Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Page 2
SVIP-
MVND
KRISTILEGI demókrata-
flokkurinn, sem styður dr.
Adenauer, hefur kosið hinn 54 ára
gamla málfærslumann og innanrík-
isráðherra í Nordhein-Westfalen,
Josef Hermann Dufhues, fyrirfram
kvæmdastjóra við dagleg störf
flokksins, og hefur þar fengið
mann, sem er bæði viðfelldinn og
duglegur — og þetta er enn þýð-
ingarmeira fyrir þá sök, að með
þessu verður hann í augum alls al-
mennings eins konar „krónprins"
kanzlarans, sem nú er orðinn 86
ára gamall.
Ekki verður þó sagt, að hann sé í
neitt sérlegum dáleikum hjá gamla
manninum, þar eð hann hefur oft og
mörgum sinnum barizt fyrir skoðunum
um mál flokksins, sem hinn gamli og
einræði flokksforingi var alls ekkert
hrifinn af. Til dæmis má nefna, að nú
sem stendur er hann, ásamt Schröder
utanríkisráðherra einn þeirra, sem að-
hyllast „ensku línuna“ í andstöðu við
þá „frönskú', sem kanzlarinn aðhyllist
— en engu að síður virðir gamli mað-
urinn hann mikils, og jafnvel eftir ræðu
nokkra, sem var alveg andstæð Aden-
auer, gat hann sagt, að hinn hefði
þarna haldið góða ræðu.
J osef Hermann Dufhues er mál-
færslumaður, eins og þegar er sagt.
Fyrst vakti hann á sér athygli sem
„Referendar" í þjónustu hins fræga
Berlínar-málfærslumanns, Fritz Lud-
wigs. Til hans kom hann rétt eftir að
Hitler tók völdin, eða 1933, og þeir
áunnu sér brátt frægðar fyrir að vera alls
óhræddir við að verja bæði sósíalista
og kommúnista, en slíkt gat talizt lífs-
hættulegt í þá daga.
Einn kunnasti skjólstæðingur þeirra
'var kommúnistaforinginn Ernst Thál-
mann — og þeir slepptu ekki af honum
hendinni, þegar hann lenti í hinu ill-
ræmda Moabit-fangelsi í Berlín. Þeir
gengu meira að segja svo langt, að þeir
smygluðu jólatré inn í klefa hans á
jólunum 1935.
Þrátt fyrir allt voru enn eftir leifar
af siðaðra manna réttarfari í Nazi-
Þýzkalandi, um þessar mundir. Að vísu
hafði verið stofnaður hinn illræmdi al-
þýðudómstóll, NS, en bæði Ludwig og
Dufhues fengu samt leyfi til að flytja
mál fyrir honum, og eftir að þeir fóru
að vinna saman, hófu þeir harðskeytt-
ar varnir fynr blaðamenn, sem höfðu
orðið ílla fyrir barðinu á Göbbels.
En verulega frægð hlaut samt Dufhu-
es samt ekki fyrr en hann komst í það
að verja SA-mann, Stegmann flokks-
foringja. Hann hafði ekki viljað sam-
þykkja illskeyttustu gyðingaofsóknirn-
ar og hafði þannig vakið reiði gyðinga-
hatarans og klámritahöfundarins Julius
Streichers, sem fékk hann dreginn fyr-
ir sérdómstól í Núrnberg. En Dufhues
fékk hann sýknaðan og hlaut mikla
frægð fyrir.
E n svo drifu líka einkamál að hin-
uin unga málfærslumanni — einkum þó
frá fyrirtækjum, sem þóttust vera á
heljarþröminni, vegna hinna og þess-
ara fyrirskipana nazista.
Það er ekki ofsagt, að hann kunni
að aka seglum eftir vindi. Margir í
Þýzkalandi skemmtu sér, þegar hann
bjargaði tékknesku skóverksmiðjunni
BATA, eftir að ríkið var hernumið
1939. BATA lá undir grun um samband
við gyðinglega auðjöfra og var því á
svarta listanum, en Dufhues ráðlagði
fyrirtækinu einfaldlega að breyta nafn-
inu á skónum í OTA — og þar með var
skórinn orðinn góður á rétttrúaða naz-
istafætur!
En svo hófst ófriðurinn og innan fárra
mánaða var Dufhues kallaður í herinn.
Hann hafði allt frá æsku haft mikla
ánægju af fjallaklifri. Nú sagði hann,
stutt og laggott: — Má ég benda ykkur
á, að það er ekki hægt að hitta sanna
karlmenn í minna en 2000 metra hæð.
Honum tókst líka að komast í fjalla-
stórskotaliðið og var í því til ófriðar-
loka.
En heima í Berlín sat konan hans —■
dóttir hins þekkta miðflokksmanns
Krauss — og hún slapp lifandi frá öll-
um loftárásum, enda þótt hún missti
allt, sem þau áttu, út og suður.
Að ófriðinum loknum settist hann
ekki að í Berlín, sem var næstum í
rúst, heldur í Westfalen, en þar átti
hann eftir að gegna mikilvægu hlut-
verki.
Hann setti þar á fót málfærsluskrif-
stofu, en einnig var hann um stundar-
sakir skipaður dómari af brezku her-
námsyfirvöldunum, sem var góð sönn-
un fyrir áliti því, er hann hafði unnið
sér með framkomu sinni á Hitlers-ár-
unum.
