Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Blaðsíða 12
ÚB MYNDABÓK LÆKNIS V: IÐ urðum hrifin hvort af öðru við kennilegum yndisþokka, dálítið kanvís- um, en tilgerðarlausum, því að hún var ósvikið náttúrubarn. I>að var fágun í fasi hennar og hreyfingum, sem ekki var fengin á færibandi neins snyrtingarverk- stæðis, heldur hlaut að vera kynborin arfur frá löngu gleymdum formæðrum. Hverjar höfðu þter verið og hvaða hjört- um höfðu þær komið til að slá heitar og örar? Hún var tæplega í meðallagi að hæð, beinvaxin og grönn, hárið dökkt og augun brún. Það lúrðu Freyjukettir bak við þessa augasteina og einhver óljós eftirvænting og forvitni, eins og hjá þeim, sem er að byrja lífið og gengur í þeirri trú, að það sé gullið ævintýri. Eg gat ekki að því gert að virða hana fyrir mér í laumi, því að eg var að velta því fyrir mér, hvaðan hefðu borizt fræ þessa suðræna blóms. sem óx hér úti við heiðarbrún. Var það ef til vill ein- hver hlýr straumur frá Bretagne eða Baskalöndum, sem hafði fleytt þeim í fyrndinni upp að útkjálkaströnd þessa norðurhjara? Hún minnti mig helzt á dádýr eða hind, þrátt fyrir pokabuxurnar, sem kvenfólkið í sveitinni hafði tekið upp á árunum milli styrjaldanna. þegar það fór að ríða í hnakki, og fóru því flestu skelfi- lega, en gátu ekki leynt mjúkum og fögr um vexti hennar. Eg fann, hvernig örmjóir þræðir, fínir eins og hýjalín, en sterkir eins og gleipnir, ófust um okkur. því að eg var í engum efa um, að henni leizt einnig vel á mig. Það mátti lesa það í augum hennar og látbragð hennar var vitni um það, þótt hæverskt væri. En eg var líka læknirinn, lærður og vel búinn, sem hafði séð framandi staði og kom með ilm fjarlægra ævin- týraheima inn í fábreytni lífs hennar. Sjálf var hún nýlega flutt inn í þennan útkjálka hér- aðs míns úr umhverfi, sem var enn þá afskekktara. Eg var í skólaskoðun, kominn þarna í gljáfægðum bíl, en hún hafði komið á reið- skjótanum sínum til þess að kvarta við mig um ein- hvern smáræðis kvilla. Eg skildi, að það var bara tylli ástæða, hún hafði komið á minn fund af einskærri kvenlegri for- vitni. VIÐ áttum samleið dálítið á veg, svo að eg greip til þess bragðs að bjóða henni að aka með mér í bílnum mínum áleiðis. Hún stóðst ekki þá freistingu, en fékk krakka til að fara með hestinn sinn og settist upp í framsætið hjá mér. Hún hafði aldrei séð slíkt farartæki fyrr og ánægjan ljómaði af hverjum drætti í fíngerða andlitinu hennar, þegar bfllinn rann með 60 kílómetra hraða eftir sietfc* um og svolítið bugðóttum melgötunum, sem eru miklu skemmtilegri í björtu veðri og þurru heldur en þráðbeinn, upp- hleyptur vegur. Leiðir okkar skildi skammt fyrir neð- an bæinn hennar í hvarfi frá honum undir grasi gróinni brekku, þar sem lyngið angaði í þurrum móunum. Þar ætlaði hún að bíða eftir hestinum sínum. P. V. C. Kolka Hversvegna er Volkswagen effirsóttasti bíllinn Vegna Jbess: ir að Volkswagen hefir loftkælda vél, sem hvorki frýs á eða sýður, og því engin vandræði vegna vatnskassa. ir að Volkswagen lætur vel að stjórn við erfið skilyrði, spyrnan er meiri, af því að vélin, er aftur í — í aur og bleytu, lausum sandi og snjó er Volkswagen því aksturshæfari. * að á Volkswagen er sjálfstæð íjöðrun á hverju hjóli, sem eykur ökuhæfni hans á holóttum vegum og kröppum beygjum. að Volkswagen útlitið er alltaf eins, þótt