Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Blaðsíða 1
 t 0* . | 19. tbl. — 5. ágúst 1962 — 37. árg. | J göngu í einn da.g eða eitt ár, heldur f 30 ár. Það er þetta, sem núverandi gagn- rýnendur Stalíns — ég á við eftirmenn hans — verða að skýra; og meðan þeir gera það ekki, staðfesta þeir aðeins, að í höfuðatriðum halda þeir verki hans áfram, hafa mótazt af sömu frumatrið- um og Stalín, láta stjórnast af sömu hug- rnyndum, fyrirmyndum og aðferðum. Því að það er ekki einvörðungu satt og rétt, að Stalín hafi fært sér í nyt örvænting- avfullt ástand og algert öngþveiti hins rússneska þjóðfélags á árunum eftir bylt inguna, sjálfum cér til framdráttar, heldur er það einnig staðreynd, að viss hluti þjóðfélagsins, þ e. a. s. hin póli- tíska valdastétt skrifstofuliðs flokksins, þarfnaðist einmitt slíkt manns, sem sást hvergi fyrir, þegar um framkvæmd fyr- irætlana hans var að ræða, og var ein- Kommúnisminn enn í skugga Stalíns Lokakaflinn úr siðustu bók Djílasar lega, sem hann drýgði gegn „stéttar- óvininum" — bændum, menntamönnum og einnig vinstri og hægri öflum innan flokksins og utan. Meðan flokkurinn losar sig ekki við allt það úr kenningum sinum, og einkanlega úr framkvæmd- inni, sem myndaði kjarna og frumleiika stalínismans og Stalíns sjálfs, b. e. a. s. hina strangbundnu hugmyndafræðilegu einingu og hina svonefndu einsteinungs- byggingu flokksins, er það illt en öruggt merki þess, að flokkurinn hefur enn ekki þokast úr skugga Stalíns. Því virðist mér ánægjan, sem nú ríkir vegna uppgjörsins við hinn svokallaða flokksfjandsamlega hóp og vegna skuldalúkningarinnar við Molotoff, vera grunnhyggnisleg og hvat- vísleg, þrátt fyrir andstyggilega skap- gerð Molotoffs og siðferðilega spilltar skoðanir hans. Kjarni vandamálsins er nefnilega ekki sá, hvort annar hópurinn sé hinum betri, heldur hvort þeir eigi yfirleitt að vera til. og hvort hinni hug- myr.dafræðilegu og stjórnmálalegu ein- okun eins ákveðins hóps í Sovétríkjun- um verði aflétt, a. m k. sem byrjunartil- raun. Hin skuggalega fylgja Stalíns er enn á sveimi um Sovétríkin, og ég ber kviðboga fyrir því, að svo muni enn verða um langan tíma, nema til stríðs komi. Þótt nafni Stalíns sé formælt og bölvað, lifir Stalín enn í þjóðfélagsleg- um og andlegum undirrótum hins so- vézka samfélags. F jöldi manna — og Trotskí vit- anlega þar á meðal — hefur lagt áherzlu á sjálft hið blóðþyrsta glæpaeðli Stalíns. Ég get hvorki staðfest þetta atriði né neitað því, þar sern staðreyndir eru mér ekki nógu kunnar til þess. Fyrir skömmu var gert opinbert í Moskvu, að Stalin hefði sennilega myrt Kirov, framkvæmda stjóra flokksins í Leningrad, til þess að íá ástæðu til reikningsuppgjörs við and- stöðuna gegn sér innan flokksins. Hann átti sennilega hlut að dauða Gorkís, því að fráfall hans var auglýst of áberandi í áróðri Stalíns sem verk andstæðinganna. Trotski grunar Stalin jafnvel um að hafa drepið Lenín með þeirri afsökún, að hann væri að stytta þjáningar hans. Því er haldið fram, að hann hafi drepið eigin- konu sina, eða hafi a. m. k. verið henni svo grimmur, að hún hafi framið sjálfs- morð. Hin rómantíska helgisögn, sem agentar Stalíns bái u út og ég hafði einnig heyrt, er einum of barnaleg. Sögnin segir, að eitur hafi orðið konunni að bana, er hún bragðaði á mat, áður en hann yar borinn eiginmanni hennar. lúnginn glæpur var óhugsandi, þegar Stalín átti í hlut, og enginn var sá glæpur, sem hann hafði ekki drýgt. Það er sama hivers konar mælikvarða miðað er við: Stalín á heiðurinn af því að