Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Qupperneq 4
Kínverjar þverbrjóta kenningarnar til að draga úr fólksfjölgun HINIR kommúnísku stjórnend- ur Kína eru nú aftur að taka upp þá marxísku trúvillu, að draga úr fæðingum. Þeir gera þetta treglega, laumulega og skömmustulega. Þetta er hrein kúvending til stefnu hins erfiða árs 1957, þegar Mao keisari og hinir marxísku mandarínar hans gáfu út dagskipun um, að öll héruð Kína yrðu að reyna að taka upp hömlur á fólks- fjölgun. Þessi stefna var við lýði í átta mánuði og var fyrsta tilraunin, sem gerð hefur verið opinberlega í nokkru kommúnistaríki til að stemma stigu við offjölgun. Hin nýja áróðursherferð fer miklu varlegar í sakirnar en gert var 1957. Stjórnendurnir læðast kringum efnið eins og köttur kringum heitan graut. Herferð þessi beinist gegn „unglinga- hjónaböndum“ — eigingjörnum, ótíma- bærum giftingum, sem meira er stofnað til af borgaralegum ástum en óskum flokksins og þörfum þjóðfélagsins. Þar af leiðandi er nú uppi mikil gagnrýni á lágmarks giftingaraldri, sem er 20 ár fyrir karlmenn og 18 fyrir konur. Sömu prófessorarnir, sem einu sinni voru lof- aðir fyrir að hvetja til getnaðarvarna og síðan fordæmdir fyrir hægri villu, hafa nú aftur verið hafnir upp til skýj- anna til að endurtaka villukenningar sínar, að því er sagt er „sökum heilsu ungra mæðra, sem ekki geta notað vinnukraft sinn vegna þess að þær hafa eignazt of mörg börn á unga aldri“. N ú er sagt, að enginn maður ætti að verða faðir yngri en 26 ára og engin kona móðir yngri en 23. Fæðingarnar á að skipuleggja eftir vinnugetu móð- urinnar, framleiðsla verður að ganga fyrir barneignum. Kommúnistar yfirleitt, og einkum hinir heittrúuðu Kínverjar, trúa í blindni á troðfullar vöggustofur, en jafn vel í Peking voru leiðtogarnir farnir að verða áhyggjufullir vegna allra þess- ara litlu munna. Hin nýja stefna Kínverja er orðin til vegna matvælaskorts, vöruskorts, versn andi lífskjara, óheyrilegs fjölda borg- arbúa og lélegrar stjórnar. Á rið 1954 var fyrsta vísindalega manntalið gert i Kína. Og öllum til undrunar reyndist kínverska þjóðin vera meira en 600 milljónir, í stað um það bil 450 milljónir, eins og ætlað var. Samkvæmt hinu opinbera mann- tali, sem flokkurinn gaf út á síðasta ári, var fólksfjöldinn 650 milljónir. Það er eftirtektarvert, að manntalið 1954 náði ekki einungis yfir meginlandið, heldur líka 7,6 millj. Kínverja á For- mósu og 11,7 millj. Kínverja í öðrum löndum. 30% Kínverja voru innan við 14 ára gamlir, fólksfjölgunin var um 2% og fór sífellt vaxandi. Með sama áframhaldi yrðu Kínverjar sennilega búnir að ná einum milljarði 1980. Leiðtogar Kínverja voru hinir roggn- ustu yfir hinum óheyrilega fólksíjölda og írjósemi hans. Sumir leiðtogar höfðu áhyggjur af því, hvernig hægt væri að bæta lífskjör- in við slíka fólksfjölgun, jafnvel Sjú- En-lai og hinn mikli hugsjónafræðing- ur flokksins, Liú Sjá-shi, höfðu áhyggj- ur. En þeir voru sakbitnir vegna þess- ara áhyggna, því að þær eru ósæmileg- ar, spilltar og and-marxískar. Og einhver rökfræðisnillingur sagði: „Mað- urinn hefur tvær hendur og aðeins einn munn og þess. vegna hlýtur framleiðsl- an alltaf að verða meiri en neyzlan i sósíalistísku þjóðfélagi.