Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 7
(flfc ¥j,að er til fólk á íslandi, sem aldrei hefur kom- ið til Reykjavíkur. Það er líka til fólk í Reykjavík, sem man þá tíma, þegar sumarbústaðir voru byggð- ir inni við Kennaraskóla eða farið í. útilegur inn í Laugardal. Þá léku sér strákar í boltalcik inni á Hverfisgötu eða renndu sér á sleða um Frakkastíginn, án þess að sjá bíl koma, nema einstaka sinnum. — Furðulegt er þetta að heyra fyrir þá, sem þekkja aðeins Reykjavík nútímans. Höfuðborg okkar er orðinn veltvangur iðandi .streymandi umferðar frá morgni til síð- kvelda. Eldra fólki, sem áður var vant að feta troðna eða ólagða stigu án nokkurra hindr- ana eða reglna kemur það nú mjög ókunnuglega fyrir sjónir að þurfa að laera og fara eftir Leðurjakkar og skeilinöörur ýmsum flóknum umferðaregl- um á götum borgarinnar og æskan frjáls og fjörug kann því ekki ávallt vel, að ljósvit- ar og lögregluþjónar stjórni för hennar. Umferðin í Reykjavík er sú lexía, sem þéttbýlið og fjöl- mennið leggur okkur á herðar að nema og virða. Á síðari tímum hefur nýr og um margt sérkennilegur hópur þrengt sér inn í umferðariðu borgarinnar við sundin bláu. Þetta eru strákar á skellinöðrunum svo- nýtt viðfangsefni. Því var það hér um árið, að forstöðumenn Æskulýðsráðs Reykjavíkur og hinn kunni lögreglumaður, Sig- urður Ágústsson, tóku tal sam- an um þetta efni. Það hafði nefnilega komið í ljós, að stór hópur pilta fóru um götur borgarinnar með miklum hraða og leituðu gjarnan samfunda á veitingastöðum, trufluðu ró íbúanna og hrelldu vegfarend- ur. Hvað eigum við að gera, sögðu þessir menn hver við annan. anna og er æfingasvæðið 1 Rauðhólunum. Það voru félag- ar úr Eldingu, sem sýndu listir sínar á sumardaginn fyrsta í fyrra og fóru fyrir hinni skemmtilegu skrúðfylkingu á Reykjavíkui'kynningunni i sumar. Tveir ráðunautar starfa með klúbbnum. Jón Pálsson af hálfu æskulýðsráðs og Sigurð- ur Ágústsson af hálfu umferða- lögreglunnar. Á klúbbfundun- um er margt gert til skemmt- unar, ýms leiktæki eru notuð Elding á Reykjavíkursýningunni. Sigurður Agústsson Ieiðbeinir í Golfskálanutrt.. nefndu. Þetta eru röskir piltar á hjólum, sem lætur afar hátt í. Þeir sitja þessi farartæki keikir og djarflegir eins og knapinn góðhestinn. Og svo eru þeir gjarnan klæddir leð- urjökkum með hvítan hjálm á höfði. Margur er sá borgari, sem litið hefur þessa reiðskjóta óhýru auga og jafnvel sent þeim tóninn og lögreglan fékk Jú, hvernig væri að boða þessa pilta til fundar um mál- ið. Og svo var gert. Þeir komu margir saman í Golfskálanum, þar sem lítil byggð er umhverf is en notalegt inni fyrir. Og svo var Vélhjólaklúbburinn Elding stofnaður. Klúbburinn hefur starfað ötullega síðan. Fundir eru haldnir hvern mið- vikudag í Golfskálanum. Þar fer hverju sinni fram umferða- kennsla undir stjórn Sigurðar Ágústssonar og ýms atriði rædd og skýrð í sambandi við um- ferðarmálin. Piltarnir kynna sér tegundir og hinar ýmsu árgerðir hjólanna. og annað skemmtiefni. Það er álit lögreglunnar, að þegar hafi nokkur árangur náðst með starfsemi klúbbsins, enda er það takmark hans að efla með piltunum aukna umferðar- menningu og prúðmennsku í allri framkomu. Ungu vélhjóla- eigendur. Þið ættuð að kynna ykkur starfsemi klúbbsins, en um fram allt gerið ykkar til þess að bæta umferðarmenn- ingu okkar, svo að slysum fækki og prúðmennska og háttvísi megi jafnan auðkenna umferð hinnar sivaxandi höf- uðborgar okkar. Einu sinni bar svo við, að fimmtá.n ára gam- all piltur heimsótti skyld- fólk sitt í fjarlægu héraði og dvaldist hjá þvi um tíma. Þegar hann hafði verið þar um kyrrt í nokkra daga, tók honum að leiðast, svo að hann bað um einhverja bók til lestrar. Frændi hans, mið- aldra maður, kom þá með bók eina, fremur þunna, með stóru letri og teiknimynd- um, og bar hún nafnið Kisu- börnin kátu. Pilturinn leit snöggvast á bókina, en skellti svo upp úr. „Hvað er þetta,“ sagði liann, „held- urðu, að ég sé eitthvert smábarn? Ég las þessa bók, þegar ég var sjö ára.