Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Blaðsíða 11
erð um EFTIR P. V. i HORNINU á Lækjargötu og Skólabrú stendur gamalt og lágveggjað timburhús. Sá, er nú gengur um götuna, getur vanalega séð inn um gluggana fjölda unglinga, sem eru þar að drekka coca-cola eða reykja sígar- ettur, því að nú er þetta hús skytn- ingur fyrir skólaæskuna, en einu sinni var það íbúðarhús eins þekktasta em- bættismanns þjóðarinnar, dr. med. Jón- asar Jónassens, landlæknis, alþingis- manns og bæjarfulltrúa, kommandörs af dannebrog og riddara af frönsku heið- ursfylkingunni. Þetta hafði þótt nýstár- legt hús, þegar hann reisti sér það, því að það var fyrsta íbúðarhúsið í Reykja- vík með útidyr á gafli, en ekki á miðri framhlið. Svo róttækur var"dr. Jónas- sen. Fyrir rúmlega hálfri öld lá leið mín oft fram hjá þessu húsi og þá varð mér stundum litið til hliðar, beint í augu gamals manns, sem sat hreyfingarlaus í hægindastóli innan við syðsta glugg- ann og starði út um hann. Eg var þá kominn til talsverðra mannvirðinga í minni sveit, orðinn busi í Latínuskól- anum, því að þessi gamla menntastofn- un hélt enn því virðulega heiti í hug- um norðlenzkt sveitafólks, en eg var ekki vaxinn upp úr þeirri forvitni, sem lýðurinn er jafnan haldinn gagnvart frægum mönnum, og gat því sjaldan stillt mig um að líta í alvarleg augu þessa langleita og gáfulega höfðingja. Eg hugsaði ekki út í það þá, að þau höfðu séð mikið af mannlegu böli. Ef til vill fann ég til hálfduldrar hreykni þess heilbrigða og sjálfumglaða unglings, sem sér lamaðan mann fyrir innan lokaðan glugga. Það er djúpt í mannlegu eðli að finna sig vaxa við vesæld annarra, einkum ef vissan um eigið gildi er meiri í orði en á borði. Þessi augu hafa orðið mér minnis- stæð, og það hafa líka tvenn önnur iæknisaugu orðið, hin gráu gáfnaaugu Odds Jónssonar, sem var talsvert lægri maður en eg, en varð næsta mikilúð- legur, þegar hann sperrti á mann sjónir sínar, og bláu augun hans Þórðar Sveinssonar, sem fylltust seiðandi ljóma, þegar hann ræddi um áhugamál sin. Var dr. Jónassen gamli að hugsa um sína eigin æsku og horfna skólabræður, þegar hann horfði út um gluggann sinn á gamla skólahúsið og ærsl ungra sveina á blettinum fyrir neðan það, eða var hann að minnast sjúklinga, sem hann hefði mátt verða að meira liði, ef þá hefði verið komin til sögunnar sú nýja þekking og nýja tækni, sem fólkið dáðist nú að hjá þessum nýju læknum, Guðmundunum? t *V l^m það leyti sem eg varð stúd- ent, sá eg stundum annan öldung inn um þennan glugga, höfðinglegan og fríðan sýnum, með snjóhvítt hár og efrivararskegg. Það var fyrsti rektor Háskóla íslands, dr. Björn M. Ólsen, sem sat þarna gegnt Latínuskólanum, þar sem hann hafði verið dáður kenn- ari, en óvinsæll stjórnandi, af því að hann brast skilning á uppreisnarhug og sjálfstæðisþrá ungra manna. Þessir tveir menn, annar fulltrúi hagnýtra fræða, hinn fulltrúi hugvísinda, eins og þetta ®r orðið nú á tímum, voru miklir vinir sérlega barngóður. Þar er líka að finna í ýmsu blaðadóti úr dánarbúi dr. Jónas- sens ofurlitla vasabók, sem hann hefur fært inn í tekjur sínar af sjúlcrapraxis í noltkur ár og sýnir hún, að tekið hefur hann fyrir ferð upp að Breiðholti 27. nóv. 1879 tvær krónur og öll praxis hans það ár