“ *r að fór samt svo að stjórnarvöld- in neyddust til að prédika getnaðar- varnir og eins og nú varð það í fyrstu gert undir því yfirskini að gæta þyrfti og bæta heilsu hinna vinnusömu kín- versku mæðra. Meira að segja Sjú-En- lai, sem 1955 hafði harðlega afneitað allri nauðsyn á takmörkun fólksfjölgun- ar í viðtali við Nehru, studdi hana 1956. — Hann sagði indverskri landbúnaðar- sendinefnd, „að margt fólk í Kína eign- aðist of mörg börn Jafnvel þó engin vandkvæði væru á að auka matvæla- framleiðslu og auka dreifingu vegna aukins barnafjölda, mundi hver fjöl- skylda þurfa tiltölulega hærri laun, þegar börnunum fjölgaði, til þess eins að halda óbreyttum lífskjörum. En ómögulegt er að hækka launin eins og þarf við fæðingu hvers nýs barns.“ Áróðursherferð stjórnarinnar byrjaði fyrir alvöru og stóð sem hæst í júní og júlí 1957. Aldrei hefur slik áróðursher- ferð átt sér stað í nokkru landi. í henni var notuð útvarp, blöð, kvikmyndir, fræðsluskuggamyndir, auglýsingaspjöld, fjöldafundir, fyrirlestrar, áminningar í verksmiðjum, teiknimyndabækur, gluggasýningar í búðum og jafnvel götusöngvarar. Gluggasýningarnar hefðu jafnvel vak ið sérfræðilegan áhuga þeirra sem selja ólögleg póstkort í Port Said. rátt fyrir þetta var eins og yfir- völdin væru svolítið feimin, að minnsta kosti í návist útlendinga. Þó að menn hefðu orðið að vera blindir, heyrnar- lausir og fábjánar þar að auki til að taka ekki eftir áróðursherferðinni, sögðu leiðsögumenn hins opinbera allt- af grafalvarlegir, að áróðursherferðin ætti ekki að hindra fólksfjölgun, heldur vernda heilsu mæðranna. Hið opinbera var bersýnilega sakbitið. En allt í einu gufaði þetta upp. — Gluggasýningarnar rykféllu og vörurn- ar sem þær mæltu með hættu að fást. Fóstureyðingarstofnunum. var ekki lok- að, en menn voru ekki hvattir til að notfæra sér þær. Nú var það orðið skortur á föðurlandsást og særandi fyr- ir föður Mao að eignast ekki börn. Mao sagði: „Hin mikla fólksfjölgun okkar er óhagganleg staðreynd og styrkur.“ Al- þýðublaðið í Pek-ing sagði í ágúst 1958: „f Kína verður ætíð rúm fyrir fleira fólk. Auðlindir landsins eru ótæmandi, veðurfarið gott og landrými óþrjótandi. Hér í Kína verður aldrei nóg af fólki.“ Ástæðan til þessarar miklu stefnu- breytingar var sú, að hugsjónafræðing- ar flokksins höfðu aldrei getað fellt sig við að stemma stigu við fólksfjölgun. Þeim hefur veitzt erfit að prédika getn- aðarvarnir og játa með því, að fram- takssemi og sósíalismi Kínveria stæð- ust frjósemi þeirra ekki snúning. . Þ á byríaði bað sem knilað var „hið mikla framfarastökk", öllum til- tækum mannafla var beint til iðnaðar- ins, en landbúnaðurinn vanræktur, all- ur gætilegur áætlunarbúskapur var felldur niður og árangurinn svaraði hvergi nærri til erfiðisins. Ei-lendis var þessi stefnubreyting að siálfsögðu túlkuð sem útþenslustefna. Þá var það að Tító marskálkur sagði hin frægu orð, sem oft hafa verið rang- lega eignuð Mao sjálfum. „Kínverjum þykir gaman að stæra sig af, að þótt 300 milljónir Kínverja færust í kjarn- orkustyrjöld, yrðu þó alltaf 300 milljón- ir eftir.