Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Page 1
6. tbl. — 25. marz 1962 Ævintýrið um Arabíu-Lawrence ROBERT BOLT ræðir um Lawrence í ljósi ritverka hans. Bolt er höfundur handrits að stórmynd um ævi Lawrence. Bolt segist ekki vera sérfræðingur um hann: „Allar athuganir mínar eru persónulegar“. Eg var alinn upp við að hafa van- íþóknun á mönnum eins og T. E. Law- rence, því þeir væru veiðihundar og skraut 'heimsveldisstefnunnar. Foreldrar mínir dáðust aðeins opinberlega að xnönnum eins og William Wilberforce, enska prestinum, sem var foringi barátt- unnar gegn þrælahaldi, og Friðiþjófi Nansen. Börn eru fljót að læra svona nokkuð, og þegar Lawrence var annars- vegar bjó eitt'hvað enn verra undir, og ég sá að það var kynferðislegs eðlis. Og sú spurning, sem nú er oftas-t lögð fyrir mig er, hv-ort ég álíti, að Lawrence Ihafi verið kynvilltur. Ég hef enga hug- xnynd um, hvort hann stundaði kyn- viilu, en hann hefur áreiðanlega verið Ikynvilltur að eð-lisfari. Mér virðist hann ekki gera mikið sjálfur til að dyija það. egar hann minnist á eittihvað slíkt í bókum sínum verður frásögn hans beinlínis ljóðræn. Mér virðist þetta ekki fekipta svo miklu máli, heldur hitt, að vita hvernig maðurinn var, djarfur eða huglaus, kænn eða heimskur, göfugur eða lítilmótlegur. Lawrence stenzt slika (koðun vel. En í sál hans virðist hafa verið einhver sado-masochistískur þátt- ur, (svo ljót sem þessi orð eru), ein- hver sérstök ást á þjáningu, hvort held- ur hún var móttekin eða veitt öðrum. Lawrence var af kynslóð. sem var af- Kkaplega hugsjónalega sinnuð. Úr rúst- iim fyrra stríðsins risu mörg skáld, en aðeins örfá úr því síðara. Föðurlands- úst var mikil hugsjón í byrjun fyrra su íðsins. , . Lawrence var ekki skáld, heldur rithöfu-ndur. Hann var al-ltaf iihugull og einman-a. Hann var óskilgetinn sonur að- alsmanns, en var alinn upp meðal lægri miðstéttanna. Hann fór á hjóli í dag- skóla. Af öllu þessu leit hann frumlegar á hlutina en aðrir. Tökum til dæmis, hvað hann segir um takmark Banda- manna í Mesópótamiu: „Við fleygðum þeim (brezkum her- mönnum) þúsundum saman í eld og enn verri dauðd-aga, ekki til að vinna styrjöldina, heldur til að ná undir okk- ur korni, rís og olíu Mesopótamíu.“ Róttækur maður í dag þyrfti ekki að vera sérstaklega frumlegur til að segja þetta, en af manni í stöðu Lawrence er þetta athyglisverður s-kilningur. Eigi að síður var hann jafnmikið uppi í skýjunum og aðrir ungir menn af hans kynslóð, hugsaði sér hlutina fullkomna og lét hugsjónir stjórna gerðum sínum. >á, sem honu-m geðjaðist að, mat hann eins og þeir sjálfir gerðu, eða jafr.vel meir. Allenby marskálkur verður sem Sesar, Ronald Storrs, yfirmaður Law- rence, slægvitur og alsjáandi, Feisal, síðar konungur í Sýrlandi, göfugur, við- mótskaldur og fagur. H ann velur sér hetjur slnar vel. Þessir menn voru allir merkismenn, en hann gerir þá fullkomna. Eð-a -hvernig hann talar um Araba og sögu þeirra: í augum hans voru þeir „ . . . gæddir meiri trúanhita og frjósemi en nokkur önnur þjóð veraldar. Þeir voru frum- kvöðlar, hugsjónir voru þeim sterkasta Chapman Lawrence Ross Shaw T homas Edward Law- rence var fœddur 15. ágúst 1888. Hann var annar í röö- inni af fimm óskilgetnum son- ur. Sir Thomas R. Chapmans, írsks baróns, meö fyrrverandi gæzlukonu dœtra hans fjög- urra, sem hann haföi skiliö eftir x írlandi. Lawrence var oröinn lœs lf ára og tók til viö latínu 6 ára. Hann nam viö Jesus College í Oxford og var afburöa náms- maöur í sögu, bókmenntum og fornleifafrœöi. Hann kom fyrst til nálœgari Austurlanda, meöan hann var enn í Oxford, og var í mörg- um leiðangrum þangaö síöar. Á þessum feröum lœröi liann aö tala arabísku. Hann var ekki tekinn í her- inn 191lf vegna smœöar. Síöar var hann þó sendur til Kairó og þaöan tókst honum aö œsa Araba til uppreisnar gegn Tyrkjum. Honum tókst meö skæruhernaöi aö reka Tyrki af Arabíuskaga, og táka Damas- kus, meöan brezki herinn var aö slátra leifum tyrkneska hersins. Eftir stríöiö reyndi hann aö leynast, sökum vonbrigöa yfir friöarsamningunum. Hann var ráögjafi Churchills í málum Miö-Austurlanda og prófessor í Oxford, en 1922 kastaöi hann öllu frá sér og gekk í R.A.F. undir nafninu J. H. Ross. Hiö rétta nafn lians spuröist fljótt og hann fór í skriödreka- sveitirnar undir nafninu T. E. Shaw, sem hann tók sér síöar aö lögum. Hann fór síöan aftur í flugherinn. Hann hœtti störf- um í janúar 1935 og dó þrem r.'ánuöum síöar í síysi á bif- hjóli. Eftir dauöa hans uröu miklar deilur um hann, sem margir helztu menn Breta tóku þátt í. Segja má, aö hann hafi oröiö þjóösagnapersóna í lifanda Itfi. Hann hefur ritaö tálsvert. Aöál- verk hans er ,fHinar sjö stoöir vizk- unnar“, œviminningar. Hann ritaöi álþýölegri frásögn af afrekum sínum í Arabíustríöinu, „Uppreisnina í eyöimörkinni“, sem hefur komiö út á íslenzku. aflið, framkvæmdin óendanlegt hugrekki og breytileiki, takmarkið einskis virði. Þeir voru eins jafnvægislausir og vatnið, og mun-u kannski sigra að lokum, eins og vatnið. Frá upphafi lífsins . . . “ o. s. frv. endala-ust. Það er því -auðsætt ,að þrátt fyrir ali- ar gáfur hans. var hugur hans algerlega á valdi þrárinnar eftir hinu göfuga, há- leita og (ekki sízt, eins og ritstíll hans sýnir) hinu skáldlega. Og svo vikið sé að umgjörðinni. Lýs- ingar Lawrence á eyðimörkinni eru ekki með því bezta, sem hann hefur skrifað. Ákafinn til að sannfæra er of mikill. Og satt að segja þyrfti mjög ritsnjalian mann til að túlka það landslag mað orðum. c Otærð hennar er lygileg. Hnullung- ar, sem virðast Jiggja við fætur manns, reynast vera í mílufjarlægð. Rauðgulir klettar, sem sjást í öllum smáatriðum, reynast vera hálfs dags ferð í burtu yf- ir bleikan sandd-al. Sums staðar er eyði- mörkin svört eins og kol, með hvítum hnúkum upp úr á stöku stað. Hún gefc- ur líka verið rauð, g-ul, eða öskugrá. Frh. á bls. 13 idm.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.