Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Blaðsíða 13
Vasapelar jDarfaþing í Færeyjum ÞAÐ ER víðar en á íslandi sem menn ræða og deila af hita um áfengismálin. Þau eru jafnan of- arlega á dagskrá hjá frændum I okkar og nágrönnum, Færeying- k um, því þar í landi er engin á- | fengisútsala og menn verða að panta allan „glaðning“ beint frá kóngsins Kaupmannahöfn. Þar er því oft beðið með óþreyju eft ir Tjaldi, sem flytur varninginn heim. Fyrst að greiða útsvarið. Vínveiting'ar á sk emmt is tö ð um eru óþekktar í Færeyjum og vasa- pelar því hin mestu þarfaþing.. Sterkir drykkir eru skammtaðir og ársfjórðunigslega geta Færeyingar pantað 12 flöskur af þeim að því Ljós i myrkri Framhald af bls. 1. fram niður stigann. „Það er svo langt siðan og margt hefur breytzt. Ég tek þetta ekki næri mér lengur. Það er langt síðan ég hef sætt mig við þessi örlög. Ég kvarta ekki. Ég hef við engan að sakast. Það á enginn að láta líf sitt takmarkast við það, að vera blindur", in. Við vorum aftur komnir inn í skrifstofu Guðmundar. Hann sat á dívaninum, ég í stól andspænis og hlustaði á hann segja frá því, að hann gæti farið allra sinna ferða ef hann vildi, en þó sjaldan verið einn á ferli í bænum og kysi heldur að láta aka sér. Hann sagðist hafa verið miklu næmari fyrir umhverfinu þegar hann var yngri. Nú hefði eðlishvötin sljóvgazt. Hann kímdi eins og hann ætlaði að viðurkenna, að hann væri farinn að eldast. Svo sagði hann: ,,Ég hef ekki þurft upp á síðkastið að ganga mikið úti og í gamla daga var ég of feiminn til þess.“ Við töluðum um Reykjavík, hvað hún liefði stækkað síðan Guðmundur var dreng ur: „Við strákarnir þekktum hverja götu í bænuM, „og ég geri mér glögga grein íyrir hvernig göturnar liggja í gamla bæn- um, á Sólvöllunum, Melunum og Geirstúni. En úthverfin þekki ég minna“. „Reykjavík hefur breytzt mikið, það hefur hún áreiðanlega gert,“ sagði hann eins og við sjálfan sig. „Það eru orðin 40 ár síðan ég sá hana. Þá voru göturnar lýst- sr með gasljósum, látið nóra á daginn, en gasstraumurinn aukinn á kvöldin. Samt var dimmt á götunum milli ljósastauranna. Það var gaman að ljósunum. Þau voru þægileg í myrkrinu. Ég heí aldrei getað gleymt þeim. Mér finnst undarlegt hvað fólk talar lítið um Ijósin. Það tekur þau eins og hvern annan sjálfsagðan hlut. Þó hef ég heyrt gamalt sveitafólk tala um að það hafi dáðst Sð olíuljósunum, þegar það sá þau fyrst á Stokkseyri og Eyrarbakka." „Móðir yðar hefur hjálpað yður vel í myrkrinu," notaði ég tækifærið og sagði. Guðmundur svaraði: „Það gerði hún. Hún dó í vetur, hefði ©röið níræð 3. desember, Starfslöngunin yfirsteig alla erfiðieika og þegar ég nú hugsa um liana, finnst mér ekkert undar- legt að hún skyldi verða svo gömul. Hún var heil og sterk, dugieg og þrekmikil; ákveðin og heimilskær, óáleitin við aðra en föst fyrir, ef á hana var leitað. Þá hvarfl tilskyldu, að viðkomandi hafi stað ið í skilum við það opinbera. Verða menn þá að framvisa kvittunum frá bæjargjaldkera og skattstjóra til sönnunar því að skattur og útsvar sé goldið. Skaitturinn er greiddur í tveimur áföngum, en útsvarið í 10 — svo að allir ættu að geta fengið sér flösku. Það gera Færeyingar líka óspart og það er mál manna, að miklu meira sé þar drulkkið en annars væri, ef hægt væri að ganga beint í vínverzlun í Tórshavn. Langflestir eru sagðir kaupa allan skammtinn sinn, hvort sem þeir nota hann sjállf ir eða ekki. Töluvert er um leyni- vínsölu, enda býður fyrirkiomulag ið slíkum ófögnuði heim. Hins vegar geta Færeyingar feng- ið jafnmikið af „sterkum“ bjór og léttum vínum og þeir vilja. En hvort tveggja verður að panta frá Kaup mannahöfn, því ekki er brugghúsun um tveimur í Færeyjum leyft