Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Blaðsíða 5
„ÞAÐ ER KOM EINS og nafnið ber með sér er þessi dálkur hvorki fugl né fiskur — eða öllu held- ur hvort tveggja og margt fleira. /Etlunin er að hann verði nokkurs konar ruslakista fyrir ýmsar meira eða minna raunhæfar hugmyndir og hugleiðingar sem hvergi eiga heima eða erfitt er að gera hlut- gengar í viðameiri greinum. Stundum verður þetta vafalaust nöld- ur eitt út af einhverju sem betur mætti fara. Öðrum stundum vangaveltur um þetta eða hitt: bókmenntir, listir, heim speki, smekk Og smekkleysi eða kannski bara um veðrið og aflabrögðin. Rabbinu eru sem sé engin takmörk sett, og leiðir af því að við getum borið niður þar sem okkur þóknast þá og þá stundina, sem er mikill kostur út af fyrir sig, en hon- um fylgir raunar sá löstur, að mann skortir ákveðið að hald, hefur enga gamla og góða hefð að styðja sig við. í>ó gamlar hefðir séu ákaflega tvíeggj aðar og það geti brugðizt til beggja vona hvtuaer þær eru til góðs, þá eru þær samt það akkeri sem enginn slítur sig frá að fullu án þess að bíða tjón á sál- inni. Þegar yngri kynslóðin gerir upp- reisn gegn hefðinni og reynir að slíta sig frá henni, er það sjaldnast vegna þess að hú’.i vilji allar hefðir feigar, heldur vakir fyrir henni að komast í ákveðna f jarlægð frá þeim, öðlast meira sjálfstæði gagn- vart þc-im, áður en hún tekur við þeim og t’leinkar sér þær. Þetta gerist alls sta'iar rneð svipuðum hætti, bæði í lífinu og istirmi. Börnin rísa gegn foreldrum sinurr. eða fara á bak við þá, ef þau skortir kjark til stórræða, í því skyni að lifa frjálslegar, fanna sín eigin lífs- íorm. Svo þegar þau eru búin að hlaupa af sér hornin eða fá sig fullsödd á óskertu fre.si, semja þau sig að háttum eldri kynslóðarinnar (að visu með ákveðnum brevtingum) og re>:.a svo að halda sinni hefð að næstu kynslóð. Þetta er nauðsynlegt bæði I lífi og list, ekkj fizt þeirri oðalbornu list sem kennd er við blaðamennsku. Lesbókin kemur nú út í nýjum búningi; við brjót- um ýmsar gamlar hefðir og gerum okk- ur ijós að það getur verið tvíeggjað, en við ætlum ekki að segja skilið við hinar gömiu og góðu dyggðir að fullu og öllu. Ætiunin er einungis að breyta hefðinni lítið eitt, rýmka um hana, síðan verður hún vonandi aftur tekin til endurskoðun- ar og tiýsköpunar. þegar næstu kynslóð þyKÍr hún orðin of þung í vöfum eða einhæf. Sem sagt, það sem nýtt er í þessu er ekki aðeins frávik frá því gamla, heldur stendur líka djúpum rótum í því, eins og vænlanlega mun koma á daginn. í( nriL að gera okkur grein fyrir JL hebreskum nútímabók- menntum í ísrael verðum við að fara aðra leið en títt er þegar rætt erum fyrri skeið hebreskra bók- mennta. Það sem hér ræður úrslit- um er sú staðreynd, að í Israel hafa landið, tungan og bókmenntirnar runnið saman í órofa heild. Að vísu hófust hebreskar nútímabókmenntir fyrir 50 árum í „útlegðinni“ í ýms- um löndum og urðu fyrir marghátt- uðum álirifum af umhverfinu. Það sem þær áttu sameiginlegt þá var tungan, hebreskan, og ýmis hefð- bundin verðmæti, cinkanlcga á trú- arlegum vettvangi. HEBRESKAR NÚ- TÍMABÓKMENNTIR Eftir Jacob Horowitz DR. JACOB HOROWITZ ereinnl af mnnustu bókmenntagagnrýn-k endum í ísrael og starfar viðl stærsta blað landsins, „Haaretz“. Hann var áður menningarfulltrúi við sendiráð ísraels í Stokkhólmi og hélt þá fyrirlestra víða um Norðurlönd auk þess sem hann skipulagði listsýningar og aðra kynningarstarfsemi á menningu þjóðar sinnar. Ég hitti dr. Horo- witz í ísrael í fyrra og dróst hann þá á að senda mér meðfylgjandi grein um hebreskar samtímabók- menntir. s-a-m. Hvaða aðstæður hafa svo skapazt með tilkomu ríkisins í fsrael? Eftirfarandi flokkun kynni að skýra það: 1. Áframhaldandi áhrif frá timum „útlegðarinnar." 2. Hin nýju vandamál sem komið hafa upp í sambandi við uppbyggingu landsins, og má í stórum dráttum flokka þau þannig: a. Ný verðmæti sem eiga rætur í reynslu þjóðarinnar. b. Hin hræðilegu örlög gyðinga víðsvegar um heim. c. Frelsisstríðið og djúptæk áhrif þess. d. Sameining og samruni nýbyggja, sem komið hafa úr óliku um- hverfi og alizt upp við ólíkar menningarhefðir. 