um endurbætur og nýj- ungar sé að ræða. að um 4000 kunnáttumenn fylgj- ast með hverjum einstökum Volks wagen bíl á hinum ýmsu fram- leiðslustigum. ir að hann er sparneytinn á benzín en það er staðreynd, sem Volks- wagen eigen.dur getað sannað. ir að varahlutaþjónustan er góð og ódýr og endursölumöguleikar hans því mun betri en á nokkrum öðrum bíl. Volkswagen fvrir allt — fyrir alla Volkswagen er 5 manna bill ÞÚSUND. W* v ísSn, Heildverzlunin Hekla hf. Alltaf fjðlgar VOLKSWAGEN Hverfisgötu 103 — Sími 11375 Það var „Indian summer", rauSbrúnn og gulur haustblær á laufinu, mýkri og dularfyllri en sterkgrænn gróðrarlitur vorsins og hásumarsins. Gleymdi eg að geta þess, að eg var um fertugt, en hún áttatíu og eins árs? ÞaS fékk eg að vita og eins hitt, að heima beið karlinn hennar, blindur og karlæg. ur, niutíu og eins árs að aldri. Hvað eftir annað hrópaði hún í barnslegri gleði: „Hvað ætli honum Óla mínum verði að orði, þegar eg segi honum. að eg hafi ekið með nýja lækninum í fína bílnum hans?“ Hún hlakkaði eins og krakki til að gera hann hluttakandi J þessu óvænta ævintýri, sem hún hafði lent í. ARI síðar var eg sóttur til sjúklings bænum, þar sem þau hjónin dvöldu nú í skjóli ættingja sinna. Hún kom inn í stofu til þess að þakka mér fyrir síðast og bjóða mér að heilsa upp á hann Óla sinn. Gamli maðurinn sat uppi í rúmi sínu, blindur en að öðru leyti andlega hress. hreinn og sællegur með mikið silfurhvítt hár kem-bt og strokið. Hún strauk blíðlega yfir koll. inn á honum og sagði: „Þetta var mi einu sinni falíegur maður, læknir minn. Og fjörugur--------“. bætti hún svo við, með glettnisglampa í brúnu augunum sínum. Óli gamli var hagmæltur og hafði sér það til dægrastyttingar að yrkja rímur út af skammagreinunum í Tíman- um, sem kona hans las fyrir hann. Hann lofaði mér að heyra nokkrar vísur en á öðru rúmi í þessu litla herbergi sat kona, bersýnilegur fáviti, sem var alltaf að blanda sér inn í samræðurnar. Ingunn hastaði á hana hvað eftir annað og sagði: „Þegiðu, Manga mín, og vertu ekki að grípa fram í fyrir lækninum.“ Svo kom allt í einu móðurumhyggjan upp í henni. Fávitinn var með mjög stórt brunaör, sem náði frá munni og langt niður á háls. Það hafði dregizt saman, flett neðri vörinni við og togað hana niður á kjálkabarð. „Haldið þér, læknir minn, að það sé ekki hægt að gera við andlitið á henni Möngu minni? Hún brenndist svona, þegar hún var á öðru árinu. Eg fór einu sinni með hana til hans Sigurð- ar heitins Pálssonar læknis. en hann sagði, að þetta væri ekki hægt að Iaga.“ ■— „Það er ef til vill hægt“ sagði eg.“ en það er orðið nokkuð seint". Þá var eins og Ingunn áttaði sig. Hún hafði gifzt Óla sínum kornung og fávitinn hennar, sem hún hafði alltaf orðið að stunda eins og smábarn, var kominn yfir sextugt. ÞAÐ eru komin yfir tuttugu ár síðan þessar þrjár undarlegu manneskj ur hurfu í aldanna ómælanlega skaut, —r silfurhærði öldungurinn, sem lá blindur i rúmi sínu. en sá atburði þjóðlífsins i spéspegli Tímans og setti þá á svið í rímum, stúlkan með afskræmda andlitið, sem var óvitabarnið hennar móður sinn- ar fram á sjötugsaldur, og nettvaxna, fallega konan, sem fórnaði langri ævi fyrir litla heimilið sitt, en hélt einkenni- legum yndisþokka og barnslegri lífsgleði til þess síðasta. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.