“ Hinn fyrrverandi franski forsætisráð- herra, Paul Reynaud, gaf skýrslu um viðræður sínar við Krúsjeff, sem hlaut aldrei þá viðurkenningu sem hún átti skilið. Renaud segir svo frá: „Ég lagði áherzlu á það við Krúsjeff, að ákvörðun Kínverja að auka fólks- fjölgunina væri einhver örlagaþrungn- asti atburður í sögu mannkynsins. Ég sagði að hann skyldi spyrja sjálfan sig, hvenær kæmi að því að Kínverjar segðu Rússum, að Síbería væri óaðskiljanleg- ur hluti af olnbogarými Kínverja. Ég bætti því við, að fólksfjölgunin í Rússlandi myndi minnka jafnhliða því, að hinar menntuðu stéttir Rússlands færu að óska börnum sínum betra lífs en þær höfðu notið. Þ egar ég hafði bent Krúsjeff á þá hættu, sem Rússum gæti stafað af fólks- fjölguninni í Kina, varð hann þögull nokkra stund, en hann lét ekki uppi hugsanir sínar. Hann er ekki vitfirring- ur, eins og Hitler var. Ég er viss um, að hann hefur fullan skilning á þessari hættu. Hann spurði: „Hvers vegna legg- ið þér áherzlu á að mynda sambands- ríki Evrópu?“ Ég sagði honum, að það væri vegna þess, að eftir 25 ár yrðu Kínverjar orðnir þúsund milljónir, og þá væri fávísi að láta Evrópu standa sundraða gegn slíku veldi. Hin eina or- sök sem gæti valdið því að Rússar og Vesturveldin tækju einhvern tíma upp fulla samvinnu yrði hin sameiginlega kínverska hætta.“ Aðrir hafa bent á merkingu þess, að hið opinbera kínverska manntal telur Kínverja, sem búa í öðrum löndum, til kínversku þjóðarinnar. í gömlum rit- verkum Maos er talað um „kínverskt land og hjálendur, sem heimsvaldasinn- arnir hafa rænt af okkur.“ Og þá eru nefnd Burma, Bhutan, Nepal og Hong Kong, sem voru á valdi Breta, Kórea, Formósa, Fiskimannaeyjar og Ryukyu- eyjar undir Japönum, Indókína á valdi Frakka og Macao á valdi Portúgala. — Hann nefndi ekki Ytri-Mongolíu. ÍC. ínverska kommúnistastjórnin hefur aldrei dregið neina dul á að hún vill koma af stað byltingu um alla Asíu. En stór vanþróuð þjóð er engin trygg- ing þess að útþensla takist. Þrýstingurinn frá hinum hungraða múg getur rekið menn til nágranna- landa, þar sem meira olnbogarými er. En til útþenslu ríkisins þarf hernaðar- legt og pólitískt vald á bak við slíka þjóðflutninga. Ástandinu í Kina í dag svipar til hinna hörðu ára 1956 og 1957. Það er bara enn svartara. Aftur ríkir skortur og þrengingar rikja, aðvaranir stjórnar- valdanna og svartsýni. Stefnubreyting- ar eru tíðar. Aðeins eitt er óumbreytanlegt. Stjórn- tsismmvimQ in lætur sér gjörsamlega standa á sama um mannleg verðmæti og þrár. Stærð fjölskyldunnar er ákveðin af flokkn- um. f gær átti hún að vera stór, í dag lítil, og enginn veit hvað morgundag- urinn ber í skauti sér. Faðir Mao veit allt bezt, jafnvel þegar stefnubreyting- ar hans sýna, að það sem hann viss: i gær var rangt, og jafnvel þótt eina merk ið um að hann muni hafa rétt fyrir sér á morgun sé að hann játar að hafa rangt fyrir sér í dag. Hrun „framíarastökksin3 mikla“ hefur greinilega sýnt að snögg iðnvæðing er óframkvæmanleg, að fjöl- skyldunni má fórna og það verður að hörfa frá ákafastefnunni frá 1958. í stað hennar verður að taka upp hinar gætilegri aðferðir Rússa. Það er einnig greinilegt, að hér er ekki verið að fylgja fordæmi Rússa. Kínverjar hafa orðið að kúvenda sökum biturrar reynslu. En mannlegt eðli er nú einu sinni svo, að Kínverjar eru sennilega reiðari Rússum en áður, vegna þess að þeir hafa nyðzt til að taka upp aftur aðferðir Rússanna. (Stytt úr New York Times). 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.