Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Qupperneq 8
- / SLÓÐ
Framh. af 1. síðu
Boston til þess að kanna, hvort þar væru
fundnar norrænar rústir. Var það
bandarísk kona, ungfrú Horsford að
nafni, sem forgöngu hafði um þær
rannsóknir, og varð úrskurður þeirra
félaga ungfrúnni til lítillar ánægju. Til
vinstri handar sér nú móta fyrir Þorsk-
höfða (Cape Cod), þar sem hið fræga
landnemaskip Breta, Mayflower, kom
að landi árið 1620. Þorskhöfði hefur
einnig komið mikið við sögu Vínlands-
rannsóknanna, þar hafa menn jafnvel
þótzt finna „lendingarstað" víkingaskip-
anna með ummerkjum. Eftir stutta
stund er flogið yfir Langeyjarsund
(Long Island Sound), sem Gathorne-
Hardy hugði Straumfjörð, og inn yfir
milljónaborgina við mynni Hudson-
fljóts, Hóp Gathorne-Hardys.
Ef við fljúgum nú aftur frá Ný-Jork
til Ganderflugvallar á Nýfundnalandi,
er m.a. farið yfir Nýja-Skotland (Nova
Scotia), en einnig það land hefur verið
tilnefnt sem Vínland fornsagnanna.
Hinn kunni norski fræðimaður Gustav
Storm taldi alla helztu staði Vínlands-
sagnanna vera að finna á ströndum
Nýja-Skotlands. Og loks er þá komið
að Nýfundnalandi, sem helzt hefur ver-
ið á dagskrá Vínlandsfræða undanfarin
misseri, eftir að þau hjónin Anna Stína
og Helgi Ingstad fundu á norðurodda
landsins rústir, sem líkur þóttu benda
til, að væru frá tímum hinna fornu
Vínlandsfara og norrænar að uppruna.
Tengsl samtíðar og sögu
Þessa flugleið, sem hér hefur verið
lítillega lýst, flugum við dr. Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður, Gísli Gestsson
safnvörður, sænski fornleifafræðingur-
inn Rolf Petré og höfundur þessarar
greinar, sem réðumst til Vínlandsferðar
12. júlí sl. til þátttöku í rannsóknarleið-
angri Ingstadshjónanna á norðurodda
Nýfundnalands.
Ég hafði gaman af að spjalla við flug-
mennina á leiðinni til Ný-Jorkar. Flest-
ir mundu ætla, að íslenzkir fiugmenn
væru dæmigerðir nútímamenn í þeim
skilningi, að í huga þeirra kæmist ekk-
ert að nema tækni og nýjungar, en ég
hef hvað eftir annað orðið var við, að
margir þeirra hafa vakandi áhuga á
sögulegum og þjóðlegum fræðum. Ég
sýndi flugmönnunum uppdrætti, sem
ég hafði gert af ferðum Vínlandsfara,
en þeir færðu gömlu örnefnin inn á sín
kort. Ef til vill eiga þeir eftir að út-
breiða fróðleikinn eins og íslenzku
flugmennirnir á Grænlandi, en örn Ei-
ríksson sagði mér í sumar vestur í Ei-
ríksfirði, að hann væri búinn að kenna
Dönum þar að nefna Narssarssuaq
Stokkanes. Annað glöggt dæmi um
söguáhuga íslenzkra flugmanna er,
að einn þeirra, sem flugvél okkar
stýrðu, Skúli Steinþórsson, er skráður
nemandi í norrænudeild Háskólans og
sótti m. a. rannsóknaræfingar á síðast-
liðnum vetri um vandamálið Vínland-
Vinland. Þannig má nú á dögum finna
skemmtileg dæmi um, að enn lifir í
fræðakolum fslendinga á tækniöld.
