Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Blaðsíða 14
450
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Hnattakerfi
fyrir útvarp og sjónvarp
ÞAÐ er eigi aðeins að mannkyn-
inu fjölgar svo ört, að búist er
við að brátt verði of þröngt um
það á jörðinni, heldur er nú kom-
ið að því að of þröngt er orðið
um það í loftinu.
Viðskiptasambönd þjóðanna eru
á loftvegum, um loftin fara send-
ingar alls konar skeyta, og enn-
fremur útvarp og sjónvarp. En
altaf þrengist um sambandsrás-
irnar, vegna þess hvað þessar
sendingar aukast hröðum skref-
um. Það er jafnvel búist við því
að árið 1970 verði þær 3—4 sinn-
um meiri en nú er — og hvernig
fer þá?
Til þess að greiða úr þessum
vanda, hafa Bandaríkin verið að
gera tilraunir með gervihnetti, er
nota megi sem endurvarpsstöðvar
um allan heim. En þá kemur til
greina hvernig þessir gervihnettir
eigi að vera. Skal hér nú sagt
frá nokkrum þeirra og er hinum
erlendu nöfnum þeirra haldið
óbreyttum, vegna þess að þeir
eiga eflaust eftir að koma oft
við sögu enn, og þá er auðveld-
ara að átta sig á því við hvern
þeirra er átt.
ECHO
Þetta eru loftbelgir, sem varpa
sjálfir frá sér þeim skeytum, sem
rekast á þá. í þeim eru engin
senditæki. Þeir eiga að vera í
1600 km. hæð frá jörð, eða þar
um bil. En til þess að þeir geti
komið að gagni um allan heim,
þurfa þeir að vera 20—30 talsins
og mynda hring umhverfis jörð-
ina með jöfnu millibili.
Fyrsta hnettinum af þessu tagi
var skotið á loft í ágústmánuði
1960, og hefir hann síðan verið
reyndur til skeytaskipta milli
Goldstone í Kaliforníu og Bell-
rannsóknastöðvarinnar í New Jer-
sey. Auk þess hefir hann verið
notaður víða um jörðina til end-
urvarps.
Þessi hnöttur hefir marga kosti
til skeytasendinga, sem eiga að
fara yfir úthöf eða meginlönd.
Hann getur endurvarpað tali og
skeytum, útvarpi og sjónvarpi frá
einni stöð til annarar, og jafnvel
myndum. Ef óslitið kerfi slíkra
hnatta væri umhverfis jörðina,
gætu þeir t. d. annað 300.000 tal-
rásum og 500 sjónvarpsrásum, en
sæsími hefir í mesta lagi 136 tal-
rásir.
COURIER
Þessir gervihnettir eiga að hafa
senditæki, móttökutæki og segul-
bandstæki. Þeir eiga ekki aðvera
jafnlangt frá jörð og Echo. Þegar
einhver af hnöttum þessum fer
yfir sendistöð á jörð, tekur hann
við skeytum frá henni, og skilar
þeim svo aftur til þeirrar stöðvar,
sem þau voru ætluð.
Fyrsta Courier gervihnettinum
var skotið á loft snemma í októ-
ber 1960, og er talið að hann muni
vera fullreyndur á árinu 1962.
Hann hefir ekki tæki til að út-
varpa tali.
ADVENT
Þessi tegund gervihnatta hefir
ekki verið reynd enn, en ætlun-
in er að skjóta þeim svo langt út
í geiminn, að umferðartími þeirra
verði jafn snúningshraða jarðar,
þannig að þeir virðist altaf vera
á sama stað, miðað við jörðina.
Þess vegna eru þeir líka nefndir
fastahnettir.
Ef þrír slíkir hnettir væri yfir
miðjarðarlínu með jöfnu millibili,
mundu þeir geta annazt allar út-
varpssendingar yfir 98% af jarð-
arkringlunni. Út undan yrði þá
aðeins heimskautalöndin, enkoma