Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Blaðsíða 6
Tímarnir breytast, jafnvel úti á Miklarifi. Nú hafa gistihús með dýnnd- is húsgögnum risið. upp þar sem áður voru léleg sæluhús fyrir náttúrufræð- inga. Flugvöllur hefir verið gerður og fólk streymir þangað frá Brisbane og Sydney til þess að njóta náttúruundr anna þarna. Og á lónunum má nú sjá báta með glerbotni, fulla af skólabörn- um, sem hori'a hugfangin á kórallaskóg- ana og hið furðuiega dýralýf í sjónurn. ]Vorðaustur af Ástralíu er Mikla- rif (Grand Barrier Reef) og er hið mesta kórallavirki, sem til er í heimi. Það er 1250 sjómílur á lengd, og nær lángleið- is norður undir Nýju Gíneu. Milli þess og meginlandsins er mikið en grunnt lón, og er þar fjöldi eyja með pálmum og öðrum hitabeltisgróðri. Þarna er löng og hæítuleg siglingaleið, og þó einkum vegna þess. að þar geisa felli- byljir frá því í desember og fram í marz. En austurbrún rifsins er þverhnýptur klettaveggur. Þar er aðdýpi eigi minna en 1500 metrar og eru þar hinir ógur- legustu brotsjóir þegar brim er. Það segir oftast nær fátt af þeim skipum, sem rekast á klettavegg þennan, þau sökkva venjulega niður í grængolandi djúpið. Rifið er að mestu upp úr sjó um fjöru, en þó eru þar óteljandi lón, sprung ur, gjótur og hellar, sem flæðir inn í. Og þarna er eitthvert fjölbreytilegasta sædýralíf sem til er, og eins í kóralla- skógunum innan við rifið. Og þarna eru furðufiskar og furðudýr, baneitraðir fiskar og gráðugir hákarlar. Margir náttúrufræðingar leita því þangað, og þar sem rifið má heita lítt kannað enn, geta þeir átt von á að finna þar nýjar tegundir dýra og plantna. Þeir klöngr- ast yfir kóralahraunið, vaða polla, skyggnast í hella og kafa í hinum dýpri lónum, enda þótt þeir viti vel að þar er allt fullt af hákörlum. En þarna er líka ótrúlega fegurð að sjá í kórallaskógun- um. Illræmasta kvikindið þarna er stein- fiskurinn. Hann er af sporðdrekaætt og ferlega ljótur. Hann er allur settur grá- um körtum og líkist því svo mjög kór- öllunum, að það er hending ef menn koma auga á hann, þar sem hann ligg- ur hreyfingarlaus. Ekki er hann stór, venjulegast um fet á lengd en upp úr hrygg hans standa 13 oddhvassar nál- ar, og í þeim er eitur álíka banvænt og í hinni verstu eiturslöngu. Það er þvi ekki gaman að stíga berfættur ofan á hann. Oftast er það sama sem dauða- dómur, og kvalirnar, sem eitrið veldur, eru alveg óbærilegar. Farna eru marglitar skeljar, sem menn sækjast mjög eftir. Eru þær á stærð við hnefa manns og ósköp mein- íeysislegar. En fiskurinn innan í þeim getur stungið og hann er baneitraður. Árið 1935 var náttúrufræðingur að safna skeljum þarna. Hann greip eina af þess- um skeljum, en var um leið stunginn í lófann. Stuttri stund síðar var hann iátinn. Þarna eru um 100 tegundir hákarla og margir þeirra mannætur. Þar eru hveljufiskar með löngum eitruðum fálm- urum og geta verið mönnum hættuleg- ir. Þar eru 200 punda fiskar í torfum og eru svo grimmir, að frumbyggjarnir óttast þá meira en hákarlana. Nyrst, þar sem rifið er hátt og þakið frum- skógi, eru krókódílar, oft 30 feta langir, og þeir ráðast á menn ef þeir komast í færi. Sæsnákar, eitruðustu kvikindi í heimi, eru á sveimi þar í lónunum, en illhveli eru við síröndina, reiðubúin að ráðast á sækýr eða skjaldbökur, sem þar eru einnig á ferli. Sagt er að þarna séu einnig 20 feta langir álar og risavaxnir kolkrabbar koma upp úr djúpinu þegar Tökkva fer og eru sjálflýsandi, Enski landkönnuðurinn, Cook kap- teinn, uppgötvaði Miklarif 1770, þannig að hann sigldi skipi sínu „Endeavour" beint á hamravegginn um myrka nótt, og lá þá við sjálft að skipið færist. En Cook komst þó af og gaf ekki fagrar lýsingar á rifinu. Hann sagði einnig frá nokkrum af þeim furðulegu skepnum, sem hann sá þar. „Uppi á þurru landi