Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1962, Side 10
Slegið á þráðinn Chateaubriand Choron — 17758. — Naust, góðan dag. — Halldór Gröndal? — Jú, það er hann. — Hvað áttu að borða í dag? — Ja, hvað viltu? — Eitthvað gómsætt, eitt- hvað sem rennur niður eins og koníak en ruglarmann samt ekkert í ríminu. — Viltu þá ekki byrja á súp unni? —Auðvitað. — Til dæmis Consommé Bouquetiére. — Ha? Consom — hvað? — Ég sagði Consommé Bou- quetiére. — Ha — já, ætli það sé ekki í lagi. — Svo á ég Chateaubriand Choron, sem flestum geðjast vel að. Hvað segirðu um það? — Jú, jú. Látum það gott heita — en þetta á ekki að verða nein rosamáitíð. — Jæja. Þá geturðu fengið Crépes aux confitures á eftir. Það er líka heimilislegt. — Heimilislegt, ágætt. Láttu mig hafa meira a f heimilis- legu. — Kaffi á eftir? — Kaffi! Þú átt við venju- legt kaffi? — Já, heldur hvað? — Auðvitað vil ég kaffi, en ég hélt bara að þú ættir við eitthvað annað! — Hvernig lízt þér þá á þetta? — Jú, sæmilega — — en segðu mér. Hvað kemur á und- an kaffinu? — Við skulum fara yfir það aftur: Consommé Bouquetiére, Chateubriand Choron og Crépes aux confitures. — Heyrðu! Þú átt ekki soðna ýsu? — Því miður, ekki í dag. En ef þú vilt heídur fisk, þá á ég steikt rauðsprettuflök meuni- ére. — Já, rauðsprettan er góð — en er þetta meuniére ekki eitthvert bölvað sull. — Steikt rauðsprettuflök meuniére þýðir einfaldlega að flökunum er velt upp úr hveiti og síðan eru þau steikt í smjöri. Allt og sumt. — Jæja, ætli ég taki það ekki. Annars ætlaði ég að fá kjöt. Ég ætla nefnilega að bjóða kunningja minum með mér — og ég veit, að hann fær aidrei annað en saltfisk heima hjá sér. Hver er uppáhaldsmafur eiginmannsins FRÚ Sigurlaug Bjarnadótt- ir, kona Þorsteins Ó. Thor- arsens, fréttastjóra, svarar: Jóhannes segir frá útför drottningar Yfirleitt sezt bóndi minn að sunnudagsborðinu með hátíðlegri yfirlýsingu um, að nú ætli hann ekki að borða yfir sig, ekki sízt, ef á boð- stólum er hans helzti eftir- lætisréttur, sem freistar bragðlaukanna meir en góðu hófu gegnir: dilka- steik, helzt af öllu góður bógur, steiktur á pönnu og soðinn í potti. — Tixheyr- andi, þegar blíðast lætur veröldin: gulbrúnaðar kar- töflur, umfram allt smáar — í stærsta lagi 214 sm. í þvermál. Sérstök heppni var það fyrir mig, er um- ræddur aðixi lét eitt sinn orð falla í þá átt — í votta viðurvist — að eitt hið þekkilegasta starf, sem hann gæti hugsað sér væri að flysja kartöflur. Sjálfsögð- um afleiðingum af þessum ummælum sínum hefur Jóhannes Ólafsson, læknir, skrifar okkur frá Etheopíu: FYRIR dögun 15. febrúar sl. kváðu við fallbyssuskot hér í Addis Abeba. Kunnugum var ljóst að skothvellirnir mundu þýða, að drottning landsins Itege Mennen væri látin. Hún hann tekið af stakri hug- prýði..... Svo er það rauð- kálið, allvel brasað, og hrá- salad úr rifnum gulrótum og hvítkáli með örlitlu af lauk, sykri og sítrónusafa. Sveppir í sósunni, eða — enn betra — sveppasúpa á undan — gerir velþóknun- arbrosið enn þá breiðara og ómótstæðilegra. Til að kóróna krásina kemur að lokum „piklesinn" í allt sam an, því að þarf ekki súrt og sætt ætíð að fylgjast að? Ábætisrétturinn er í raun inni aukaatriði. Sveskju- grauturinn er þó líklega einna vissastur með hlýleg- ar viðtökur. — Þó því að- eins, að eklci gleymist að sjá fyrir sérstöku íláti fyr- ir steinana, sem ella hljóta að valda erfiðleikum og vafstri. Kaffibolli og smávindill á eftir er húsföðurnum ómiss andi hjálparmeðal til Ijúfr- ar gleymsku á loforðinu, sem gefið var í upphafi máltíðarinnar. hafði um tíma átt við heilsu- leysi að stríða, en engu að síður kom lát hennar