að framleiða sterka bjórinn. Tuborg og Carlsberg eru á hvers manns borði, en „Föroya Bjór“ getur aðeins boð- ið upp á pilsner, að vísu góðan pilsn er, sem hefur 2,25% áfengismagn. „Föroya Bjór“ er blómlegt fyrir- taeki í Klakksvik, í eigu Einars Waag, kunns jafnaðarmanns og fyrr um þingmanns í Færeyjum. Þar framleiðir Einar ekki aðeins hinn ágæta „Föroya Pilsnar", heldur og maltöl og fjölmargar tegundir af gos drykkjum. Árleg framleiðsla er nú um 1,5 milljón flöskur, sem er alls okki lítið, þegar þess er gætt, að Færeyingar eru aðeins 35 þús. tals ins. Einar Waag vill framleiða sterkari bjór. í Færeyjum eru tiltölulega fá fyr irtæki, sem framleiða almennan neyzluvaming. Dreifingin um eyj- arnar er því eitt af stóru yandamál- unum hjá þeim fáu fyrirtækjum, sem þurfa að senda vörur sínar til allra 'byggða. Þetta hefur Einar Wiaag leyst með því að kaupa eigið skip til flutninganna. Hann kallar það líka „Föroya Bjór“ og það er sífellt í förum með pilsner og gosdrykki, en gerir ekki meira en anna flutning- unum. Einar Waag hefur mi-kinn áhuga á að framleiða sterkari bjór fyrir landa sína, en ólífclegt er, að hann fái leyfi til þess meðan Færeyingar þurfa að panta allan „glaðning" frá Kaupmannahöfn. li.j.h. aði ekki að henni að láta undan síga. Stund- um er sagt að við bræðurnir séum einbeitt- ir, en hvílíkur munur.“ „Hvernig misstuð þér sjónina, Guðmund- ur?“ áræddi ég nú að spyrja. „Ég varð fyrir slysi af sprengju þegar ég var nær 7 ára. Fékk smáflís upp í annað augað og smám saman eyðilagðist hitt líka Læknar höfðu þá ekki þau tæki sem þeir nú hafa.“ „Þér munið vel eftir heiminum?" „Já.“ „Og birtunni?" „Hún er skemmtileg þessi birta, en ekki ómissandi. Það er til svo margskonar birta.“ „Hvað höfðuð þér sjón lengi?" „Ég hafði svip af sjón fram undir ferm- ingu. Móðir min fór með mig til Hafnar, þegar ég var 9 ára. Þar var gerður upp- skurður á augunum og búizt við ég mundi halda sjóninni. En eigum við ekki heldur að tala um innflutningshöftin? Það var mesti viðburður á íslandi á síðari árum, þegar þau voru afnumin. Augun hafa ekki valdið mér mestum erfiðleikum, heldur innflutningshöftin." „Og svo hefur sjónin farið smám saman?“ skaut ég að. „Hún var horfin um fermingu." „Hvernig tilfinning er það fyrir ungan dreng að missa sjónina?" spurði ég. „Það er haldið í vonina í lengstu lög, og svo þegar hún bregst er ekki annarra kosta völ en sætta sig við orðinn hlut. Verða ekki bitur. En hvað segið þér um framtíðina og uppbygginguna? Við eigum vélar í pöntun, sem auka til muna afköstin. Okkur vantar stærra hús og nú þurfum við að fara að byggja. En það er ekki hægt, ef rilcið tekur allan ágóða í skatt og neitar okkur um sömu aðstöðu hjá lánsstofnunum og hinir aðalatvinnuvegirnir hafa. En nú hefur atvinnuvegunum verið lofað endur- skoðun á skattalögunum — við sjáum livað setur." IV. „Hvort ég sé bókstafstrúar, voruð þér að spyrja um það? Nei, ég er hvorki bókstafs- trúar né annað. Trúarbrögðin eru góð til þroska, þau hafa uppeldislegt gildi. Við eigum að leggja rækt við þau eins og ann- að sem hefur þroskandi áhrif á börn okkar. En hvort okkur líður betur eða verr hinu- megin vegna trúar eða trúleysis, það verð- ur að bíða síns tíma. Það er hér og nú sem við eigum að starfa, byggja upp, velta peningum." „Já, peningar!", greip ég fram í. „Á ég að trúa því að þér eigið ekki sand og grjót af þeim?“ Guðmundur stóð upp, brosti; gekk um gólf. Hann sagði: „Fyrirtækið hefur gengið vel hjá mér og reksturinn aukizt og eignirnar vaxið. En íramkvæmdirnar sjá fyrir öllum mín- um peningum, þær koma i staðinn fyrir bankabókina. Mér hefur lánazt vel að eiga enga bankabók. Og svo er hitt: ég þoli illa kyrrstöðu, verð að gera allt strax. Hef ekki gaman af að liggja á gulli. Ef ég hefði haft gaman af því, hefði ég aldrei eignazt neitt. En þér megið ekki misskilja þessi orð. Það er nefnilega ekki svo slæmt að ég hafi hvorki til hnifs né skeiðar!