rakst ég á fisk, egar Cook kom þarna var mikið af skjaldbökum á rifinu. Þar var þá líka fjögurra feta langur fiskur sem nefn- ist „romora" Þeir eru með sogskálum og höfðu þann sið að sjúga sig fasta á skjaldbökur til þess að láta þær bera sig. Þetta hafði gefið frumbyggjunum hugmynd um hvernig þeir ættu að veiða skjaldbökur. Þeir náðu sér í remora og bundu færi við hann. Síðan var honum sleppt í lón, þar sem skjaldbökur voru, og leið þá varla nema lítil stund þar til hann hafði sogið sig fastan á einhverja skjaldbökuna. Og þá drógu frumbyggj- ar allt í land, færið, remora og skjald- bökuna, því remora sleppti ekki takinu. Nú er orðið mjög fátt um skjaldbök- ur þarna. Það var farið að sjóða kjöt þeirra niður, og þá voru þær veiddar miskunnarlaust þar til niðursuðuverk- smiðjan gat ekki fengið nóg hráefni. sem stökk eins og froskur og var skjðtt horfinn sína léið“, sagði hann. Þetta var leðjusprettan, og hún getur sannarlega stokkið eins og froskur. Hún hefir ófullkomin lungu, en getur þó al- ve& eins hafst við á þurru landi eins og í sjó. Þegar Cook sagði frá henni, sögðu allir að þetta hlyti að vera lygasaga. En nú fara margir náttúruftæðingar til Miklarifs til þess að ná í leðjusprettuna, enda þótt þeir verði að steypa sér í lífs- háska við það. Skeljasöfnun hefst þegar rifið kem- ur upp úr sjó um fjöru og sjórinn belj- ar fram af klettabrúninni eins og óend- anlega breiður foss. Menn stiaulast þá út í kóralhraunið, en verða að fara mjög varlega og gæta þess við hvert spor hvar þeir stíga niður. Þegar sjórinn hverfur af rifinu, leita öll kvikindi þar í felur, ýmist í holum og hellum, eða þau grafa sig í sand. Mennirnir eru með fötu í annari hendi og skóflu í hinni, til þess að grafa upp skeljar og önnux kvikindi. en þar er margt fleira, svo sem sæbjúg- un, sem eru 2—3 fet á lengd og líkjast mest stórvöxnum tröllasúrum- Þótt margt sé furðúlegt þarna á rif- inu, er þó rifið sjálft furðulegast af öllu. Þar hafa menn borað 450 fet niður, en ekki komizt niður úr kóröllunum. Það þykir því sýnt, að allt þetta rif sé byggt upp af hinum örsmáu kvikindum, sem gera vistarverur sinar úr kalki í sjón- um. ar sem rifið er svo hátt, að sjór gengur ekki yfir það, eru eyjar með flóðinu, og þar hafast við sauðgæfir fuglar, sem grafa sér hreiðurholur nið- ur í jörðina, en koma út þegar rökkvar og eru gjallandi, veinandi, blístrandi og gargandi alla nóttina. Þarna vaxa und- arleg tré. Stofnar þeirra eru að gild- leika á við barngþunga. vængja leðurblökur á kreik. Á stærstu eyjunum eru hjarðir af geitum. Þær voru fluttar þangað upp- bjargazt við að veiða þær. En nú eru þær orðnar svo villtar, að ekki er hægt að komast nærri þeim. a, WRIGHT-bræðurnir Framhald af bls. 4. P ost fylgdist með tímanum á úri sínu. Honum til mikillar undrunar se ti Orville heimsmet: 57 mínútur og 31 sekúndu. Næstu vikur og mánuði kepptust þeir bræður um að setja ný met, hvor í sínu lagi, og allur heimurinn stóð á öndinni af aðdáun og undrun. öryggi þeirra og sjálfstraust hafði mikil áhrif. Þeir breyttu flugi úr óráðsdraumi í samgönguleið. Á gamlaársdag 1908 setti Wilbur glæsi legt heimsmet — flaug í 2 stundir 20 minútur og 23 sekúndur og vann þar með hin eftirsóttu Michelin-verðlaun. Hann flaug 123 km leið. Flugvél bræðranna hafði staðizt allar tilraunir hersins í lok júlí 1909. Orvihe fékk 5000 dollara í verðlaun fyrir hraða, 67.6 km á klukkustund. Verð vélarinnar varð þannig 30.000 dollarar. Þessi afrek Wright-bræðranna virt- ust opna flóðgáttir. Um mitt árið 1909 voru menn farnir að fljúga um alla Evrópu og Bandaríkin, smíða flugvél- ar og setja met. Þann 17. des. álr hvert helðrar banda- ríski flugherinn minningu Wright-bræðr anna við minnismerkið um þá að Kitty Hawk í N-Carolínu. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.