Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 2
JHMfi I IWhk SVIP- MVND l^FTIR dauða Dags Hammar- skjölds var strax farið að ræða um væntanlegan cftirmann hans, og voru ýmis nöfn nefnd, en fáum kom víst til hugar að hann yrði U Thant, fastafulltri Burma hjá Sameinuðu þjóðunum, enda var lítið uni hann vitað, og menn voru ekki einu sinni vissir um hvernig nafn hans væri borið fram. Hann var hæg látur maður og alvarlegur, las blöð- in af mikilli kostgæfni, hafði ein- hvern tíma verið skólastjóri og var frá „hlutlausu ríki“; annað vissu menn varla um hann. Jafnvel eftir að hann hafði verið kjör- inn framkvæimdastjóri Sameinuðu þjóð amna til bráðabirgða viðurkenndu flestir fulltrúarnir að þeir vissu lítil deili á manninum. Hanm var kosinn til mála- miðlunar í því skyni að binda í bili enda á deilu stórveldanna um framtíðar- skipulag og valdsvið embættisins. Samt hefur þessi maður, sem hvorki er þekktur að dugnaði né afrekum, tekið við vandamálum sem eru jafnvel enn erfiðari viðfangs en þau sem Hammar- skjöld varð að horfast í augu við. Að vísu er deila stórveldanna ekki lengur á oddinum, en hann verður að horfast í augu við vonbrigði Vesturveldianna vegna minnkandi áhrifavalds í samtök- unum, við tregðu þeirra til að finna end anlega lausn á Kongó-vandanum, og við brot Indverja á stofn- skrá SÞ með innrásinni í Góa. Svipur Sameinuðu þjóð- anna er að breytast. Ríkin frá Asiu og Afríku eru kom in í meirihluta, og í fyrsta sinn er æðsti embættismað ur samtakanna frá Asíu. Vaxandi áhritfa val'd smáríkjanna er þyrnir í augum stórveldanna, ekki sízt Frakika, Breta og Bandarík j amanna. Það má vera ljóst, að framtíð og vald samtakanna í náinni framtíð veltur að verulegu leyti á dirfsku, staðtfestu og framsýni hins nýja framkvæmdastjóra, sem verður að halda áfram þvi hugprúða Og umfangsmikla starfi sem Dag Hamm- ariskjöld lét lífið fyrir. Að visu má segja, að Hammarskjöld hafi ekki verið sér- lega þekiktur þegar hann tók við starf- inu 1953, en hann átti að baki sér glæsi legan feril sem aðstoðarutanríkisráð- herra Svíþjóðar, þjóðbankastjóri og einn aí fremstu efnahagssérfræðingum aldai’- innar. U Thanrt er hins vegar mikið til ó- menntaður maður eða sjálfmenntaður. Að vísu segir í opinberri ævilýsingu, að hann hafi útskrifazt frá háskólanum í Rangoon, en hann hætti námi á öðru ári eftir dauða föður síns. Hann hetfur skrif að nokkrar bækur, þeirra á meðal eina árið 1933 um Þjóðabandalagið og aðra um sögu Burma. Um langt skeið var U Thant hægri hönd U Nus fiorsæt- xsráðherra í Burma, ráðgjafi hans og fyrir hætfileika sína og skap . Árið 1957 varð hann formaður sendi- nefndarinnar og fasta- fulltrúi lands síns, og í fyrra var hann kosinn í sáttanefndina í Kongó, fastanefnd Asiu- og Afrikuríkja um Alsír, og kjörinn formaður Þróunarsjóðsins svo- nefnda. Þeir sem fylgzt hafa með honum síðan hann varð framkvæmdastjóri í nóvember, viðurkenna að „návist“ hans á Alls- herjarþinginu fari ekki milli mála. Á sinn hæga og næstum auðmjúka hátt lætur hann vissu- lega til sín taka. Hann er mjög vel klæddur á