Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Side 7
t
a&fratiitftr
kom þó til orða að snúa við,
enda fór betur en á horfðist.
Var nú haldið í átt til Há-
barms.... Á leið okkar var
ýmislegt athyglisvert að sjá og
þó einkum eftir að við' kom-
um á líparítsvæðið. Mátti
finna margar og mismunandi
steingerðir.... Er við vorum
á tindi Hábarms um kl. 4 e. h.
fóru að birtast þokúbakkar í
norðrinu og huldu þeir útsýn
til norðurs og austurs á ör-
skömmum tima. Til allrar
hamingju vorum við þá komn-
ir svo hátt að unnt var að
njóta útsýnisins í ríkum mæli.
Við sáum vítt til vesturs
(Heklu, Hlöðufell, Skjaldbreið)
og norðurs (Langjökul, Hofs-
jökul, Bláfell). Þá var einnig
fagurt útsýni til Vatnajökuls.
Frá tindi Hábarms blasti þó
við enn sérstæðari sjón yfir
líparítsvæðið. Litadýrð þar var
slík, að ekki verður lýst fyrir
þeim, er ekki hefur sjálfur séð.
Á heimleið var gengið stöðugt
á meðalhraða og farið var nú
eftir Illagili og þaðan niður á
veginn, sem liggur frá Land-
mannalaugum.
Föstud. 3. ágúst
Hér urðu þáttaskipti. Eyþór
Einarsson hafði farið um nótt-
ina, en í hans stað voru komn-
ir þeir dr. Björn, Yngvi og
Sverrir. Þeir settu okkur nú
til starfa. Flokkur A var sett-
ur í að reisa girðingu um-
hverfis blett nokkurn, en
flokkur B hóf klippingu innan
hringja nokkurra af miklum
krafti. Hringir þessir eru %
ferm að stærð og eru notaðir
til þess að mæla gróðurmagn
á afréttum, svo að hægt sé að
mæla beitarþol þeirra. Mæl-
ingarnar eru gerðar í sam-
bandi við gróðurkortagerð At-
vinnudeilar Háskóla íslands á
hálendinu. Flokkur C fór með
Sverri í jarðfræðileiðangur.
Um kl. 7 e. h. var „dinner-
inn“ snæddur. Var það ágæt
ýsa, sem vísindamennirnir
höfðu komið með. Var það góð
tilbreyting frá duftinu, sem við
erum alltaf með.
Laugard. 4. ágúst
Laugardagur til lukku. Hin-
ir gömlu og reyndu sögðu, að
morgunstund gæfi gull í mund.
Fyrst í dag reyndum við að
Framh. á bls. 13
Miðvikud. í. ágúst
Við vorum vaktir með lúðra-
Brezku piltarnir settu þetta skilti upp á staðnum
FJÚLLUM
blæstri og var þar Þjóðverjinn
að verki.... Að loknum morg-
unverði var flokkunum falið
hverjum fyrir sig að safna
sem flestum plöntum, en áður
hafði Eyþór sýnt okkur helztu
mýrarplöntur. Allt til kl. 4 e.
h. mátti sjá leiðangursmenn
snuðrandi um móa og börð,
krafsandi í jarðveginn og
reytandi plöntur, svo að til
landauðnar horfði. Kl. 4 e. h.
var safnast saman uppi í kofa
og plönturnar greindar og
taldar. f ljós kom, að fjöldi
mismunandi tegunda, sem
fundizt höfðu var 76. Meðan
við vorum í grasaferð þessari
reyttum við auk þess dálítið
af fjallagrösum og er meining-
Nýstárlegt ferðalag og skemmtilegt
trompet. Skömmu fyrir hádegi
var liðinu skipt í þrjá hópa.
Hver hópur fékk til umráða
tvö tjöld og skyldi hver hópur
sjá um sína eldamennsku. —
Úr dagbók enska piltsins: Að
loknum morgunverði fórum
við allir með Eyþóri Einars-
syni, grasafræðingi, norður að
Grænalóni, sem er nokkuð
stórt vatn. Á leiðinni kynnti
Eyþór fyrir okkur helztu
plöntutegundirnar...... Um
kvöldið fóru fram ýmsar í-
þróttir, m. a. landsleikur í
knattspyrnu og unnu íslend-
ingar 6:3. Ennfremur var
keppt í langstökki og sigraði
þar aftur einn íslenzki piltur-
inn og stökk vel yfir 6 m, sem
er mjög gott miðað við að-
stæður. Hinar björtu nætur
eru mjög villandi, því að erf-
itt er að átta sig á háttatíman-
um, enda var komið fram yfir
miðnætti, er við ioks fórum í
pokana.
in að reyna að sjóða úr þeim
fjallagrasate.
Fimmtud. 2. ágúst
Veður var gott í morgun
nær logn og létt yfir. ... Kl.