er kr. 660,60, en næsta ár kr. 529,88 að viðbættum 25 krónum frá gufuskipunum, sem hefur sennilega vexið fastagjald umsamið. Þá var hann héraðslæknir í 1. læknishéraði, sem náði frá Straumi fyrir sunnan Hafnarfjörð að Botnsá í Hvalfii'ði, að Reykjavík meðtalinni, en hún taldi þá 2567 íbúa. Imxifalið í þessum tekjum er nokkur greiðsla fyrir útlendinga, svo sem Frakka, sem þá komu hér oft, svo að sennilega hefur hann gefið mörgum ís- lendingi læknishjálp sína, en þá var fátækt mikil og engar sjúkratryggingar, enda eru þetta litlar tekjur, þótt miðað sé við að kaupmáttur krónunnar var einhversstaðar á milli þess að vera fimmtugfaldur og hundraðfaldur á við það, sem nú er. Til ei'u slitróttar sjúkradagbækur dr. Jónassens frá Gamla spítalanum, sem stóð þar sem hú er Herkastalinn, og Nýja spítalanum, í Þingholtsstræti, og segir þar t. d. um barn eitt árið 1885: „Þessi litli drengur hefur haft coxitis í mörg ár“. (Coxitis er berkla- bólga í mjaðmarlið) Maður getur lesið meðaumkvun hins barngóða manns út úr orðinu „litli“, en fleiri slík dæmi er þar að finna. Dr. Jónassen var kennari íslenzkra lælcnaefna í 30 ár, en enginn er nú á lífi af þeim, sem útskrifuðust af Lækna- skólanum í hans kennaratíð. Hann naut virðingar og vináttu nemenda sinna og á silfurbrúðkaupsdegi hans og konu hans færðu þeir honum þakkir og lof- kvæði, mjög fagurlega skrautritað, en mannkostum hans er á snilldarlegan hátt lýst í erfikvæði Sigurðar skálds G. og um mörg ár sambýlismenn í húsinu við Skólabrú, þar sem unglingarnir drekka nú coca-cola. Þarna ræddu þeir alvarleg mál og hnotabitust stundum í bróðerni um gildi fræðigreina sinan, og líklega hefur það verið innan þessara veggja, sem Björn M. ólsen orti „Loff, Malakoff“, til þess að henda gaman að Jónasi vini sínum og lærisveinum hans. Svo segja vitrir menn, að tíminn sé ein víðátt rúmsins. Þegar við ferðumst gegnum þann hljóðmúr, sem aðskilur nútíð og fortíð, finnum við fólk, sem er enn gætt sínu eigin lífi fyrir hug- skotssjónum okkar. Á mælistiku rúm- tímans eru margir íslendingar liðinna ÚR MYNDABÓK LÆKNIS alda miklu nær okkur en núlifandi svertingjar suður í Kongó, og viðskiptin við þá eins ábatavænlég á sína vísu eins og það að selja svertingjunum skreið. Það þykir heimskur heimaaln- ingur, sem aldrei kemst út fyrir tak- mörk fæðingarsveitar sinnar, en hálfu meira flón er sá, sem aldrei hirðir um KOLKA að ferðast . í víðátt tímans út fyrir þröng takmörk sinnar eigin ævi. Innan veggja Safnahússins við Hverf- isgötu er hægt að ferðast í víðátt tím- ans og kynnast mörgum góðum manni og merkum. Þar hef eg hitt niinn gamla kennara, Guðmund Magnússon pró- fessor, sem lætur þess getið um dr. Jónassen, á lausu blaði, sem virðist hafa verið frumdrög að minningargrein, að hann hafi verið mjög samvizkusamur læknir, ósérhlífinn og skyldurækinn, brjóstgóður við þá, sem bágt áttu, og frá Arnarholti, er dvaldist árum saman á heimili hans. Lister birti niðurstöður sínar um smitvörn við skurðaðgerðir árið 1867 og Danir, sú ágæta menningarþjóð, tóku aðferð hans upp sama árið, fyrstir manna á meginlandinu. Einn af frum- herjum þeirra í því efni var yfir- læknir Fæðingarstofnunarinnar, Asger Snebjörn Nicolai Stadfeldt, en hann var af íslenzku kyni í föðurætt, eins