Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Side 3
stjörnur, kórónur, sverð o. fl. Margir
voru með yíirskegg, sumir sneru upp
á þau.
Við strákarnir komumst ekki í ástand-
ið fyrr en flugvallagerðin hófst. Þeir
völdu stað undir flugvöll lengst inni í
fjarðarbotni, og þar spígsporuðu yfir-
menn fram og aftur með alls kyns
mælitæki, stóðu upp á hólum og kíktu
í tækin. Við . strákarnir vorum látnir
moka möl á bíla úr grús. Sá, sem var
yfir okkur strákunum og hinum körl-
unum, var lítill með þrjár stjörnur á
öxlunum, önnur kinnin helblá, gekk
um með kústskaft og kíki hangandi á
annarri öxlinni. Við kölluðum hann
Blápung. Einhver fullorðinn sagði okk-
ur Blápungur hefði verið vegagerðar-
verkstjóri inní svörtustu Afríku og
stjórnað þar þúsundum af negrum.
Hann var alltaf að ldkja í kíkinn og
fylgjast með, að allir væru að vinnu.
Við strákarnir vorum auðvitað alls
ekki duglegir að moka, en ekki latari
en aðrir strákar í öðrum bekk í gagn-
fræðaskóla, og þess vegna stóð okkur
ekki á sama, þegar Blápungur stóð yfir
okkur og damlaði með prikinu í botn-
ana á okkur meðan við pústuðum á
milli bíla.
Hann Jói á Efri Götunni var alltaf
kaldastur af okkur strákunum í öðrum
bekk. Þessi langi, krangalegi strákur,
í laginu eins og mjólkurflaska, lét sér
aldrei neitt fyrir brjósti brenna og
hafði ótakmarkaða réttlætiskennd og
alltaf ráð undir hverju rifi, og Jói sagði:
Við verðum að koma helvítinu í
skilning um, að við erum engir hotten-
tottar. Ekki voru allir á einu máli,
hvaða ráð væri tiltækast og árangurs-
ríkast og þessvegna tók Jói sjálfur af
skarið, og næst þegar Blápungur bjóst
til að lumbra á okkur með kústskaft-
inu, þreif Jói það af honum, braut það
í tvennt á hnjánum á sér og kastaði
brotunum framan í hann og sagði hon-
um að éta skít.
Baginn eftir vorum við allir reknjr
úr flugvállarvinnunni. Lengi á eftir
stóð í brösum að koma okkur strákun-
um aftur í ástandið og loks eftir rúma
viku tókst skólastjóránum með harð-
fylgni og ýtni að koma okkur að við
spítalabyggingu, en þá voru margir
komnir í vegavinnu upp í sveit, svo að
við vorum aðeins sex, sem nutum náð-
arinnar. Tveir héldu út allt sumarið,
hinir fóru líka í vegavinnu.
Svo kom haustið í plássið eins og
önnur haust. Þeir fóru úr skólunum og
fluttu í braggana. Við strákarnir vor-
um komnir í þriðja bekk, vorum 81d-
ungarnir í skólanum, fundum talsvert
til okkar.
Stelpur, sem höfðu verið með okkur
í barnaskóla sáust ganga með þeim, og
sumar kerlingar í plássinu buðu þeim
heim á kvöldin svo bæði kerlingar og
stelpur voru komnar í ástandið.
Eins og í öðrum plássum var skáld £
plássinu okkar og af því skáldið var af
öllum, sem vit höfðu á, talið meir en
venjulegt plássskáld, fannst okkur
strákunum sjálfsagt að taka mark á því,
Og þegar sá kvittur komst á loft, að
skáldið væri á móti þeim, þá hlutum
við líka að vera á móti þeim og ekki
bætti atburðurinn frá suminu úr skák
fyrir þeim né hitt, að þeir höfðu alveg
svikið okkur um stríðið. Jói á Efri Göt-
unni var meir að segja svo skáldlegur,
að hann sagði skáldið ætti að vera and-
leg leiðarstjarna okkar í baráttunni við
þá.
Við strákarnir sátum oft á ráðstefn-
um og ræddum hvernig við gætum
frekast orðið þeim til miska. Samþykkt
var að víkja aldrei fyrir þeim á götu,
dansa aldrei við stelpur, sem við sæj-
um ganga með þeim og svo það sem
var lang áhættusamast og mest spenn-
andi að læðast á k'völdin heim að
braggahverfunum og hengja upp stór
spjöld, þar sem á var ritað á þeirra
máli:
Farið heim húgleysingjar eða þið
þorið ekki í stríð ræflar.
Stungið var upp á að klippa sundur
símavíra, sem lágu í braggana, en það
var fellt, þótti of mikil áhætta. Einu
sinni vorum við teknir fastir og urðum
að dúsa inni í bragga í meir en tvo
tíma og hreppstjórinn kom og hleypti
okkur út. Daginn eftir skammaði skóla-
stjórinn okkur heil mikið.
Á fullveldisdaginn átti að halda ball
í Templaranum. Yfirmenn ætluðu að
halda ballið og bjóða þangað stelpum
og kerlingum.
