Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Blaðsíða 9
Kona á nœrklœÖum einum
— hrakningasaga
FZRIR aldamótin 1900 og
fram yfir 1920 var oft
mikil nmferð yfir Eskifjaröar-
heiði. —
Menn þeir, sem önnuðust póst-
ferðir á þeim tíma úr gamla Reyð-
arfirði til Fljótsdalshéraðs og Seyð-
isfjarðar, völdu þá leið fremur en
Fagradal frá Reyðarfirði, vegna
þess að hún er styttri og reyndist
þeim auk þess auðveldari fyrir það,
að þá var búið bæði á Dalshúsum
og Þuríðarstöðum í Eyvindardal.
Komið gat þó fyrir, að menn sem voru
vel kunnugir á fiallvegum og ætluðu
til Seyðisfjarðar, fóru jökul (Fönn). Var
þá Iagt upp úr Eskifjarðardal, frá Vet-
urhúsum ,sem var næsti bæri við E.ski-
fjarðarheiði og stefnt í norð-norðaust-
ur yfir jökulkinnina og komið niður á
Mjóafjarðarheiði Þaðan er svo stefnt í
austur yfir Seyðisfjarðarheiði og er það
mun styttri leið. Má nefna þar Kjartan
Pétursson. fyrrum bóiida að Eskifjarð-
arseli, sem ferðaðist mikið á fjallveg-
um austanlands.
Konur og karlar, sem áttu kunningja
og skyldfólk fyrir ofan fjali og þeir, sem
þar áttu sömu tengsl við þá. sem heima
áttu niður á fjörðum, lögðu leið sína
þarna um, ýmist fótgangandi eða á hest-
um. Bændur fóru lestarferðir haust og
vor til Eskifjarðar og einhleypt fólk
var þá oft að skipta um vinnusteð Þótti
jþví þá gott að vera póstinum samferða,
sem jafnan reyndust góðir ogiduglegir
leiðsögumenn. Stundum fór þo svo. að
sumt af .þessu fólki ferðaðist sjálfstætt,
lagði eitt af stað um ókunna fjallvegu.
Var þá ekki undarlegt, þótt stundum
Ikæmi fyrir. að það lenti í hrakningum,
vegna óhagstæðrar veðráttu eða vondr-
er umferðar, sem það hreppti á leið-
innl seint að hausti eða snemma að vori,
6em aðallega var vistartími þess.
í maí. ég hygg eitthvað um tuttugasta,
vorið 1900 bar einn slikan gest að Vet-
urhúsum við Eskifjörð. Var það ung
stúlka að nafni Jóhanna. Hafði hvn
lagt af stað ofan af Fljótsdalshéraði og
setlað Slengjudal til Mjóafjarðar, en villt
ist vegna þoku, sem lá í dölunum og
upp á heiðarnar, inn í Tungudal og það-
en, sem leið liggur upp á Eskifjarðar-
heiði. Var hún þar á ferð í fjóra og hálf-
an sólarhring, áður en hún komst til
byggða.
>Iítt var í veðri þessa daga og
skiptist á þokuslæðingur og
■ólskin. Töluverður snjór var til fjalla
og á heiðum, þvi ekki hafði hlánað að
ráði, fyrr en einmitt þessa daga. Var
þar komin dálítil esja í snjóinn, en ekki
Ikrapi fyrr en komið var niður af heiði.
Sagðist stúlkunni svo frá, að hún mundi
hafa verið búin að klöngrast upp og
B
niður fjöllin í dölunum beggja vegna
og ekkert vitað, hvert hún átti að fara.
Tapaði hún þar farangri sínum, en af
einhverri tilviijun komst hún svo á
rétta leið til Eskifjarðar. Daginn áður
en Jóhanna komst niður í Eskifjarðar-
dal, var hún orðin svo illa haldin af
snjóbirtu, að hún var nærri blind. Hrap-
aði hún út af kletti utarlega á Merar-
gilshæðinni, hlaui meiðsli á höfuðið og
missti meðvitundina um stund. Snjór-
inn hlífði henni við frekari meiðslum
og það vildi henni til lífs. að lækjarsitra
sendi úða sinn ofan á höfuð hennar og
Eftir
Bergþóru Pálsdóttur
vakti hana aftur tit meðvitundar. Var
Jóhanna þá orðin svo þjökuð, að henni
fannst, þegar hún var að vakna til með-
vitundar, að hún væri komin heim og
væri að hengja föt sín upp í herbergi
sínu. Afklæddi hún sig þar utanyfirföt-
um og skildi þau þar eftir.
Svo heppilega vildi til, að morgun-
inn, sem Jóhanna kom niður í Eski-
fjarðarcfal eða í augsýn frá Veturhús-
um, var faðir minn, Páll Þorláksson
(bóndi að Veturhúsum) byrjaður að
vinna við þak á hlöðu, sem stóð fram-
an við íbúðarhúsið, ásamt Pétri Kjart-
anssyni (síðar bónda í Eskifjarðarseli),
sem var kaupamaður hjá honum við
það verk. Varð þeim af einhverri til-
viljun litið inn til heiðar og sáu þá
ljósklædda mannveru vera að fikra sig
upp og niður með læk, sem rennur
innarlega í dalnum. Datt þeim þá fljót-
lega í hug, að eitthvað hlyti að vera að
þessum manni og fóru tafarlaust af
stað til hjálpar. Varð þeim annars hug-
ar við, þegar þeir sáu, að þetta var
kona á nærklæðum einum.