og nöfnin benda til, ættaður frá Stað í Steingrímsfirði. Jónassen hafði útskrif- azt árið áður og smitvarnir og smitgát runnu honum aldrei í merg og blóð á sama hátt og læknum síðari tíma. Hann var samt sæmilegur skurðlæknir á gamla vísu og bjargaði t. d. lífi fjögra ára gamals drengs með barkaskurði 26. júní 1886. Þessi drengur var síra Bjarni Jónsson vígslubiskup, sem vígðist til px-ests sama mánaðardag 24 árum síðar. Okkur nútímamönnum finnst lítið til um þekkingu þeirra lækna, sem fengu menntun sína áður en Listers- öldin gekk í garð, en læknisstarfið er ekki eingöngu í því fólgið að vera sæmilegur handverksmaður, því að með nægilegri þjálfun getur hver og einn orðið það, sem ekki er fæddur klaufi. Þekkingin breytist með hverri kynslóð, en mannúð, í þess orðs beztu og víð- tækustu merkingu, er arfur, sem beztu menn læknastéttarinnar hafa átt og ávaxtað frá kyni til kyns. Einn af þeim var dr. Jénas Jónassen og því hef eg kosið að helga honum, síðasta at- kvæðamanni gömlu læknakynslóðarinn- ar hér á landi, tíunda og síðasta þátt- inn, sem hér birtist úr myndasafni mínu. Sú forvitni, sem fékk mig sem dreng til að líta í augu hans, hefur fengið. mig til að leita hann uppi á ný á ferðum mínum um víðátt tímans, og eg tel mig hafa grætt á þessari nýju viðkynningu, eins og maður gerir alltaf á umgengni við góða menn. P. V. G. Kolka. AKÆRÐUR Framh. af bls. 8 „Já,“ sagði bóndinn. Sýslumaðui'inn snýr sér þá að drengnum og bað hann segja sér sannleikann. Drengurinn varð ennþá minni en áður, og einhverju svaraði hann, sem ekki heyrðist. í þessum svifum ryðst gamli maður- inn — sem kom til okkar á hlaðinu, þegar bóndinn sótti drenginn — inn að borðinu, sem sýslumaðurinn sat við. Ég sé ennþá öldunginn fyrir mér þar sem hann gekk inn gólfið, teinréttur, með hvítt alskegg og hvítt hár sem náði niður fyrir treyjukragann, og segir við sýslumanninn: „Viljið þér ekki spyrja drenginn, hvort hann hafi aldrei verið svangur, síðan hann kom á þetta heim- ili?“ Segist hann munu fylgjast með þeim dómi sem felldur verði á dreng- inn fyrir þennan verknað hans. Auð- séð var að fleiri af þeim, sem viðstadd- ir voru, undruðust þennan sakaráburð á drenginn, því óánægjukliður heyrðist úr öllum áttum. Sýslumaðurinn bað fundarmenn að gefa hljóð. Sagði hann að drengurinn væri búinn að játa á sig verknaðinn. En þar sem hann væri barn að aldri, væri ekki hægt að gjöra á hann bóta- kröfu, og hann hefði ekki heldur laga- staf fyrir því að refsa honum. En þar sem ákærandi væri foi-ráðamaður drengsins, væri hann forsvarsmaður gjörða hans, og með því væri málinu vísað frá. Nú bi'eyttist viðhorfið til mál- anna. Nú var það bóndinn, sem kært hafði drenginn, er varð ennþá minni og aumari en drengurinn, þegar hann fór burt af þingstaðnum. Það var svo auðsæ fyrirlitning þeirra sem þarna voru viðstaddir á framkomu bóndans við munaðarlausan drenginn, að það var lengi í minnum haft. En afleiðingarnar voru þær, að drengurinn varð aldrei samur eftir þetta áfall sem hann fékk fyrir að vera ákærður. Hann varð aðeins 21 árs gamall. Æskan með öllum sínum yndisleik var hrifin úr tengslum við þennan ungling daginn sem hann var ákærður. Viktoría Bjarnadóttir. V 19. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.