Við strákarnir héldum voða ráðstefnu
kvöldið fyrir fullveldisdaginn. Auðvit-
að var það Jói á Efri Götunni, sem
fyrst fékk hugmyndina um gagnárás-
ina: Allir strákarnir áttu að fá sér smá
vasabækur, mæta svo við Templarann
um kvöldið og skrifa upp nöfnin á
stelpunum og kerlingunum, sem færu
með yfirmönnunum á ballið.
Hann rigndi allan fullveldisdaginn,
svo við strákarnir þurftum að híma
uppi í brekkunni fyrir ofan Templar-
töglunum. Afleiðingin varð sú, eftir mik-
Framh. á bls. 11
AÐ var um krossmessuleytið
sem þeir komu í plássið. Þeir voru ör-
fáir, fyrst aðeins fimmtán eða tuttugu
og reistu tjöld úti á bökkunum, gul
uppmjó tjöld. í einu þeirra höfðu þeir
eidhús, og svo geymdu þeir vist byssur
og skot í öðru, og sumir sögðu líka,
þeir hefðu fallbyssur. Þeir byrjuðu
undir eins að grafa, grófu langa og
mjóa skurði, sem hlykkjuðust um alla
bakkana, og alla leið niðrí sjálft plássið.
Mikið var spjallað um allan þennan
gröft, og menn voru ekki á einu máli
eftir hverju þeir væru að grafa. Karl-
arnir, sem höfðu verið í útlandinu
sögðu, þeir væru að grafa skotgrafir,
aðrir sögðu þeir væru bara að æfa sig
í skurðgreftri, og um þetta var deilt og
skrafað í búðarholunum og beituskúr-
unum, og það var ekki fyrr en Mangi
norski, sem lengi hafði verið í útland-
inu og talaði alls konar útlenzkur, kvað
upp þann úrskurð, að þeir væru að
grafa skotgrafir og von væri á alvöru-
stríði í plássið.
Við strákarnir vissum óglöggt,
hvernig stríð var, höfðum aðeins heyrt
mikið talað um það síðasta árið, og ein-
hverja óljósá hugmynd höfðum við um
það væri eitthvað spennandi, svo við
hlökkuðum til að fá stríðíplássið. Gamla
fólkið talaði um stríðið í hálfum hljóð-
um og bað guð sinn að forða sér frá
þeim ófögnuði.
Þeim fjölgaði þegar leið á sumarið.
Þeir tóku að búa í skólunum, bæði
barnaskólanum og gagnfræðaskólanum,
líka tóku þeir gula timburhjallinn, sem
var kallaður Bremenhúsið, þar höfðu
þeir búðarholu og einhvers konar öl-
krá.
Báðir kennararnir í gagnfræðaskól-
anum fengu vinnu hjá þeim, og skóla-
stjórinn komst á skrifstofu. Sagt var
þeir hefðu ofsahátt kaup, nefnd voru
fimm hundruð á mánuði eða jafnvel
hærri tala. Enginn vissi, hvað skóla-
stjórinn var að skrifa, en það var víst
eitthvað gróflega þýðingarmikið, því
öllum kom saman um hann væri hætt-
ur að brosa og hatturinn var eins og
límdur á hausinn á honum, þegar hann
mætti okkur strákunum.
Fullorðna fólkið í plássinu kallaði þá
ástand, og þegar menn fengu vinnu hjá
þeim, var það kallað að vera í ástand-
inu. Allt var ástand, bæði þeir sjálfir
og allt í kring um þá.
Fyrsti bragginn var reistur í portinu
við hliðina á Bremenhúsinu. Bragginn
var nýtt furðuverk í byggingarkúnst-
inni, líkastur síldartunnu sundurskor-
inni að endilöngu. Braggarnir spruttu
upp eins og gorkúlur á haug. Fyrst einn
og einn, síðan heilu hverfin. Fyrst var
járngrind, bárujárn utan um, tex á
veggi, trégólf innan í og bragginn til-
búinn. ,
Þeir voru alls staðar, á báðum götum,
uppi á hjöllum, niðrá bryggju og út á
bökkum sprangandi um með byssu-
hólka og höfuðföt úr blikki í laginu
eins og kleinupottar á hvolfi.
Fólkið í plássinu þekkti fljótt í sund-
ur yfirmenn og undirmenn. Yfirmenn
gengu ekki með byssur, voru í staðinn
með einhvers konar prik, sem þeir
vingsuðu út í loftið eins og montrassar,
svo voru þeir með merki á öxlunum,
Eftir Björn Sveinsson Bjarman
Við ísafjarðardjúp
Eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal
Undra djúp við íshafs villtu slóð,
um þig vil ég kveða lítinn óð.
Harpan er gömul, höndin stirð og köld,
en hugurinn geymir sögn, og mynda fjöld.
Hér hnitar örninn hring við klettarið,
horfir yfir voga og fiskimið.
Æður og svanir út við hólma kvaka,
í ám og vötnum fiskar bjartir vaka.
Um yztu látur urt og kópar synda,
við augum blasir hópur kynjamynda.
Æðey, Vigur, Kaldalón og klettar,
Kofri, Hestur, jökulurðir grettar.
Gengið hef ég Hljóðabungu um nótt,
í Heydal rætt við dverg og álfadrótt.
Við innlögn siglt um sævardjúpið kalda,
er sólin gyllir ský og öldufalda.
— Mikla Djúp ég minnist ávallt þín,
á meðan sólin gleður augu mín.
23. tolublað 1962
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3