10,15 f. h. var tilkynnt, að lagt
skyldi í fjallgöngu.... Gengið
var sem leið liggur að Hall-
dórsfelli. Áin var vaðin, þar
sem fyrst að henni var komið,
en á meðan dimmdi mjög
snögglega í lofti og gerði helli-
skúr ásamt dálitlu hagli. Ekki
Þetta hlýtur að vera eitthvað forvitnilegt
A
Isumar var farin
mjög skemmtileg
og um margt óvenjuleg
ferð inn á hálendi íslands.
Hópur íslenzkra og brezkra
pilta fóru ásamt fararstjór-
um sínum inn í Jökuldæli
og var markmið leiðangurs-
ins að kynna þessum æsku-
mönnum náttúrufræðileg
vísindastörf og ennfremur
að auka kynni piltanna frá
þessum tveim löndum. —
Leigangurinn var skipu-
lagður af Æskulýðsráði
Reykjavíkur og félagi í
Bretlandi, sem heitir Brat-
hay Exploration Group og
hefur það markmið, að efna
til slíkra ferða og rannsókna
meðal unglinga bæði heima
og erlendis.
T ísindamennirnir dr. Björn
Sigurbjörnsson, Eyþór Einars-
son, Ingvi Þorsteinsson, dr.
Sigurður Þórarinsson og Sverr-
ir Scheving Thorsteinsson
stjórnuðu verkinu, en farar-
stjóri af íslands hálfu var
Guttormur Sigurbjarnarson,
kennari.
Lesbókin hefur fengið leyfi
til þess að birta kafla úr dag-
bók leiðangursins og nokkrar
myndir úr ferðalaginu og er
það von okkar, að ýmsum
muni þykja það skemmtilegt
að kynnast nánar þessu ferða-
lagi, því að hér er um nokkra
nýbreytni að ræða og enn-
fremur er það von þeirra, sem
að þessu stóðu, að framhald
geti orðið á slíku starfi, því að
margir unglingar hafa áhuga á
hagnýtum náttúrufræðum og
nú er einmitt mikil þörf á
fólki, sem kann skil á slíkum
hlutum. Hér koma svo nokkr-
ir þættir úr dagbókinni, en hún
var rituð af piltunum sjálfum
dag hvem, þannig að bæði
enskur og íslenzkur piltur rit-
aði um hvern dag.
Mánud. 30. júlí
Lagt af stað kl. 10 f. h. frá
Lindargötu 50 með Gísla Eiríks
syni, bílstjóra. Ekið var sem
leið liggur austur fyrir fjall og
ekki numið staðar fyrr en á
Selfossi.... Er ekið var í Eld-
gjá fengum við kvöldmat. Eitt
stykki af súkkulaði og tvö
stykki af hrökkbrauði, sem
gengur undir nafninu „beina-
kex“. íslenzkum líkaði súkku-
laðið prýðisvel, enda óvanir
slíkum kvöldmat, en töldu
hrökkbrauðið vart mat. Brezk-
um þótti hvort tveggja prýði-
legt, enda sjálfsagt vanir slíku
„mataræði".
í Jökuldali var komið kl.
3,30. Ekið var heim að skál-
anum og ruku þá ýmsir að
honum með ópum og látum,
enda hugðu þeir hann mann-
lausan. Þó knúðu menn dyra.
Heyrðu menn þá umgang inni
fyrir og kom svo maður til
dyra. Var hann að sögn ná-
fölur af ótta og bjóst við
draugum, sem spilltu nætur-
friði hans. Kom í Ijós, að hér
var Þjóðverji á ferð. Þegar
átti að fara að tala við mann-
garminn, kom í Ijós, að ensk-
an var farin að segja til sín
hjá íslendingum, því að einn
sagði: „Bist du hier alone“?
Að lokum tókst að tjalda og
var þá kvöldverður fram bor-
inn.
Enski pilturinn ritaði m. a.
um þennan dag: Við fórum um
í fyrstu mjög eyðilegt lands-
svæði. Fjöllin risu næstum
beint frá jörðu og teigðu sig
tignarlega upp í fagurbláan ís-
lenzkan himininn....
Þriðjud. 31. júlí
Við vorum vaktir um niu-
leytið. Snæddum við þá morg-
unverð, sem var hafragrautur,
flesk og hrökkbrauð. Hafra-
grauturinn var afbragðsgóður
að öðru leyti en því, að saltið
gleymdist heima og mjólkin
var úr dufti. Nú kynntumst
við Þjóðverjanum betur. Hann
býður af sér fremur góðan
þokka. Virðist hann vera
ferðagarpur og náttúruskoð-
ari. Hann hefur myndavélina
mjög á lofti og leikur á
23. tölublað 1962
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7