Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Síða 5
Þarna er öll fjölskyldan í stofunni: Guðbjörg, Ingibjörg með litla barnið, Sævar og Pétur. (Ljósm.: Árni óskarsson) : < ■ i ■^■:00:-::'; •• • • vvv... ÍSLENZK HEIMELE — segir húsmóðir á Gufuskálum segir Ingibjörg. ÞaS hefur notalega ró- andi áhrif á mann að búa á svona stað. Aldrei neitt sem rekur á eftir. Annars höfum við einhvern veginn alltaf næg viðfangsefni, og það er óneitanlega skemmtilegra síðan fleiri komu á stað- inn. Fyrri raðhúsasamstæðan var byggð fyrir tveimur árum, fyrir 6 fjölskyldur, og síðan önnur eins sl. vetur. Nú búa hér 46 manns og samkomulag mjög ákjósanlegt. — Og hvað gerir þið helzt, fyrir utan það að Pétur gengur á 8 tíma vaktir í stöðinni og þú gætir bús og barna? — Maður finnur sér ýmislegt til, seg- ir Pétur. Nokkrir keyptu sér t. d. trillu og róa til fiskjar eða skreppa á skytterí. í vor fórum við í hóp og sigum eftir eggjum í Svörtuloftum, sem eru á svæð inu milli Öndverðarness og Beruvíkur og var mikið nytjað berg hér áður fyrr. Við kunnum ekkert til við þetta, en komumst upp á lagið og höfðum gaman af. Á veturna teflum við og spilum billiard. Svo höfum við ljós- myndaklúbb, sem flestir taka þátt í. Við keyptum í vor tæki til að framkalla og stækka myndir. Við getum líka skemmt okkur við að horfa á kvik- myndir, sem Bandaríkjamennirnir tveir hér í stöðinni fá og við njótum góðs af. Þetta eru yfirleitt svipaðar myndir og sjást í Reykjavík, koma þó aðeins fyrr hér. — Þú gleymir knattspyrnunni, segir kona hans og hlær. Þeir byrjuðu á því að keppa við Sandara á sjómannadag- inn, og æfðu sig svo tvisvar eða þrisvar — á eftir. Persónulegu munirnir mynda notalegt horn í stofunni. Ekkert til að stöðva malið F n hvað gera konurnar? — Þær eru allar í saumaklúbb. Svo komum við í morgunkaffi hver til ann- arrar. En sumar hafa haft nóg að gera í sumar við að taka á móti gestum. — Og hvað talar saumaklúbburinn um, þegar allar konur á staðnum eru viðstaddar? — Eitthvað hafa þær um að tala, gríp- ur Pétur fram í. Því klúbburinn endist fram eftir allri nóttu. Framh. á bls. 6 Notaleg róandi áhrif að búa á svona stað og þrjú svefnherbergi.. f hjónaherberg- inu er það breiðasta og á að sjá þægi- legasta hjónarúm, sem hægt er að hugsa sér, og mörg húsmóðirin mundi vafalaust öfunda Ingibjörgu af hirzlun- um, sem eru í hverju svefnherbergi, bæði skápar og skúffur. Yfirleitt eru húsmæðrunum á Gufuskálum lögð til öll hugsanleg þægindi. Þær hafa þvotta- hús með fullkomnustu þvottavélum, sem skila þvottinum þurrum. Og þær hafa aðgang að frysti- og kæligeymsl- um. Ekki veitir reyndar af, því mjólk- in kemur einu sinni í viku, alla leið úr Reykjavík. Þar býr ungt fólk Hjónin, sem við erum að heim- sækja þarna, eru ung, eins og reyndar flestir íbúarnir. Ingibjörg er alin upp á Hverfisgötunni í Reykjavík, en Pétur er frá Siglufirði. Hann fór ungur suð- ur, í Loftskeytaskólann „og kynntist henni strax“, segir hann. Eftir veturinn í Loftskeytaskólanum fór hann að vinna hjá Landssímanum, og lærði radíóvirkj- un, sem tekur a.m.k. hálft annað ár, en fékk svo þriggja mánaða námsdvöl í Bandaríkjunum, til að kynna sér það sem með þarf til að geta starfað á lor- anstöð, enda þá ráðinn að Gufuskálum í a.m.k. tvö ár. Á meðan var Ingdbjörg heima og gætti barnanna tveggja, Guð- bjargar, sem nú er 5 ára og Sævars, 3ja ára. Og nú eru þau búin að vera þarna í tvö ár og ekkert að hugsa um að fara. — Hérna fer svo ljómandi vel um okkur og aðbúnaður allur prýðilegur, FYRIR skörnmu birtist í Morgunblaðinu mynd af ungri konu með lítinn son sinn, sem hafði verið týndur í gjótu í 11 tíma nálægt heimili sínu við loranstöð- ina á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Frásögnin af þessum atburði dró athygli manna að nýrri byggð, þar sem 11 fjölskyldur og einn ein- staklingur, hafa á undanförnum tveimur árum sest að í nýjum hús- nm, sem byggð hafa verið fyrir starfsmenn loranstöðvarinnar. Og í þeim tilgangi að forvitnast um jvernig þetta fólk hefur komíð sér þarna fyrir og hvemig það býr, lit- um við, er við áttum leið þar um, inn á heimili Péturs Péturssonar og Ingibjargar Kjartansdóttir, foreldra litla drengsins, sem týndist. V ið loranstöðina skammt frá Hell- issandi eru tvær hvítmálaðar tveggja hæða raðhúsasamstæður. Milli húsanna eru litlir grasfletir, rauðamöl í bíla- stæðum og yfirleitt snyrtilegt í kring. öll raðhúsin 12 eru eins, og bera að innréttingu nokkurn svip amerískra húsa. T. d. er gengið nærri beint um aðaldyr inn í stofuna, sem er stór og rúmgóð og með borðstofuútskoti. Þar er á vegg lúga fram í eldhúsið, sem er búið ísskáp og eldavél með dýrindis steikarofni. Eldhúsmegin er gangur, eins og siður var að hafa á íslandi fyrr á árum. En svo kemur aftur ameríska fyrirkomulagið í uppganginum á efri hæðina. Þangað liggur stigi úr enda stofunnar og þar uppi eru baðherbergi 23. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.