“ Þegar Guðmundur var setztur aftur, hélt hann áfram: „Eða á ég kannski heldur að segja yður frá því þegar ég var á Flóru sumarið 1916 og ætlaði til Akureyrar með móður minni? Skipið var hertekið á leiðinni og við öll flutt utan. í skipinu var lýsi og saltfiskur sem sagt var að ætti að flytja til Noregs, en meiningin var víst að smygla því til Þýzkalands. Bretat höfðu einhverja nas*» sjon af þessu og toku skipið, settu fjóra hermenn um borð og nóg sprengiefni, svo hægt væri að sprengja það i loft upp, ef Þjóðverjar kæmu. Svo var siglt til Bretlands. Við vorum í heikvi t Leirvík nokkurn tíma, en síðan flutt til Leith. Þangað kom Goðafoss og þá vorum við send með honum til Seyðisfjarðar. Mér þótti þetta skemmti- legt æfintýr. Ég man einna bezt eftir því, þegar við vorum 1 Leith: stórt pakkhús niður við höfnina og meðfram því marka- lína, sem við máttum ekki 'ara yfir. Þar stóðu á verði hermenn ha. hátignar og gættu þess að við færum ekki upp i borg- ina. Við strákarnir fórum í boitaleik á hafn arbakkanum, og þegar við ætluðum að sækja boltann yfir linuna beindu hermenn irnir korðunum að okkur, tiáðu svo í bolt- ann og köstuðu honum til okkar. Við vor- um stríðsfangar. Það var ekki svo lítill frami." V. Guðmundur sagði mér nú frá því, hvern- ig hann hefði byggt upp fyrirtæki sitt. Hann byrjaði í kjallarakompunni heima á Grettisgötu og seinna þegar hann sá að hann gat haft ofan af fyrir sér með tré- smíði, lagði hann öll önnur áhugamál á hilluna: gat ekki hugsað sér að hafa neitt starf í ígripum, til þess var hann of kapps- fullur, of ákveðinn að ná settu marki. Hann vann fram á rauðar nætur, eða eftir því sem þrekið leyfði. Þá var útvarpið ekki komið til sögunnai og ekkert til að glepja fyrir. Móðir hans kenndi honum námsbæk- urnar. En hann heldur ekki að móðir hans hafi gert sér jafngóða grein fyrir því og hann sjálfur, að hann gæti unnið upp á eigirf spýtur. Þó trú hennar væri mikil og traustið óbilandi á þeirri forsjón sem öllu ræður, gat hún ekki ætlazt til svo mikils að njóta þeirrar gleð í lífinu að sjá son sinn brjótast úr myrkrinu eins og fugl úr skurni, vaxa upp og komást i hóp mestu athafnamanna landsins. Hann vann við trésmíði fram að síðari heimsstyrjöld og átti lítið verkstæði á Ljós- vallagötu 12. En þá fékk hann berkla í annað lungað. Það lamaði starfsþrekið. En hann var samt ekki af baki dottinn. Hann réð mann í sinn stað. 1938 byggði hann hús við Víðimel, þar sem hann á enn heima, og setti á stofn dágott verkstæði eftir því sem þá gerðist. 1941 hafði hann þrjá menn í vinnu. Þá byrjaði hann að kaupa vélar og hóf fjöldaframleiðslu á húsgögnum. 1945 reisti hann Trésmiðjuna Víði við Laugaveg og fluttist þangað ári seinna. Hann segist auðveldlega geta lækkað framleiðslukostn- aðinn um 25%, ef honum takist að byggja hentugra húsnæði og fá fullkomnari vélar. Takmarkið er: öll starfsemin á einni 10.000 fermetra hæð. Þá geta þeir 80 menn, sem nú starfa í Víði, afkastað meiru og í senn framleitt ódýrari og betri vöru. - Ég kvadúi þennan mann sem var eins konar staðfesting á því, að ekkert ljós er án myrkurs og ekkert myrkur án ljóss. Þegar ég þrýsti hönd hans, minntist ég þess sem hann hafði sagt, að hann hefði mesta ánægju af að tala um framtíðina. Ég spurði því að lokum: „Eigið þér börn, Guðmundur?" „Já, ég á tvo syni.“ Tvo syni, tvö ljós, hugsaði ég og lokaði á eftir mér. _ M Guðmundur ásamt konu sinni og sonum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.