þátt í ljóða -gerð hans, vona eg að mér leyf- ist að taka upp niðurlagserindi lengsta kvæðisins: Landiö helga heiöra morgna, hjartaö geymir svipinn þinn. Þar mun œskan endurborna eiga lengsta drauminn sinn Þó aö bregöist mörgum minni, margir kjósi aðrar dyr, ítaksvon í eilíföinni eg af hendi seldi fyr. — o — Satt er það sem eg sagði fyr, að Einar Páll hröklaðist í útlegð, til þess að eyða þar ævi sinni, af því að ísland hafði ekkert að bjóða honum. En hitt er þá líka satt, •— satt ef nokkru máli skiptir um þá baráttu íslenzks þjóðernis, sem nú er bersýnilega að komast á lokastigið í Vesturheimi — að þegar hann var einu sinni kom- inn í þessa útlegð, þá mátti ís- land ekki missa hann úr henni heim til sín. Hitt verður aldrei afsakað eða varið að við létum hann ævilangt heyja þar stríð við örbirgð. Við höfðum fé til þess að ala hér önn fyrir þeim mönn- um, sem hvorki unnu bókmennt- um okkar sæmd né gagn, þó að þeir teldu sig s^álfir svo gera. Sannleikurinn er sá — ljótur og beiskur — að framlag íslendinga í Vesturheimi til bókmennta okkar höfum við alla tíð metið að litlu eða engu, svo geysimerkilegt sem það þó hefir verið. Mörg skáld hafa að vonum kveð -ið fagurlega til mæðra sinna, lífs og liðinna. Almennt munu mönn- um minnisstæðust kvæði þeirra Matthíasar Jochumssonar, Einars Benediktssonar, Jóns Magnússonar og Magnúsar Stefánssonar (Arnar Arnarsonar). Kvæði Einars Páls, „Við leiði móður minnar“, skipar vel sitt sæti í þessum flokki: Kvöldiö hljótt. Viö leiöi móöur minnar myndir kallast fram úr hugans djúpi; finst mér eins og heilagt döggfall drjúpi dánarreitsins niöur hljóöar kinnar. Hérna margan lífs og liöinn dreymdi — logi kvöldsins friöarhofiö baöar. Fleira nam viö þennan þögla jaöar þroskans sál en moldareöliö gleymdi. Aldrei mundi Einar Páll hafa haftþað mikillæti að telja sig jafn- ingja þeirra hinna stærri skáld- bræðra sinna, Þorsteins Erlings- sonar og Einars Benediktssonar, en báð>a hylti hann þá í ljóðum, Þorstein á fimmtugsafmæli hans, en Einar er hann var í Vestur- heimi 1921. í ávarpi sínu til hans komst hann þannig að orði: Stundum var fámennt í fylkingum þínum, fjöldinn á reiki í skoöunum sínum. En þá varstu’ í oröi og atgervi stœrstur, íslenzki frumtónninn dýpstur og hœstur.- Ungur þú lagöist í andlega viking, sem útvöröur stóöst gagnvart þjóöflokksins sýking, meö arnarins flugmagn og árceöi Ijónsins, meö íslenzkan þjóöblæ í sveiflumýkt tónsins. Fœddur meö einkennum umbóta- mannsins, áformin sólvígö í þjónustu landsins. Hver óöur var lífgróöur þjóöinni þinni, sem þroskast í ófœddu barnanna minni. Það er hvorttveggja að þarna er vel að orði komist og með rétt mál farið. Einar Benediktsson mátti því vel við una þessa hyll- ingu nafna síns. Mjög er því á einn veg farið um stökuna og smásöguna að í báð- um verður að segja mikið í stuttu máli, og því þarf þar hver hugs- un að vera meitluð og helzt hvert orð hnitmiðað, svo að segja megi að vel hafi tekist. Það hefir orðið að íslenzkri þjóðaríþrótt að meitla stökuna, en sú íþrótt hlýtur óum- flýjanlega að verða samferða rími og stuðlum út úr tilverunni. Því má búast við að næstu kynslóð verði hún með öllu ókunn, nema af sögunni. Á smásögunni, á hinn bóginn, hefir enn sem komið er fáum íslendingum lánast að ná tökum, og margt sem við köllum smásögur, er hreinlega rangnefnt svo. Á smásagnagerð er mér ekki kunnugt um að Einar Páll reyndi sig nokkru sinni, en stökur vissi eg ekki að heyrðut eftir hann aðr- ar en góðar. Hér skulu tekin að- eins þrjú dæmi: Hið fyrsta er lýs- ing á fundi í Vesturheimi: Heimskan hráflökuö, hræsnin órökuö, enskan afbökuö, íslenzkan sárþjökuö.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.