Og í dæminu um Loftleiðamenn og
Vínlandsfarana takast samtíð og saga í
hendur á eftirminnilegan hátt. Loft-
leiðamenn mega heita íslenzkir arftak-
ar Vínlandsfaranna fornu, þar sem þeir
halda uppi flugferðum norðvesturleið-
ina yfir Atlantshaf, sömu leiðina sem
Vínlandsfararnir sigldu. Því mega þeir
sannarlega vera — og eru — minnugir
þessara landsmanna sinna, sem brutust
fyrstir manna yfir hið opna og veðra-
sama úthaf milli gamla og nýja heims-
ins. Og þeir hafa betra tækifæri en
flestir aðrir til að halda á loft minningu
Vínlandsfaranna og gætu sjálfir jafnvel
sótt nokkurn styrk til vitundarinnar um
framtak forfeðranna. Það hlýtur að
vera kynleg tilfinning, sem grípur ís-
lenzkan Loftleiðamann, er hann lítur úr
stjórnklefa flugvélar sinnar, búnum
hvers kyns mælitækjum, niður yfir
hvítfextar öldur Atlantshafs, verður
hugsað til landsmanna sinna, sem sigldu
í bátskeljum sömu leið fyrir þúsund
árum, jafnvel með konur, börn og bú-
pening, og minnist afreka þeirra Bjarna
Herjólfssonar frá Drepstokki í Flóa, sem
fyrstur hvítra manna mun hafa augum
litið hinn nýja heim, Leifs Eiríkssonar
frá Eiríksstöðum í Haukadal, sem fyrstur
Evrópumanna er talinn hafa stigið þar
fæti á land, Þorfinns karlsefnis frá
Höfða á Höfðaströnd, sem tilraun gerði
til landnáms í hinum nýja heimi, konu
hans, Guðríðar Þorbjarnardóttur frá
Laugarbrekku á Snæfellsnesi, sem sögð
er hafa farið allt frá Vínlandi í vestri
til Rómaborgar í austrd og mun því
mega telja víðförlustu konu heims á
miðöldum, og Snorra Þorfinnssonar,
sonar þeirra, fyrsta hvíta barnsins, sem
fæddist í hinum nýja heimi.
Tékkarnir frá honum Jóa
1 Eiríks sögu rauða segir, að þeir
Þorfinnur karlsefni og félagar hans hafi
á ferð sinni norðan frá íslandi og Græn-
landi komizt lengst suður til Hóps á
Vínlandi. „Þar voru þeir hálfan mánuð
og skemmtuðu sér“, segir í sögunni. Við
fslendingarnir þrír og Rolf Petré höfðum
þann háttinn á að taka þegar í upphafi
ferðar út skemmtunina, þar sem við
„skemmtuðum" okkur í tvo daga í Ný-
Jork við að skoða söfn og önnur stór-
merki heimsborgarinnar.
í Gander, hinni miklu flughöfn Ný-
fundnalands, vorum við einnigítvo daga.
Hér vaknaði á ný gamall áhugi á högum
þessa lands, sem við vorum komnir til.
Sá áhugi hafði upphaflega kviknað við
lestur greina Steingríms læknis Matt-
híassonar í Eimreiðinni fyrir allmörg-
um árum. Samanburður íslands og Ný-
fundnalands hlýtur af mörgum ástæð-
um að vera forvitnilegur. Löndin eru
álíka stór, og bæði eru þau strjálbýl og
hörð. Fiskveiðar eru einn höfuðatvinnu-
vegur beggja þjóðanna. Þó er sá mun-
ur á, að á Nýfundnalandi eru aðeins um
10% þjóðarteknanna runnin frá fisk-
veiðum, þótt fleiri stundi þá atvinnu-
grein en nokkra aðra. Nýfundnaland
er að vísu miklu verr fallið til kvikfjár-
ræktar og annars landbúskapar en fs-
land, enda eru þær atvinnugreinar
nauðalítið stundaðar. en þar á móti
kemur hin mikla auðlegð skóga lands-
ins. Höfuðtekjur sinar hefur þjóðin af
skógarhöggi og námagrefti, og er í síð-
ari grein einkum mikilvægt, að Ný-
fundnaland ræður yfir hinu málmauð-
uga T.abrador og hefur miklar tekíur
af námavinnslu þar. íbúatala Nýfundna-
lands hefur vaxið ört undanfarin ár og
er nú tekin að nálgast hálfa milljón.
Eru flestir íbúanna af brezkum ættum.
