Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 573 SLYSFARIR OG SKAÐAR Hlaða og þakplötur fuku af húsum í Steinahverfinu undir Eyjafjöllum í ofsaroki (1). Stór Constellation-radarflugvél lask- aðist á Keflavíkurflugvelli er útbúnað- ur lendingarhjóla hennar bilaði (1). Fullfermdur vörubíll lenti útaf brúnni á Elliðaánum Bílstjórinn, Guð- jón Vigfússon, slasaðist og dó litlu seinna (2.) Hafnsögubátur sekkur í Reykjavíkur höfn, er verið var að leggja rússnesku olíuskipi. Áhöfn bátsins bjargaðist naumlega (3). „ Vélbáturinn Fram á Akranesi skemmdist nokkuð, er eldur kom upp í vélarrúmi bátsins (4). Barn skaðbrennist af vítisóda (4). Eldur kom upp í Trésmiðjunni Víði og urðu þar nokkrar skemmdir (4). Sex ára drengur, Gunnar Ingólfsson, Brekkuhvammi 16, Hafnarfirði, varð fyrir bíl og slasaðist allmikið (5). Hafnsögubáturinn Nóri náðist upp lítt skemmdur (5). Geymsluskemma við hraðfrystihúsið í Kópavogi eyðileggst nær í eldi. Mikl- ar skemmdir urðu á fiski og veiðar- færum (7). Úngur maður, Gunnar Pálmason, féll útbyrðis af vélbátnum Vísi frá Skagaströnd, og náðist aftur eftir nær hálftíma (8). 12 ára drengur, Ásmundur Karlsson í Grafarnesi, fékk raflost og féll í rot. Lífgunartilraunir báru árangur (8). Tvær stúlkur meiðast nokkuð, er bíl var ekið á Ijósastaur við Tjömina (14). Botnventlar teknir úr togaranum Guðmundi Júní í Reykjavíkurhöfn og munaði minnstu að skipið sykki (14.) 16 ára piltur, Ingvar Þórólfsson, Brekkugötu 33, Akureyri, finnst örend* ur í skurði (14). Umferðarslys urðu alls 190 í lögsagn arumdæmi Reykjavíkur í októbermán- uði, þar af eitt dauðaslys (14). Fjós og lítið áfast íbúðarhús skammt frá Hólmavík brann til kaldra kola. Skepnum varð bjargað úr fjósinu (16). Stúlka skarst illa í andliti í bílslysi á Reykjanesbraut (17). Eldur hefur tvisvar komið upp á bænum Skógum i Vopnafirði á þrem- ur vikum. Lítið tjón varð í bæði skipt- in (22). Jón Guðjónsson, bóndi frá Kaldbak á Ströndum fauk í urð og slasaðist all- mikið (22). Bíll valt við Akureyri og gereyði- lagðist. (22). Bræðurnir Hjörtur og Sveinn Hjart- arsynir frá Skagastönd fórust með vél- bátnum Skíða HU 8 (23., 24. og 25.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.