3 Áhrif nágrannalandanna við aust- anvert Miðjaiðarhaf. Það sem setti sterkastan svip á líf gyðinga í „útlegðinni" var ekki einungis hin aldagamla hefð, sem var við lýði um allan heim, heldur einkenndist það líka af sterkri þrá Og Messíasar-hug- myndum, sem fengu sinn sérstaka blæ á Shmuel Josef Agnon hverjum stað. Þessar hugmyndir áttu ekki aðeins við frelsun þjóðarinnar í heild, heldur einoig við frelsun hvers ein'taklings. Fyrir fyrri heimsstyrjöld þróaðist t. d. Zíonista-hreyfingin í sam- félögum gyðinga víða um heim, en jafn- framt komu fram sterkar sósíalistískar tilhneigingar í margskonar myndum. Takmarkið var ekki aðeins velferð þjóð- arinnar, heldur líka lausn á vandamál- um einstaklinga, sem háðir voru þró- uninni í hinum ýmsu löndum Evrópu. Hebreskar bókmenntir, sem hafa dreg- ið til sín þessi margvíslegu áhrif og skot- ið rótum í ísrael, spegla allar þessar til- hneigingar í ríkum mæli. Sem dæmi má taka snillinginn S. J. Agnon. Hann lifir enn á meðal okkar og hefur í stórbrotn- um skáldverkum sínum veitt okkur hlut- deiid í hinu auðuga og margbreytilega lífi gyðinga, eins og það var fyrir fyrri heimsstyrjöld, einkum í Austur-Evrópu; lífi sem stjórnaðist af guðsótta og forn- helgum siðum, en blandaðist ýmislega ást og hatri, félagslegum vandamálum, gleði og hörmum. En rauði þráðurinn í hinum mörgu og miklu skáldverkum Agnons er næstum vofuleg tilvera gyð- ingdómsins í veröld sem er að liðast í sundur. Þessi vofulega tilvera er nú að miklu leyti úr sögunni. Hvergi í Austur- Evrópu gegna samfélög gyðinga sama mikilvæga hlutverkinu og þau gerðu áður fyrr. En Agnon hefur með verk- um sínum reist þessari horfnu veröld óbrotgjarnan minnisvarða. Það var ver- öld djúpstæðra andlegra verðmæta, sem byggð voru á siðferðilegum grunni og töfruð fram í verkum Agnons á máli sem var í senn auðugt og þokkafullt, hefð- bun iið og innilegt. Annar mikill meistari samtímans er smásagnahöfundurinn Haim Hazaz. Hann skrifar bæði um gyðinga frá skógasvæðum Austur-Evrópu Og um nýbyggjana á hæðum Júdeu, um rúss- neska byltingarmenn og hina sér- kennilegu og virðulegu gyðinga sem komu til ísraels frá Jemen. Hann legg- ur áherzlu á Messíasar-hugmyndirnar og vald þeirra yfir lífi fólksins. Sögusviðið er jafnan umhverfi Jerúsalems, hinnar heilögu borgar. Vald Messíasar-hug- mýndanna í lífi fólksins er einatt svo sterkt, að áhrif þeirra jaðra við ör- væntingu. Við liöfum enn á meðal okkar hið stórbrotna ljóðskáld og sjáanda Uri Zvi Greenberg, sem fyrir 30—35 árum sagði fyrir hin hræðilegu örlög gyðinga í frábærum ljóðaflokki, og hefur nýlega fært okkur einhver áhrifamestu harm- ljóð sem ort hafa verið í heiminum. Og víkjum þá að yngri kynslóðinni og hinu nýja máli sem hún beitir í skáld- skap sínum. Eftir fyrri heimsstyrjöld streymdu ungir nýbyggjar, fullir af hug- sjónum, til ísraels Þeir unnu baki brotnu til að endurskapa eðlilegt líf þjóðarinnar og ->pna nýja möguleika til fyllra Og betra lífs í landinu. Þetta nýja líf átti ekki að bera keim af lífi gyðinga í öðr- um ’öndum né heldur af lífi annarra þjóða. Vígorðið var „nýir lífshættir“, lousir við þarflaus og steinrunnin gömul forro, því aðeins á þann hátt yrði unnt að skapa fullkomlega frjálsa og óháða tilveru handa hverjum einstaklingi. All- ir þcir sem muna þessi fyrstu ár „sam- hyggjunnar" (halutziut), þegar unnið var kappsamlega hvern dag, dansað Og sungið í hópum hvert kvöld, geta vafa- laust skilið merkingu og töfra þessa nýja frjálsa lífs. Eitt skáldanna, sem tjáði þessa tilfinningu hvað eftirminnilegast, er Abraham Shlonsky, sem hefur með réttu verið nefndur skáld „samhyggju- skeiðsins". Hann áleit að hinn nýi andi yrði ekki aðeins túlkaður í söngvum, heliur þyrfti líka að skapa nýtt mál, að sjálfsögðu byggt á eldri bókmennt- u n, en fært um að tjá hinn nýja anda og túlka kenndir nýrrar kynslóðar. Ef Shlonsky hefði ekki komið til skjalanna og unnið sitt frábæra umsköpunarverk Framhald á bls. 11 Árum samnn var straumur innflytjenða til ísraels látlaus LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.