T
löluðu þeir til hennar úr
nokkurri fjarlægð,
vegna þess, að þeir sáu, að
hún varð ekki nálægðar þeirra
vör. Varð henni samt mjög
hverft við Bar hvort tveggja til,
að einveran og þögnin var búin
að vera löng og svo það, að hún
sá þá ekki, fyrr en þeir áttu að-
eins fáa faðma eftir að komast
til hennar. Hafði hún heyrt i
læknum, en ekki séð til að kom-
ast yfir hann. Leiddu þeir félag-
ar nú ferðamanninn á milli sín
heim að Vesturhúsum og undruð
ust jafnframt, hvað hún var hress
og gat sagt skýrt frá ferðum sín
um. Gerði móðir mín að sári því,
sem Jóhanna hafði fengið á höf-
uðið, þvoði augu hennar, sem
kominn var gröftur í, veitti henni
næringu og lét hana síðan leggj-
ast til svefns. Varð móðir mín að
bíeiða að nokkru fyrir alla
glugga á því herbergi, sem Jó-
hanna svaf í, vegna augnveiki
hennar. —
Faðir minn hraðaði sér út á
Eskifjörð og tilkynnti sýslumann-
inum, Axel Tuliriius. að stúlkan
væri komin fram. Óskaði hún eft-
ir lækni, en héraðslæknirinn
Friðjón Jensson var þá á ferða-
lagi norður í landi, svo sækja
varð læknir suður til Fáskrúðs-
fjarðar. Gerði hann að höfuðsári
Jóhönnu og athugaði heilsu henn-
ar. Komst hann að raun um, að
hún var að öllu leyti heilbrigð,
nema hvað augun snerti. Þarfnaðist að-
eins hvíldar og þurfti að liggja í hálf-
myrkvaðri stofunni vikutíma vegna
snjóbirlunnar.
Bað sýslumaður nú föður minn að
fara næsta dag upp að Þuríðarstöðum
og tilkynna þar, að stúlkan væri komin.
fram. Hafði þá þegar verið hafin leit
Framhald á bls. 15.
MW
B €
breg&ur
á leik
0 R0....S.6
-20 -10——'0—.-5
Aus I.uciano Ðcrio, Thcma
E1
[’lektrónísk músik, sem svo er
nefnd, er mjög á dagskrá
um þessar mundir, og sum af
yngstu tónskáldunum — hér og er-
lendis — virðast telja, að hún sé
Þannig eru nóturnar fyrir elektróniska músik líku skrifaðar
það, sem koma skal. Útvarpsstöðv-
ar hvarvetna um heim, sem fylgj-
ast vilja með tímanum og rækja
sitt margrædda menningarhlutverk,
útvarpa öðru hverju slíkum verk-
um, þótt undirtektir séu misjafnar.
If
Nótur fyrir clcktróniska músik
föfundar þessara verka eru
flestir kornungir og því að
vonum lítt kunnir. Það var þessvegna
ekki tiltökumál, þótt enginn kannaðist
við Piotr Zak, 22 ára gamlan Pólverja,
búsettan í Þýzkalandi, þegar hann var
kynntur í þriðju dagskrá brezka út-
varpsins í sumar. Tónverk hans vakti
heldur enga sérstaka athygli, — ekki
fyrr en tveimur mánuðum síðar, þeg-
ar talsmenn útvarpsins játuðu, að hér
hefði verið um hrekk að ræða, og Piotr
Zak væri ekki til. Einn starfsmaður út-
varpsins hefir lýst hvernig „verkið“
var „samið“: „Við söfnuðum saman
öllum sláttarhljöðfærúm, sem til náð-
ist, og lömdum svo, hver sem betur
gat“. Eitthvað mun þessu svo hafa ver-
ið hagrætt á segulböndum. Fyrir út-
varpsmönnum vakti, að eigin sögn, „að
sýna fram á að sum samtímatónverk
eru svo óskiljanleg, að enginn greinar-
munur verður gerður á þeim og hljóð-
rituðum hávaða sláttarhljóðfæra, sem
slegin eru af handahófi“.
Það er annað en gaman fyrir
gagnrýnendur að verða fyr-
ir svona gamni, og ekki alltaf auðséð
TONLIST
í fljótu bragði úr hvaða efni nýju föt-
in keisarans eru unnin, — eða hvort
hann er kannske alls nakinn. „Times“
í London fór að þessu sinni hægt í
sakirnar, — sagði, að erfitt væri að
gera sér grein fyrir verkinu. — En
„Daily Telegraph“ tók af skarið: „Al-
gerlega ómerkilegt, ekki annað en
blístur, brestir og andvana stunur, sem
ekkert eiga skylt við tónlist og sýna
það á óskammfeilinn hátt“.
Jón Þórarinsson.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9