Sem starfandi lögfræðingur og
kaþólskur dróst hann brátt að Kristi-
lega demókrataflokknum, sem þá var
nýr, og nú hófst stjórnmálastarfsemi
hans.
En þar eð hann var ungur maður,
sneri hann sér fyrst og fremst til æsk-
unnar og gerðist foringi fyrir hinni
geysifjölmennu æskudeild flokksins.
Hann hafði líka aðra ástæðu til að
byrja þannig. Hann hafði séð nægilega
mikið af veikleika Weimarlýðveldisins
til þess að óttast, að stjórnmálamenn frá
þeim árum fengju ofmikil völd og á-
hrif á stjórnmál eftirstríðsáranna. Nýtt
Weimarlýðveldi var í hans augum
grýla af versta tagi.
Nýtt Þýzkaland! Nýtt Þýzkaland!
Þetta var stöðugt viðkvæði hans og
til þess að koma því í kring þurfti að-
stoð unga fólksins.
E n æskulýðshreyfing þurfti að
hafa raunverulegan æskulýð innan
sinna vébanda — og því var það, að
á fjörutíu ára afmæli sínu, sagði hann
af sér stjórnarstörfum í félagsskapnum.
Þó þaut hann ekki beint út í stjórn-
málastarfsemi „hinna fullorðnu“ heldur
beindi sér í nokkur ár að málfærslu-
starfsemi sinni, og efnaðist vel á því.
Hann tók þátt í þingum flokksins —
og nú fékk Adenauer að heyra hann
brýna raustina fyrir alvöru. Afstöðu
hans má ef til vill marka af setningu
eins og þessari:
„Við erum ekki hér saman komnir
til þess að tryggja árekstralausar um-
ræður á þessu þingi. Það er að vísu
gott að hafa þykka húð, en svo þykk
má hún þó ekki verða, að hægt sé að
standa uppréttur hryggjarlaus.“
Enginn gat verið í vafa um, hvern
hann átti við.
En smám saman hreif stjórnmálabar-
áttan hann alfarið til sín. Hann gerðist
hinn mikli skipuleggjari í Nordhein-
Westfalen, og í dag getur hann bent
á, að flokkur hans hefur hvergi meira
fylgi en þar — miðað við fólksfjölda.
Þannig má ef til vill segja, að áhrif
hans séu staðbundin — og nú er hann
innanríkisráðherra og gegnir fleiri
virðingarstörfum, án þess þó að hafa
hætt yið málfærsluna, sem gefur góðar
tekjur. Það getur þó ekki hjá því farið.
að skoðun hans í ríkispólitík hafi tekið
nokkrum breytingum.
Hann er ekki sérlega hrifinn af
„krónprins“-nafninu, sem menn hafa
klínt á hann. „Krónprinsar eru sjaldn-
ast atkvæðamenn“, segir hann. „Þess
vegna tek ég í bili ekki að mér
nema takmarkað hlutverk. Flokksþing-
ið hefur kosið mig til tveggja ára. Við
sjáum svo til, að þeim loknum.“
BRIDGE
AÐ LOKNU spili heyrist oft frá sagn-
hafa, að spilið hafi tapazt sökum þess
að lega spilanna var slæm. Þetta er að
sjálfsögðu stundum rétt, en oft er þó
sökin hjá sagnhafanum, sem hefur ekki
gætt fyllstu nákvæmni. Spilið, sem hér
fer á eftir er gott dæmi um þetta.
Suður var sagnhafi í 3 gröndum.
A 73
V D62
♦ ÁKD 62
* K9 7
A D 10 8
V 987
+ G 1084
* DG6
A ÁKG94
V A 4
♦ 953
* Á 8 4
Vestur lét út hjarta 9, sem gefin var
i borði og einnig hjá austur, en suður
drap með ás. Sagnhafi lét því næst út
tigul 3, drap í borði með ás og tók síðan
tigul kónginn. Nú kom í Ijós hvernig
tigullinn skiptist hjá andstæðingunurn
og varð sagnhafi því að hætta við tigul-
inn og reyna við spaðann. Lét hann út
lágan spaða úr borði og svínaði gosan-
um, en vestur drap með drottningu og
lét út hjarta og spilið tapaðist.
Ef sagnhafi í byrjun gerir sér grein
fyrir þeirri hættu, að tigullinn falli
ekki, þá á hann að láta út tigul og gefa
í borði, ef vestur drepur ekki. Það sak-
ar ekki að gefa einn slag á tigul, þvx
sagnhafi þarf aðeins 4 slagi á tigul til
að vinna spilið. Aðalatriðið er.því að fá
4 slagi á tigul og koma því þannig fyr-
ir að vestur komist ekki inn.
í spilinu hafði þetta tekizt mjög vel.
Sagnhafi lætur út tigul 9 og að öllum
líkindum drepur vestur og er þá einnig
drepið í borði. Sagnhafi lætur því næst
út spaða úr borði og drepur heima með
ás. Enn er tigull látinn út og drepi vest-
ur er enn drepið í borði. Nú lætur sagn-
hafi út lauf og drepur heima með ás og
enn lætur hann út tigul og gefi vestur
þá svínar sagnhafi. Sést á þessu að
spilið vinnst alltaf, ef sagnhafi gætir
þess, að vestur komist ekki inn.
Utgefandl: H.f. Arvakur, Reykjavik.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480.
A 652
V KG10
5 3
♦ 7
* 105 3 2
23. tölublað 1962
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS