Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Qupperneq 11
FY R IR skömmu
vakti dr. Joseph
T. Antonitis, prófessor í sál-
fræði við háskólann í
Maine athygli með rann-
sóknarskýrslu, sem virtist
lýsa velþóknun vísinda-
manns á hýðingum.
Þrátt fyrir margra ára deil-
ur hitnar mönnum enn í hamsi,
jþegar deilt er um hýðingar.
AndstæSingar hýðingarinnar
segja að hún hafi aldrei áhrif,
ihún komi annað hvort upp-
reisnaranda í börnin eða þau
verði kúguð. Þeir segja líka, að
hvernig sem börnin bregðist
við hýðingum, læri þau af
þeim að heiðra hnefaréttinn.
Þeir segja ennfremur, að for-
eldrarnir sem hýða séu aðeins
að svala reiði sinni á varnar-
lausu barni.
ÞEIR sem fylgja hýðingum
eru miklu hógværari í tali.
Þeir lofa ekki ruddann sem
slær við minnstu óhlýðni. Þeir
segja að engan langi til að
hýða, en það sé oft nauðsyn-
legt. Þeir segja, að hýðing hafi
ýmsa kosti. Hún er fljótt af-
staðin, sýni að alvara sé á ferð-
um og valdi engum varanleg-
um skaða.
En flestir foreldrar eiga erf-
itt með að ákveða hvenær þeir
eigi að hýða og hvenær ekki,
og okkur langaði til að kom-
ast að, hvað sérfræðingarnir
vilja segja til að leiðbeina þess
um stóra hópi.
Dr. Antonitis hefur mjög svip
aðar skoðanir á þessu máli og
aðrir vísind^menn. Siðfræði-
lega séð eru hýðingar óverj-
andi, en í rauninni eiga þær
stundum rétt á sér. Hýðingum
má likja við sterka mixtúru úr
mörgum lyfjum, sem hver og
einn setur saman á sinn hátt.
Áhrifin eril undir stærð og
styrkleika skammtsins komin,
viðkvæmni eða næmleika
barnsins, sem meðferðina hlýt-
ur, og svo „sjúkdómnum", sem
henni er ætlað að lækna.
MIKIÐ er undir persónuleika
foreldrisins komið. Rannsóknir
leiða í ljós, að sumir þeirra
sem mest hýða, eru eins 'og
andstæðingar hýðinganna lýsa
þeim. Slíkir foreldrar eru ó-
hamingjusamt fólk og óánægð
ir með sjálfa sig sem foreldra.
Þeir sjá að hýðingarnar gera
ekkert gagn, en nota þær þó
í síauknum mæli. Svona er þó
fæstum farið og þetta fólk
mundi eiga í erfiðleikum við
börn sín, hvaða uppeldisaðferð-
um sem það beitti.
Dr. Antonities og samstarfs-
menn hans fundu' við rannsókn
ir sínar, að bann eitt saman
hefur lítil áhrif á ungbörn.
Stundum virðist bannið hafa
þveröfug áhrif. Dr. Antonites
álítur, að einhver ,.neikvæð
hvatning“ sé nauðsynleg stöku
sinnum að minnsta kosti.
Þessi „neikvæða hvatning"
getur verið hýðing, einhver
önnur refsing eða einfaldlega
að fjarlægja barnið úr hinum
freistandi kringumstæðum.
VIÐ rannsóknir nýlega kom
í ljós, að aðeins 1% af spurðum
foreldrum sögðust aldrei nota
líkamlegar refsingar. 12% sögð
ust stöku sinnum slá á hendur
barnanna en aðeins hafa hýtt
þau einu sinni eða tvisvar á
ævinni. 35% sögðust hýða sjald
an (2 éða 3 á ári) en slá til
barnanna öðru hvoru. 29% söigð
ust slá nokkuð oft og hýða öðru
hvoru. 15% hýddu nokkuð oft
stundum fast, 7% játuðu að tíð
ar og harðar hýðingar væru
aðal uppeldisaðferð þeirra.
Þegar hýðingar eru orðnar
lífsvenja og foreldrar eða börn
virðast hafa ánægju af þeim,
er eitthvað alvarlegt að fjöl-
skyldunni. Uppeldisfræðastofn
un Bandaríkjanna gefur öðru
hvoru út bók, sem nefnist:
„Barnið þitt til sex ára aldurs.“
f nýjustu úitgáfu bókarinnar
segir, að refsingar séu aðeins
einn þátturinn í uppeldi barna
og alls ekki sá mikilverðasti.
Þar segir að refsingar geti ver-
ið góðar til að kenna einstök
bönn í flýti, t.d. „Þú mátt ekki
hlaupa út á götuna." Fátíðar
og mildar refsingar geta verið
barninu léttbærari en sífelldar
skammir og ólund foreldranna.
FLEST af því sem barnið þarf
að læra er ekki hægt að kenna
svona auðveldlega. Refsingar
geta ekki flýtt fyrir því sem
byggist á andlegum eða líkam-
legum þroska. Refsingar geta
ekki kennt barni að reikna,
hætta að pissa undir eða sýna
öðrum tillit.
Þegar til lengdar lætur þurfa
þeir foreldrar líka á refsingum
að halda, sem sníða barninu
ekki stakk eftir vexti og tala
við það á einfaldan og skýran
hátt.
,.Verðlaun og refsingar“ segja
sérfræðingar stjórnarinnar,
hafa aðeins áhrif, þegar gagn-
kvæm virðing, samheldni og
samvinna ríkir í fjölskyldunni."
Með öðrum orðum, góður agi
byggist ekki svo mjög á því
sem foreldrar gera við barnið,
þegar mikið liggur við, og hinu,
sem þeir gera fyrir það og með
því á hverjum degi.