Það, sem lærdómsríkast er í saman-
burði Nýfundnalands og fslands, er sú
þróun, sem varð í löndunum á kreppu-
árunum upp úr 1930. Á þeim árum fór
Nýfundnaland, sem orðið hafði sjálf-
stjórnarnýlenda árið 1855, á höfuðið og
sagði sig til sveitar, fór á brezku krún-
úna, ef svo mætti að orði komast. Var
landið svipt sjálfsforræði og yfir það
sett brezk stjórnarnefnd árið 1934. Á
sama tíma áttu íslendingar ekki við
minni örðugleika að etja en Nýfundna-
land, en hertu sultarólina og þraukuðu
af. Ef leitað er skýringa á hinum ólíku
örlögum landanna á þessum þrenginga-
tímum, segir mér svo hugur um, að
þungt vegi á metunum, að íslendingar
höfðu nýfengið sjálfstæði að verja,
meiri þjóðarmetnað vegna sérstakrar
tungu og þjóðmenningar og loks enga
krúnu, sem þeir þóttust þá geta verið
þekktir fyrir að segja sig til. Hérna
sýnist mér væri athyglisvert rannsókn-
arefni fyrir þjóðasálfræðinga, ef sér-
fræðingar væru á annað borð til í þeirri
vanræktu fræðigrein.
Á Ganderflugvelli var veðurtepptur
samtímis okkur brezkur verkfræðingur,
og hafði hann dvalizt árum saman á Ný-
fundnalandi. Þegar hann heyrði erindi
okkar, vildi hann allt fyrir okkur gera
eins og yfirleitt þeir menn, sem við
höfðum skipti við á Nýfundnalandi.
Hann ók með mér um Ganderbæ, ljóm-
andi vel skipulagðan smábæ, sem risið
hefur upp við hinn mikla flugvöll, og
sýndi mér hina glæsilegu flugstöð og
veðurathugunarstöð. Hann sagði mér
margt um hagi landsmanna og stjórn-
málaástandið í landinu.
Brezka auðfélagið Bowater ræður yf-
ir nær öllum skógum Nýfundnalands
og rekur þar stærstu pappírsmyllur
heims. Er það sagt greiða mjög lág gjöld
til landsmanna samkvæmt gömlum
samningi. Hins vegar er það greinilega
óspart á að auglýsa starfsemi sína í
blöðum landsins, því að þar blasa hvar-
vetna við heilsíðuauglýsingar frá félag-
inu, þar sem upp er talið, hve mikil
vinnulaun það hafi greitt á undanförn-
um árum og áratugum. Ekki verður
lengi rætt við menn á Nýfundnalandi,
áður en tal þeirra tekur að snúast um
hinn mikla gróða Bowaterfélagsins og
óhæfilega lág gjöld þess til landsmanna.
Langvoldugasti stjórnmálamaður
landsins heitir Joseph Smallwood og er
foringi Frjálslynda flokksins og for-
sætisráðherra landsins. Hann er lítill
naggur og tölugur og má heita alráður
í landinu, því að andstöðuflokkar hans
ráða aðeins yfir fimm þingsætum af 36 í
fylkisþinginu (1959). Veldi sitt á hann
einkum því að þakka, að hann beitti sér
mjög fyrir því, að Nýfundnaland gerð-
ist fylki í Kanada árið 1948 og er nú
mjög harður í kröfum sínum við stjórn
Kanada í Ottawa. Þess vegna nýtur
landið nú margvíslegra hlunninda frá
stjórninni, og munar þar hvað mest um
atvinnuleysisstyrkina, en mikinn hluta
ársins er geigvænlegt atvinnuleysi með-
al landsmanna, einkum fiskimannanna.
Ganga styrkjaávísanirnar frá Ott-
awa undir nafninu „tékkarnir frá hon-
um Jóa“ (Joey’s checks), og vei þeim,
sem vogar sér að hallmæla honum við
viðtakendur.
Norður á odda
Frá Ganderflugvelli flugum við í tíu
manna sjóflugvél Grenfells-stofnunar-
innar (Grenfell Mission) í boði dr.
Thomasar, yfirlæknis sjúkrahússins í St.
