Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Blaðsíða 1
28. tbl.
Sunnudagur 8. október 1961
XXXVI. árg.
Gunnar Magnússon frá Reynisdal
Sögulegt skipstrand 1941
„Persier" og járnið á Dynskógafjöru
SKIP er strandað á Kötlutanga!
Svo kvað við í Ríkisútvarpinu
hinn 2. febrúar 1941, og jafnframt
var björgunarsveit Slysavarnafé-
lagsins í Vík í Mýrdal beðin að
fara þangað.
Björgunarsveitin brá skjótt við
og fór á bíl austur að Múlakvísl,
alyeg fram við sjó. Þar voru ísar
á útföllunum en svo ótraustir að
ekki þótti vogandi að reyna að
aka' þar yfir. Lögðu menn þá
björgunartækin á herðar sér og
báru þau austur sandinn. Hröðuðu
menn ferðum eins og unnt var og
gekk allt greiðlega, því að færi
var ágætt og veður sömuleiðis.
Það kom nú í ljós, að skipið var
strandað á Dynskógafjöru, skammt
austan við mörk Hjörleifshöfða-
fjöru, og því sem næst í útfalli
Blautukvíslar.
Skip þetta reyndist vera „Per-
sier“, 8200 lesta gufuskip frá Ant-
werpen. Stutt var út í það og
gekk því greiðlega að skjóta línu
um borð. Síðan voru skipverjar
dregnir í land í björgunarstól,
hver af öðrum, 44 að tölu. Gekk
björgunin slysalaust og voru
mennirnir síðan fluttir til Víkur
og komið þar fyrir. Þarna voru
menn af mörgum þjóðum, en
Belgar þó flestir, eða um tuttugu
að tölu. Skipið var í þjónustu
Breta og var farmur þess 6000
lestir af mótuðu járni og 100 bif-
reiðar af tveimur gerðum. Voru
þetta „láns- og leiguvörur“ til
bandamanna. Hafði skipið lagt á
stað í skipalest frá Baltimore í
Bandaríkjunum. Þýzkir kafbátar
gerðu árásir á skipalestina og