vestræna vísu, er ekki neinn meinlætamaður, en beitir samt aðferðum Búddha-trúarmanna í hugleiðingum um vanda málin sem hann á við að stríða. Hann keðju- reykir sérstaka tegund af smávindlum og drekk ur jafnan eina tegund af kokkteilum. Hann býr á austurbakka Man hattan með konu sinni og 22 ára gamalli dótt- ur, sem ber hið sérkenni lega nafn Aye-Aye. Þó U Thant komi mönnum svo fyrir sjón- ir að hann sé hlédrægur og lítillátur, þartf það ekki að vera merki um geðleysi. Hann segir í af sökunartóni: „Flestir Burma-búar eru litillát- ir“ og á þar við að þeir hafi mótazt af uppeldi og þjáltfun Búdda-trúar. THANT stöðugur fylgdarmaður. Báðir voru þeir fæddir á svipuðum slóðum, nálægt ár ósum Irrawaddyfljótsins, U Nu 1907 og U Thant 1909. Seinna voru þeir skóla- stjóri og yfirkennari við sarna mennta- skóla og tóku sameiginlega þátt í hinni pólitísku baráttu á fjórða tug aldarinn- ar. Þeir voru greinilega mjög nákomnir vinir. T.d. er haft fyrir satt, að U Thant hafi hjálpað U Nu til að strjúka með dóttur skólanefndartformannsins, en for sætisráðherrann tilvonandi var þá eins og æ síðan heldur hlédrægur og feim- inn. Bæði fyrir og eftir unnið sjálfstæði var U Thant stöðugur fylgdarmaður Og ráðunautur U Nus. Hann samdi ræður hans, eða kom þeim a.m.k. á góða ensku, hjálpaði honum á alþjóðaráðstefnum og var jafnan boðinn og búinn til að verja vin sinn og lyfta undir bagga með hon- um. Sumir Burma-búar trúa þvi að U Thant hafi verið annað og meira en skuggi U Nus, að þeir hafi um skeið blátt áfram verið eins og einn maður, óaðgreinanlegir. En það var aðeins U Nu sem komst á spjöld sögunnar í landi sinu. Félagi hans er ekki nefndur þar. Þegar U Thant fór í sendinefnd Burma á Allsherjarþing SÞ árið 1952, var hann sennilega að leita meira olnbogarúms En hann á líka allt aðra reynslu að baki sér og mimdi sennilega hvorki hopa né hræðast þó illa tækist í Kongó, eða þó reynt yrði að koma hon um fyrir kattarnetf. Þeg ar Aung Sun og sex aðr- ir meðlimir fram- kvæmdaráðsins í Burma voru myrtir í einu árið 1947, komst U Thant lífs af og var þó upplýsinga málastjóri ráðsins. Hann hefur einnig reynslu atf hrepparíg og blóðugri innbyrðis bar- áttu þjóðbrota í heimalandi sínu. U Thant kallar sjálfan sig lýðræðis- legan sósíalista og er þeirrar skoðunar, að kommúnisminn verði ékki hrakinn burt úr heiminum eða bældur niður. í því sambandi minnir hann á langvinn- ar og blóðugar styrjaldir kristinna manna og Múhameðstrúarmanna, sem trúðu því að einungis önnur trúin gæti haldið velli, en nú lifa áhangendur beggja trúarbragða í sátt og samlyndi. Hann leggur áherzlu á að óhlutdrægni sé ekki sama og hlutleysi, og heldur því fram að framkvæmdastjórinn verði að vera óhlutdrægur, en þurtfi ekki nauð synlega að vera hlutlaus. „Friður verð- ur ekki unninn með óvirku hlutleysi, sem væri sama og að hætta baráttunni fyrir friði“, segir hann. Á liðnum vikum hetfur ýmislegt gerzt sem þykir benda til að U Thant muni ekki bregðast þeim vonum sem við hann eru bundnar. Hann hefur verið röggsam- ur þegar því var að skipta, en hann fylg- ir