Anthony. Líknarstarf Grenfellsmanna
meðal fátækra fiskimanna á strönd
Labradors og norðurskaga Nýfundna-
lands er löngu heimsþekkt, og sækjast
læknar og hjúkrunarkonur víðs vegar að
úr heiminum eftir að vinna fyrir stofn-
unina sem sjálfboðaliðar. Upphafsmað-
ur þessa starfs var dr. Wilfred Grenfell,
sem kom til Labradors og Nýfundna-
lands skömmu fyrir síðustu aldamót og
rann svo mjög til rifja örbirgð og bágt
heilsufar landsmanna, að hann varði
ævi sinni til þess að koma upp sjúkra-
húsum og sjúkrastöðvum í þessum lönd-
um. Miðstöð stofnunarinnar er í St.
A.’ithony, helzta bænum á austanverðum
norðurskaga Nýfundnalands, og veitir
dr. Thomas henni forstöðu. Hann er
fremur ungur maður, sagður sérfræð-
ingur í fleiri en einni grein læknisfræð-
innar og á allra kosta völ í milljóna-
borgum, en kýs að vmna hér líknarstarf
á hala veraldar. Okkar var sagt, að hann
væri hálfguð meðal innfæddra manna.
Flugvélin tók stefnu á Lewisporte á
norðurströnd landsins. Hvergi örlaði á
ræktuðu landi, á stöku stað sá ég smá-
stíga í skóginum, ssm kynnu að vera frá
tíð frumbyggjanna, Beóþúkkanna, hinna
eiginlegu „rauðskinna“, sem svo voru
nefndir, af því að þeir máluðu sig í fram
an rauðum lit. Þeim var útrýmt ger-
samlega, og er talið, að síðasti Beó-
þúkkinn, kona að nafni Shanadithi, hafi
horfið til feðra sinna árið 1829.
Við flugum nú norðvestur yfir Notre-
Dame-flóann og sáum þar þegar myndar-
lega borgarísjaka. Flugvélin stefndi á
Cat Arm vestan við Hvítaflóa (White
Bay), skammt norðan við Sop’s Arm.
Þann stað nefndi danski sjóliðsforing-
inn Hovgaard til sem hugsanlegt Hóp
Þorfinns, og hefði verið fróðlegt að skoða
staðinn, þar sem nann er af ýmsum á-
stæðum forvitnilegur. Flugvélin lendir
fyrir utan Cat Arm við hlið fallegs vél-
báts, og þar fara þeir dr. Thomas og
fylgdarlið hans um borð í bátinn, því að
ætlun þeirra er að sigla á honum til St.
Anthony. Við höldum áfram ferðinni
meðfram austurströnd hins mikla norð-
urskaga, sem Norðmaðurinn Löberg taldi
nýlega vera Furðustrandir. Er skemmst
af að segja, að þetta er samfelld kletta-
og hamraströnd, viðast skógi vaxin. At-
hygli okkar vakti, að víða voru fannir
skammt frá sjó, og er ströndin þó frem-
ur lág. Við stöldruðum við í þremur
smábæjum á austurströndinni, Roddick-
ton, Englee og Conche, og sóttum þangað
þrjár litlar stúlkur, sem flytja skyldi i
sjúkrahúsið í St. Anthony. Þar
lentum við á lítilli tjörn norðan við bæ-
inn eftir allglæfralega lendingu, og var
þá aðeins eftir síðasti áfanginn norður
til Nollsvíkur (Noddy Bay), skammt fyr-
ir austan Lance-aux Meadows.
Ég skoðaði með nokkurri eftirvænt-
ingu landið, sem blasti við fyrir neðan.
okkur þennan síðasta spöl og kalla mætti
uppland fundarstaðarins í Lance-aux-
Meadows. Það reyndist vera geysivíð-
lend skóglaus „Arnarvatnsheiði", og bar
meira á vötnum en þurrlendi. Leizt mér
vatnaland þetta mundu vera illfært yfir-
ferðar.
Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og greinarhöfundur komnir til Lance-
aux-Meadows — og börn úr þorpinu.
R LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
23. tölublað 1962