Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Síða 1
23. tbl. — 30. september 1962 — 37. árg. ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON: Islendingar, sem fljúga milli Reykjavíkur og Ný-Jork- ar, mega hafa gaman af að vita, að endilanga leiðina, um fjögur þús- und kílómetra veg, sigla þeir yfir íslenzkum sögustöðum — raun- verulegum eða ímynduðum. Og ekki spillir að hugsa til þess, að sagan, sem gert hefur staðina fræga og komið fræðimönnum um allan heim til að skrifa sæg bóka og rit- gerða, er orðin meira en þúsund ára gömul, hálfu eldri en sjálfir þeir Kólumbus og Cabot. Hugsum okkur, að við leggjum af stað frá Reykjavík um óttuskeið og tökum stefnu á Gæsaflóa á Marklandi. í dögun fljúgum við framhjá suður- odda Grænlands. Hrikaleg fjöll gnæfa upp úr skýjum, en að baki þeim felast hugfólgnir staðir: Hvarf, Herjólfsnes, Hvalseyj arfj örður, Garðar, Brattahlíð, Sólarfjöll — og harmsagan mikla, sem þeim er tengd, rifjast enn upp. í hug- ann koma orð Matthíasar: Kynjamyndir! hér er létt að yrkja: Hér eru leiði heillar veraldar. Inn yfir Marklandsströnd fljúgum við í nánd Hamiltonflóa. Það var finnski landfræðingurin: Tanner, sem fyrstur benti á, að sunnan flóans væri að leita Kjalarness og Furðustranda, hinna sér- kennilegu kennimerkja, sem sagt er frá í Eiríks sögu rauða: Broddgaltarhöfði (Cape Porcupine), sem minnir á skip á hvolfi, væri Kjalarnes, og sextíu kíló- metra löng sandströnd norðan og sunn- /. GREIN an nessins væri Furðustrandir. Þessi kenning Tanners hefur síðan orðið einn helzti lykillinn að fundi rústanna á norðurodda Nýfundnalands. Innan við Hamiltonflóa tekur við hið víðáttu- mikla Melvillevatn. Samkvæmt fyrr- nefndri staðsetningu Furðustranda og Kjalarness hefðu þeir Þorfinnur karls- efni og Þorvaldur Eiríksson, bróðir Leifs, átt að sigla inn í' Melvillevatn, þegar þeir fóru að leita Þórhalls veiði- manns. Og þá kynni að vera, að áin, sem féll „af landi ofan úr austri og í vestur“, þar sem Indíáninn („Einfæting- urinn“) skaut Þorvald öru, væri Eng- Sænski fornleifafræðingurinn Rolf Petré og Gisli Gestsson safnvörður bragða á grænjöxlum í skógi á Ný- fundnalandi. Mundu þetta geta orð- ið vínber hinna íslenzku Vínlands- sagna? lendingafljót (English River) sunnan vatnsins. Við innanvert Melvillevatn, skammt frá flugstöðinni miklu við Gæsaflóa, búa Eskimóar og Indíánar enn hlið við hlið, og er sagt lítið vinfengi milli þjóð- anna. Það er jafnvel stillt svo til, að Eskimói og Indíáni liggi ekki í sömu stofu í sjúkrahúsum landsins. Frá Gæsa- flóa liggur flugleiðin suður yfir Mark- land og St. Lárensflóa. Umhverfis all- an þann flóa hafa staðir verið tilnefnd- ir sem sögustaðir Vínlandssagnanna. Danski prófessorinn Steensby kallaði norðurströnd flóans Furðustrandir, og var þeirri kenningu lengi fylgt. Hann hugði, að sjálft St. Lárensfljótið væri Straumfjörður og Hóps væri að leita uppi í Montmagny, skammt neðan við borgina Kvíbekk (Quebec). Úti í miðj- um St. Lárensflóa er hin mikla Anti- costieyja, og taldi Halldór Hermanns- son, að austuroddi hennar væri hið forna Kjalarnes. Margir hafa hins veg- ar talið hinn sérkennilega Gaspéskaga sunnan St. Lárensfljóts vera Kjalarnes, þar á meðal Matthías Þórðarson. Þegar suður yfir flóann kemur, tekur við fylkið Nýja-Brúnsvík, en á norðurströnd þess hafa ýmsir staðsett Straumfjörð, svo sem Halldór Hermannsson og Matthías Þórðarson. Frá Nýju-Brúnsvík liggur flugleiðin suður endilangt Nýja-England, norð- austurhluta Bandaríkjanna. Flestir fræðimenn, sem um Vínland hafa ritað, munu hafa staðsett Hóp Þorfinns karls- efnis og Leifsbúðir á strönd Nýja-Eng- lands, og ættu þá fjöllin, sem talað er um í Hópi, að vera nyrzti hluti Appal- akíafjalla. Við fljúgum yfir strönd Nýja- Englands skammt norður af Boston. Fyrir neðan okkur er þá á hægri hönd frjósamt og þéttbýlt land upp af ljós- leitri sandströnd, og ekki vantar hér hópin. Yfir höfninni í heimabæ Kenne- dys Bandaríkjaforseta reikar hugurinn aftur til þeirra dr. Valtýs Guðmunds- sonar og Þorsteins Erlingssonar skálds, sem kvaddir voru fyrir 66 árum til Framh. á 8. síðu Fiskiþorpið Lance-aux-Meadows á norðurskaga Nýfundnalands. Tíu mínútna gang þaðan eru hinar fornu rústir. sem leiðangur Ingstads- hjónaiu.a kannaði í sumar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.