á óvart. Hún lézt aðfaranótt 15. febrú- ar, 71 árs að aldri. Fréttin um andlát drottning- arinnar breiddist út með ótrú- legum hraða. Um sólarupp- komu streymdu menn þegar til hallar Meneliks, þar sem jarðneskar leifar drottningar- innar lágu á viðhafnarbörum. í hinum stóra sal hallarinnar var keisarinn staddur ásamt krónprinsinum og öðrum nán- um ættingjum, auk ráðherra, fulltrúa erlendra ríkja, yfir- manna hers og lögreglu og ann arra tignarmanna. Talið er að 300.000 manns hafi safnazt sam an til þess að votta hans há- tign Haile Selassie I og fjöl- skyldu hans samúð. Frá því að andlátið var til- kynnt og þar til útförinni var lokið, var klukkum kirkna í höfuðborginni hringt með hálfrar klukkustundar milli- bili. Á opinberum byggingum og fjöldamörgum stöðum öðr- um blöktu fánar í hálfa stöng. Hallargarðurinn fylltist brátt af fólki. Það var nýstárlegt að sjá hvernig saman fóru gamiir sorgarsiðir landsmanna og virðuleg útfararathöfn skipulögð af hirðinni. Hópar manna komu inn í hallargarð- inn dansandi og syngjandi sér- kennilegan víxlsöng. Af og til stanzaði hópurinn, jók ákafa dansins, sló sér á brjóst með sorgarveini. Sá, sem var leið- togi fyrir hópnum, bar mynd af hinni látnu drottningu. —• Hvergi virtust verða árekstr- ar. Það var aðdáanlegt að tek- izt hafði að skipuleggja svo — Viltu þá ekki Chateau- briand Choron — þetta, sem ég valdi fyrir þig áðan? — Jú, blessaður vertu — er það kjöt? — Það er nautakjöt, þykk sneið af innhryggjarvöðva með Choronsósu, en það er Bear- naise-sósa með tómatbragði. — Jæja, er Choronsósan Bearnaise-sósa með tómat- bragði. Einmitt það — — —- og þú átt við venjulegt tómat- bagð, þ.e.a.s. tómatbragðið er ekki eitthvert annað bragð með öðru bragði? — Nei, allt ekta. — Við látum þá kylfu ráða kasti, tökum kjötið — og hætt um á bragðið. umfangsmikla athöfn á aðeins nokkrum klukkustundum. Allt fór skipulega og virðulega fram. Lögreglumenn klæddir svörtum einkennisbúningum stóðu vörð við götur umhverf- is höllina. Um kl. 9 virtist leið allra liggja til hallarinnar. Verzlan- ir og skrifstofur lokuðu og starfsmennirnir skunduðu heim til þess að setja upp svart bindi eða svartan borða um handlegginn. Klukkustund síð- ar komu sveitir úr lífverði og her og stilltu sér upp í heið- ursfylkingu meðfram götunum frá höllinni að þrenningar- kirkjunni, þar sem útförin fór fram. Itege Mennen drottning var dóttir Jantar Asfaw og konu hans Zehin Mikael, sem var dóttir Mikaels konungs í Wollo fylki. Fimm ára byrjaði hún að læra amharísku og náði fullkomnu valdi á því máli, sem er nú hið opinbera mál landsins. Tvítug að aldri gift- ist hún Haile Selassie I, hinn 13. júlí 1911. Þeim fæddust 3 synir og 2 dætur, en tvö þeirra eru látin. Hennar hátign var strangtrú uð að koptiskum sið og studdi kirkjuna margvíslega, m. a. með því að láta byggja fyrir eigið fé kirkjur og klaustur. Hún sýndi mikinn áhuga á menningar- og mannúðarmál- um. Hún lét byggja nokkra. skóla og heimili fyrir bæklaða fyrir eigið fé, svo að nokkuð sé nefnt. „Með hvatningu og stuðn- ingi sínum við áform hans há- tignar keisarans að bæta kjör og lífsafkomu þjóðarinnar og leiða hana til nútíma þjóðfé- lagshátta hefur drottningin verið til fyrirmyndar," sagði forsætisráðherrann. „Vér getum bezt hughreyst hans hátign keisarann í hans þungbæru sorg, með því að styðja hann öfluglega í starfi hans og baráttu fyrir betra þjóðfélagi. Eþíópska þjóðin öll biður almáttugan Guð að styrkja keisarann og f jölskyldu hans við fráfall Itege Mennen drottningar.“ > HUNDALÍF * — Hvað er reiknlngurinn hár hjá honum? 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.