Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Síða 9
■V
Sí i:
LatigdtkeLKi
repóíokkur
r
'WlSll
Kjalarnfcs og
TurSustrandítH
RúsíiríenniLhér
átrauTnfjórður
TúrSustrandir
^telvilte
Kjalarngs
(fipoit, B<iv,
Turiustrándir
Straumfjor&ur
^4Stmumfj
*'.**Ytnviéar
Kjalartu-S
Straumíjoráur
K.jalarngs
Straumfjorður
Kjalarng.s
S t r a um fj o riur
• 1» »•» *>** ísíWm
Taimer
Hovgaard
Rústirnar í Lancc-aux-Xcadows
Matth.Þórðars.
Haltdór Hermaxmss
Horsford
Gustav Stornx
GaHiorne -Hardy
2 'FurSasttanáir
Strautnfjör^ur
n
Þegar við stigum út úr flugvélinni í
Nollsvík, sló á móti okkur köldum gusti
af hafi. Við tókum þegar á leigu lítinn
vélbát, og flutti hann okkur vestur fyrir
tvö lítil nes, sitt hvorum megin við þorp-
ið Straitsview, til I ance-aux-Meadows.
Úíi fyrir syntu heljarstórir borgarísjak-
ar, í norðaustri sást Fagurey (Belle Isle)
og Baldhöfði (Cape Bauld) í austur-
átt. Óneitanlega var aðkoman lruldaleg
að þessu góða Vínlardi á Hornströndum
Nýfundnalands um hásumar 17. dag júlí-
mánaðar. En landslag var fagurt, og í
hugann kom lýsing á fyrsta landinu, sem
Bjarni Herjólfsson kom að og svo er
lýst, að „landið var ófjöllótt og skógi
vaxið og smár hæðir á landinu". Sú
lýsing mundi eiga vel við norðanvert
Nýfundnaland.
Lanee-aux-Meadows —
MiSdegisvík eða
Medeuvík?
Nýfundnaland liggur úti fyrir mynni
hins- mikla St. Lárensfljóts, en á þeim
slóðum ráða frönskumælandi menn rikj-
um, í fylkinu Kvíbekk. Þeir eru nú nær
firnm milljónir að tölu, og er síður en
svo, að nokkur feigðarmörk séu á tungu
þcirra. Á vesturströnd Nýfundnalands
og norðurskaganum höfðu Frakkar fyrr-
urn fótfestu. í Versalasamningi 1783 var
þeim veittur réttur til fiskveiða frá
vesturströndinni, sem nefnd var af þeim
sökum „Frakkaströnd". Töldu Frakkar,
að þessi réttur væri einkaréttur þeirra,
en Bretar vildu okki samþykkja þann
skilning, og stóð þíark um þetta mál á
aðra öld. Það var ekki fyrr en 1904,
að Frakkar létu af öllum kröfum sínum
til Nýfundnalands gegn afhendingu land-
svæðis í Vestur-Afríku. Af þessum sök-
um þarf ekki að knnia á óvart, þótt enn
eimi eftir af frönskum áhrifum á Ný-
fundnalandi. Á vesturströndinni er enn
líti' byggð frönskurr.ælandi manna, og
flöldi staðarnafna sr þar af frönskum
rótum runninn.
Heiti byggðarinnar, sem við vorum nú
komnir til, Lance- aux-Meadows (eða
Lance-au-Meadow), er greinilega eitt
hinna frönskuskotnu örnefna hér um
slóðir. Fyrri nafnliðurinn ætti samkvæmt
rithætti að merkja „spjót“ og hinn síðari
„tngi“ eða „engjar", og verður merking
nafnsins því harla tortryggileg. Á Gand-
erílugvelli virti ég fvrir mér stóran ujpp-
drátt Nýfundnalands og Labradorskaga
og rak þá augun í örnefni á strönd
Labradors, sem hófust á L’Anse au, t. d.
L’Anse au Clair, L’Anse au Coup, og
þótti mér að vonurn líklegt, að þar væri
um hliðstæð nöfn ->5 ræða staðarnafninu
Lance-aux-Meadows. en anse á frönsku
merkir „vík“.
George gamli Decker, eftirlitsmaður
rústanna í Lance aux-Meadows, bauð
niér heim til sín að skoða nákvæman
uppdrátt, sem hann á af norðurskaga Ný-
fundnalands. Þar var víkin fram undan
fiskiþorpinu Lance aux-Meadows nefnd
Medee Bay. Ég spurði Decker, hvort
þetta nafn stæði í nokkru sambandi við
nafn þorpsins. ,.Well“, sagði hann,
„gamla fólkið var vant að kalla plássið
Lance-au-Medee, og svo var það stund-
um nefnt, þegar ég var hér póstur á
yngri árum. Faðir minn sagði mér, að
þa& þýddi víst Twelve o’clock Cove (Há-
degisvík). Þarna átti Decker greinilega
v.ð, að upprunalegt heiti staðarins væri
L’Anse-au-Midi, en franska orðið lidi
merkir bæði „miðdegi" og „suður“. Ef
þessi skýring er rétt, mætti staðurina
heita Miðdegisvík eða Suðurvík á ís-
lenzku, eða e. t. v. einu nafni Dagverðar-
rík.
Frá Gander hafði ég talað í síma vifl
E. R. Seary, prófessor í ensku við há-
skóla Nýfundnalands í St. John’s, og
spurt hann m. a. um merking þessj
nafns. Bréf frá honum fékk ég ut»
þær mundir, sem við fórum frá Ný-
fundnalandi. Hann skýrir fyrra hlutj
nafnsins eins og hér er gert, hafði grafií
upp nafnmyndina Anse á Ia Médée t
heimild frá 1862 og gizkar á, að síðari
liðurinn sé skipsheiti (Medea í grískrt
goðafræði) og nafnið merki þá Medeu-
vik.
Ekki verður skorift úr því að sinni,
hvor hafi upp á rétta nafnskýring a3
bjóða, hinn ólærði eCirlitsmaður í Lance-
aux-Meadows eða h’un lærði prófessoi
í St. John’s. En óskapnaður örnefnanna
á þessum slóðum veP ur trega í huga fs-
lendings, þegar nann hugsar til hinna
fögru og tæru nafn=i, sem nýi heimurinn
missti af: Helluland — Markland— Vín-
land — Furðustrandir — Kjalarnes —
Straumfjörður — Hóp.
23. tölublað 1962
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9