Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 257 Skipulag sitt á Siglufjörður séra Bjarna að þakka. vel í fornöld — og jafn gamalt mun það vera að kveða og syngja með dansinum. — Það sem rýmdi danskvæðunum brott, voru einmitt rímurnar, því það má telja áreiðanlegt að á 15. og 16. öld voru rímur kveðnar við dans og á gleðisamkomum — líkt og Færeyingar enn þann dag í dag kveða og syngja sín löngu sögulegu þjóðkvæði við hinn þjóðlega Færeyingadans. — Fróðleiksþorsta alþýðufólks á þessum norðlægu eyum var fullnægt ýmist með sögulestri eða rímnakveðskap og hefir hvort tveggja verið tíðkað fram að síð- ustu öld, en yfir þessari skemmt- an hefir dofnað mikið — því mið- ur. — Nú er aftur á móti komið í staðinn „Rokk and ról“. — Ég er síður en svo að andúðast við Nínu og Friðrik — Sigga — Ellý — Guðmund Jhonný eða Einar Júl, eða hvað sem þeir heita nú dægurlagasöngvararnir, því 19. öldin átti menn og konur, sem höfðu sér það til lífsviðurværis að ferðast um og kveða rímur — oft til skemmtunar, en oftar til fróðleiks. — Þetta fólk kvað „Númarímur“, „Svoldarrímur“, „Úlfarsrímur“, „Þórðarrímur“, „Þorsteinsrímur11, svo að eitthvað sé nefnt. Þetta voru beztu ^ gestir, sem enginn taldi eftir sér að hýsa og allir fegnir að sjá. — Til þess að grafa gullkorn fornr- ar íslenzkrar menningar úr hug- um fólksins þurfti mikla elju — innilega rækt, smekkvísi, víð- sýni og hleypidómaleysi. í þessum akri vann séra Bjarni Þorsteins- son geisistarf. Þegar ég læt þetta frá mér fara, hefi ég fyrir mér ljóslifandi mynd af prestinum, tónsnillingnum og prófessornum séra Bjarna Þor- steinssyni. Séra Bjarni var fædd- ur að Mel í Hrunamannnahreppi á Mýrum 14. okt. 1861 — elztur 13 systkina. Honum var komið í fóstur hjá prestinum Guðmundi Einarssyni á Breiðabólstað, og mun það hafa verið fyrir hans tilstilli að hann fór í Latínuskól- ann 1877. Hann vann fyrir sér í sveitum á sumrum, meðal annars í Húnavatnssýslu, en þar kynntist hann konu sinni Sigríði Lárusdótt- ur, sýslumanns Blöndal — mikil- hæfri konu og söngelskri, svo sem hún átti kyn til. íþróttir stundaði séra Bjarni bæði til orðs og æðis, var glímumaður og „latínuhestur“. Hugþekkust var honum þó tón- listin. Hann fékk leiðsögn í mús- íkmennt og langaði til að komast lengra á þeirri braut, en fyrir honum lá þá sökum fátæktar að verða sóknarprestur norður í Siglufirði yfir 311 sálum, en þar var það, sem þetta gagnmerka verk „íslenzk þjóðlög“ var skrif- að, sem aukavinna þjónandi prests. — Ég er engan veginn ánægður með þetta erindi mitt, því um það mætti fara nákvæmari hönd- um en ég get gert. Hins vegar nær það tilgangi sínum, ef það gæfi einhverja innsýn og tilefni til að þið kynntuð ykkur íslenzk þjóðlög, íslenzk rímnalög og önn- ur þjóðlög fræði. — — O — Á þessu ári verða 100 ár liðin frá fæðingu prófessors séraBjarna Þorsteinssonar og mun þess verða minnst um land allt af þeim, sem unna þjóðlegri tónmennt og söng — ekki sízt Siglfirðingum. Séra Bjarni andaðist fyrir 25 árum í Reykjavík og var borinn til grafar á Siglufirði í kirkju- garði á Hvanneyri, síðastur manna er jarðsettur var þar, því kirkju- garðurinn við prestsetrið var lagð- ur niður. — En ef þú lesandi góour skrepp- ur norður í sumarfríinu, þegar allt iðar af fjöri um síldveiðitím- ann, þá er þeirri stund ekki eytt til ónýtis að ganga að leiði snill- ingsins og konu hans — yfir því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.