fast þeirri reglu Hammarskjölds að gera ekkert án stuðnings Öryggisróðs- ins. Samstarfsmenn hans lýsa honum sem samvinnuþýðum og ráðþægnum manni, sem sé jafnan reiðubúinn að hlusta á sjónanmið annarra og taka til- lit til þeirra, en það feli ekki í sér a8 hemn sé flöktandi og óákveðinn. Um eibt blandast engum hugur: Hlutskipti U Thanits er að þrí leyti gerólíkt hlut- skipti Hammarskjölds, að sá síðarnefndi fékk tíima til að móta og prófa vald frana kvæmdastjórans, en sá fyrrnefndi hefur orðið að kasta sér beint inn í „friðarbar- áttuna“. Til þessa hefur hann staðið sig betur en flestir þorðu að vona. V-Þjóðverjar njóta mestrar virðingar Eftir Rawle Knox „ER EVRÓPA þreytt?“ spyr hið hressi- lega blað MITTAG í Diisseldorf í forystu- grein. Blað þetta sýnir oft skoðanir iðn- jöfranna í Ruhr. MITTAG var að ræða ósamkomulagið milli „rauðu og hvítu“ prinsanna í Laos, hrærigrautinn í Kongó, hótanir Sukarnos forseta við Hollendinga og árás Nehrus á Portúgala í Góa. í greininni er rætt um að Krúsjeff hatfi eitt sinn hótað því, að þótt við yrð- um ekki kommúnistar, þá yrðu börn okkar það. „Við höfum ekki miklar á- hyggjur af þessari hótrrn, en við ótt- umst að hinir indónesísku, afrísku eða indversku þjónar eigi etftir að verða hús- bændur." Þetta eru orð óháðs blað's, þótt segja megi að kapítalistar eigi það. Hér hafa næstum allir gagnrýnt aðgerðir Ind- verja í Góa, jafnvel vinstri mennirnir. Fáir tala með samúð um Nehru. Við- brögð Vestur-Þjóðverja hafa í reyndinni orðið „evrópskari“ en flestra annarra Evrópumanna, þrátt fyrir það að áætlan- ir þeirra um hjálp til handa vanþróuðum þjóðum gangi næst áætlunum Banda- rilkjamanna. Þýzkaland losnaði úr hópi nýlendu- velda eftir fyrri heimsstyrjöldina. Flestir Þjóðverjar, jafnvel þeir sem töldu þetta áfall fyrir fjörutíu árum, lofa nú ham- ingjuna fyrir það. Allt frá lokum síðfiri heimsstyrjaldarinnar haia Vestur-Þjóð- verjar stutt sjálfstæðishreyfingar í ný- lendum hinna Vesturveldanna svo lítið hafi borið á, í öruggri vissu um að sam- hliða • sjálfstæðinu kæmi verzlun við Þýzkaland. Segja má með sanni, að sú stefna hatfi gefizt vel, enda skynsamleg. Svo langt er nú liðið síðan Þjóðverj- ar áttu nýlendur, að þeir þurfa ekki að deyfa litina. Þeir sem hafa verið að reyna að losna við ábyrgðina síðustu fimmtán árin eru ósköp hörundsárir, t.d, er talað í Malaja um Malaja, Indverja, Kínverja, Bvrasíumenn, „innfædda“ o. s. frv. og allt virðist það skipta máli. Þjóðverjar eru öðruvísi. „Slæmur dag ur fyrir þá hvítu“, sögðu næstum því öli blöðin fyrir skömmu, þegar svo vildi til að á sama sólarhring voru fjórir hvítir hnefaleikamienn, amerískir, brezkir og þýzkir, slegnir út atf Bandaríkjanegrum eftir stutta viðureign. Blöð í löndum, Framhald á bls. 13. . Útgefandi: Hi. Arvakur. Reykjavík. Framkvatj.: Sigíús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábrn.) SigurSur Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsaon. Auglýsingar: Árnl Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Simi 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.