vera mesti glæpamaðiu: mannkyns- FÁAR bækur hafa vakið jafn mikið umtal og athygli á seinni árum og „Hin nýja stétt“ eftir Milovan Djilas. I»ar var komm- únisminn skilgreindur af manni, sem ekki varð sakaður um að þekkja eltki viðfangsefnið til al- gerrar hlítar. Ekki varð hann heldur vændur um að hafa skrif- að bók sína af annarlegum á- stæðum, því að hans beið ekkert nema fangelsi í heimalandi sínu að Iaunum. Júgóslavneska valda- stéttin þoldi ekki að liöfundur þessarar bókár fengi að vera frjáls. Önnur bók eftir Djilas er nú nýlega komin á markaðinn í hin- um frjálsa heimi og hefur ekki síður vakið geysilega athygli. — Bókin nefnist „Viðræður við Stalín“ og er þar greint hispurs- laust frá harðstjóranum og spilltum stjórnarháttum í Sovét- ríkjunum. I bókinni er jafn- framt flett ofan af kommúnism- anum, og kveður Djilas þar upp dóm sinn yfir honum. — Djilas hefur nú verið dæmdur í 8 ára og 8 mánaða fangelsi fyrir síðari bók sína. Kafli sá, sem hér birtist, er seinasti kafli bókarinnar og ber nafnið „Niðurstaða“. Allar þessar ræður og hátíðlegu yfirlýsingar m með tilvitnunum í Lenín geta engu breytt um þetta undirstöðu- atriði. Það er mun auðveldara að af- lijúpa nokkur glæpaverk Stalíns en að leyna þeirri staðreynd, að það var þessi niaður, sem „byggði sósíalismann upp“ og reisti undirstöður sovézka þjóðfélags- íns, eins og það er í dag, og hins sovézka heimsveldis. Allt þetta sýnir, að þrátt fyrir hinar stórstígu tækniframfarir — og e. t. v. að miklu leyti vegna þeirra — hefur sovézkt þjóðfélag varla byrjað að breytast; að það er enn fangi í sínu eigin stalínistiska kreddukenningabúri. Þrátt fyrir þessa gagnrýni virðast nokkrar vonir standa til þess, að í fyrir- sjáanlegri framtíð komi nýjar hugmynd- ir og fyrirbrigði fram, sem muni a. m. k. sýna i'ram á mótsagnir „einsteinungs- stefnu“ Krúsjeffs, og hvert eðli hennar í rauninni er, þótt hugmyndirnar og fyrir biigðin stofni henni ekki í verulega hættu. Eins og nú standa sakir eru rót- taikari breytingar ókleifar. Þeir, sem stjórna, eru sjálfir enn of vesalir til þess oð finnast kreddufesta og valdeinokun ónauðsynleg fyrirbæri eða til tálma, meðan enn er hægt að reka þjóðarbú- skap Sovétríkjanna innilokaðan í eigin heimsveldiskerfi og hann getur einhvern veginn bætt sér upp tapið við það að vera aðskilinn frá heimsmarkaðinum. ★ Vitanlega fer gildi margs þess, sem við Frh. á bls. 13. Þannig var þaff í tíff Stalíns — og þannig er þaff enn: Komm- únistaforingjarnir raffa sér upp á graf- hýsi Lenins viff há- tíffleg tækifæri og lýffurinn fær tæki- færi til aff sjá þá andartak. Hinn „hlóffþyrsti" Stalin er þarna fyr- ir miffju og nánustu aðstoffarmenn og lærisveinar standa honum til beggja handa. sögunnar og vonandi um alla framtíð. Hann sameinaði hið glæpsamlega tilfinn- ingaleysi Calígúlu Rómverjakeisara, fág- un Borgia og dýrseðli ívans grimma Rússakeisara. Ég hafði meiri áhuga á að vita, og hef enn, hvernig svo ógeðslegur, slægur og grimmur maður gat nokkru sinni komizt í þá aðstöðu að stýra einu hinna stærstu og voldugustu ríkja heirns, ekki ein- staklega raunsær í ofstæki sínu. Flokk- urinn, sem sat að völdum, fylgdi honum í blindri hlýðni. Hann leiddi flokkinn fram til hvers sigursins á fætur öðrum, unz völdin stigu honum til höfuðs og hann tók einnig að syndga gagnvart flokknum. í dag er það allt og sumt, sem flokkurinn álasar Stalin fyrir, en þögn ríkir um hina mörgu glæpi hans, meiri- háttar og áreiðanlega ekki síður rudda-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.