“ Frændínn hcfur eflaust ur fásinna að ætla þeim til lestrar erfiðustu verk forn- bókmenntanna, sem jafnvel margt fullorðið fólk heykist á að brjótast í gegnum. Ef þeim er ekki bent á neitt annað, svo sem í því dæmi, sem hér var frá greint, er eðlilegt, að þeir grípi til þess, sem mest er auglýst og hendi er næst, en það er í flestum tilfellum létt heimilisrit eða „sorpril", eins og þau eru kölluð í dag- legu tali. Sum þeirra flytja að vísu nokkurt efni, sem ckki er meö öllu ófróðlegt, en mörg eru svo léleg að efni og formi, svo væmin ag hjákátleg, að sæmilega greint fólk getur ekki haft hina minnstu ánægju af að lesa þau. Flest eru þau yfirfull af hátt stemdum og furðulegum lífsreynslusögum, og er jafnan reynt að telja fólki trú um, að' þær séu dag- Islendingasögur hugsað ráð sltt rækilega, því að næst réttir hann piltinum tveggja binda verk, sýnu meira en Kisubörnin kátu, enda var þar á feröinni hvorki mcira né minna en Sturlunga saga. Pilturinn vildi nú ekki móðga frænda sinn og gest- gjafa með því að hafna svo ágætri bók. Hann kannaðist mætavel við Sturlungu, hafði gripið til hennar heima hjá scr, en aldrei getað fest hug- ann við að lesa nema einn kafla í einu. Ilann vissi, að þetta var merkileg bók, sem gaman væri að kynnast, og hann ætlaði sér að lesa hana alla — seinna. En nú, þegar tíminu var svo lengi að líða, vildi hann fá eitthvað skemmtilcgt, eitthvað æsandi, svo að hann gæti gleymt tím- anum og — leiöindunum. Hann labbaði út í næsta söluturn, svo að lítið bar á, og keypti sér nokkur skemmti- rit. Og út frá þeim sofnaði hann um kvöldiö XJnglingum hentar ekki sama lestrarefni og börnum. Heimur þeirra er allt annar. I>eir eru ekkl lengur börn, þó að foreldrar þeirra séu stund- um að óska sér þess. Ef til vill eru engir eins gjörsneyddir barnaskap og þeir. Á hinn bóginn cr ekki síö- sannar. Flestar þeirra munu þó vera uppspuninn einber. En hvað hentar þá ungling- um til lestrar? Smekkur þeirra er auðvit- aö misjafn ekki síður en fólks á öðrum aldursskeiðum. Hins vegar má benda á það, að unglingar, sem skólanám stunda, og þaö gera þeir lang- flestir, lesa svo mikið af þurru efni, að þar er ekki miklu á bætandi Og þaö cr óþarft að loka Í.ugunum fyrir því, að flestir lesa sér til skemmtun- ar og dægrastyttingar. Hins vegar mun enginn slá hend- inni á móti því að hafa nokk- urt gagn af þeirri skemmtun. J«ess vcgna þarf að benda unga fólkinu á bækur, sem eru ekki aðeins listrænar og fróðlegar, heldur einnig skemmtilegar, að spennandi lífsreynslusögur hjaðni niður í samanburði við þær. En það er ckki hægt að ætl- as til, að unglingar á billi fermingar og tvítugs leiti slíkt lestrarefni uppi hjálparlaust. I*að veröur að koma þeim af stað, leiðbeina þeim örlítið í fyrstu. I*á mun koma í ljós, að þcir eru beztu lcscnd- ur, sem nokkur höfundur get- ur kosið sér. En hér þarf aö gæta þess, að Framhald á bls. 13. Vestur á Grenimel er lítið viðgerðarverkstæði, sem pilt- arnir nota sér mikið til við- gerða og athugana á farartækj- um sínum. Stundum eru sýnd- ar myndir um umferðamál eða hjólreiðar. Klúbburinn gengst fyrir æfingum úti við til þess að auka hæfni og leikni félag- Æskan spyr IHVERNIG á að refsa nemendum.? Viff munum liafa þá affferð að leita til hæfustu manna um svör, en jafnframt geta lesendur sent sín eigin svör. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.