— Nautaaf
sitja flötum beinum á götunni
og bæta netin sín, en þau
hafa verið breidd þar til þerris
eftir að flestir eru gengnir til
hvílu, að undanskildum fáein-
um hræðum, sem ekki tíma að
fara að hátta á þessum logn-
væru, kyrru og fögru kvöldum
hér í Puerto de Alcudia.
U mhverfið og útsýnið er
töfrandi í merlandi mánaskin-
inu. Hvít baðstrandarhótelin
standa í röðum á ströndinnl
eins og perlur á bandi. Ekki
svo ólík að ytra útliti, en mis-
jöfn að gæðum. Hótel Mar y
sol er ekki fyrsta flokks hótel,
en starfsfólkið er sérstaklega
elskulegt og kurteist. Tveir af
þjónunum eru nautabanar og
fara til æfinga í þeirri grein,
rétt eins og íþróttamennirnir
heima æfa sína íþrótt. Ég vil
helzt ekki trúa því að þessir
broshýru, ungu menn stundi
þessa óhugnanlegu „list“, en
Spánverjar líta víst öðruvísi
á málin. Það er búið að tala
svo um fyrir mér að ráðgert
er að ég fari á morgun til þess
að horfa á „nautaat“. Þá fæ ég
þó tækifæri til þess að skyggn-
ast ofurlítið inn í þjóðarsálina,
Uér virðast allir, jafnt ung*
ir sem gamlir, vera á einu máli
um þessa þjóðarvenju. f hvert
sinn er ég sé nautgripakjöt á
borðum hér, verður mér hugs-
að til vesalings nautanna, sem
alin eru upp í þeim eina til-
gangi að gera þau hæf til
þessa tryllingsleiks, en kjötið
af þeim mun þykja óhæft til
manneldis, eftir að þau hafa
verið æst upp og gerð svona
ofsareið af sársauka og
hræðslu. Já, það má segja að
sinn er siður í landi hverju.
Hér í þessum baðstrandarbæ
eru verzlanir mjög frumstæð-
ar, líkjast víst helzt verzlun-
um heima á íslandi i „gamla
daga“ þegar öllu ægði saman.
Hér á kaupmaðurinn það til
að skrifa hærra verð á vöruna
ef hann getur komið því við á
meðan hann er að ræða við
kaupandann, sérstaklega ef
hann er útlendingur, sem hann
heldur að hafi auraráð, en ekki
sem bezt vit á verðlaginu eða
er slakur í málinu. Kaupmenn-
irnir stórgræða á gestum sem
streyma til baðstaðanna úr öll-
um áttum, því margir þurfa að
fá sér sumarföt, sólföt, strá-
hatta og sitthvað fleira. Kaup-
maðurinn veit hvaða vörur
ganga bezt út og kann að not-
færa sér tækifærin. Annars
virðist mér fólkið elskulegt,
glaðlegt og nægjusamt.
— Hugrún.
SMÁSAGAN
Framh. af bls. 3
ann, til að bílarnir skvettu ekki á okk-
ur, þegar þeir kæmu með yfirmennina,
stelpurnar og kerlingarnar á ballið.
Við stóðum í einfaldri röð við Templ-
arann, Jói á Efri Götunni stóð næst
húsinu, því hann var kaldastur, en ég
stóð fjærst og húkti lítið eitt ofar í
brekkunni en hinir strákarnir enda var
ég minnsti kappinn og yngstur. Allir
vorum við með vasakompurnar í rass-
vösunum, gripum þær upp, þegar bíll
kom að, krotuðum nöfnin, og sumir
voru svo kaldir að kíkka inn um bíl-
gluggana. Ég þorði aldrei að kíkka, þvi
ég var anzi smeykur og stóð líka svo
langt frá götunni.
Reiðarslagið kom, þegar hún Jóa I
Holti kom með sínum, þau komu nefni-
lega gangandi. Það var allt svo fljótt,
við gátum ómögulega komið okkur
saman um á eftir hvernig röðin var. Sá
hennar Jóu stökk upp í brekkuna, sló
mig utan undir með flötum lófa, ég
datt á hnén, hann sparkaði í bakið á
mér, hann öskraði stríðsöskur, ég vein-
aði af sársauka og hræðslu, Jóa hljóð-
aði upp, ég á fætur með blóðnasir og
verk í baki, tók undir mig sprett á leið
heim, stoppaði þegar ég var kominn
dálítið frá, sá Jóa á Efri Götunni sparka
23. tölublað 1962 ------------
duglega í rassinn á honum hennar Jóu
í Holti og svo komu margir óbreyttir
með byssur og ráku alla strákana í
burtu.
Við vorum rislágir í skólanum dag-
inn eftir fullveldisdaginn, þegar skóla-
stjórinn kom, þungur á svip inn í
kennslustofuna, kallaði upp nöfn allra
strákanna nema mitt, ég varð einn eftir
hjá stelpunum. Ég var hálf feginn en
skammaðist mín samt að vera skilinn
einn eftir hjá stelpunum, því ég þóttist
vita, að skólastjórinn hefði kallað á
strákana fram á skrifstofuna sina til að
skamma þá. Strákarnir komu ekki meir
í skólann þann daginn, og þegar ég var
á leið út úr kennslustofunni um há-
degið beið skólastjórinn eftir mér og
bað mig að koma til viðtals seinna um
daginn.
Ég var ekki sérlega upplitsdjarfur,
þegar ég gekk inn skólaganginn í átt-
ina að skólastjórastofunni með bólgið
nef og sprungna vör. Ég bankaði laust
á dyrnar. Ekkert svar og mér fannst
hafa liðið óralöng stund, þegar dyrnar
loks opnuðust.
Skólastjórinn brosti, þegar hann kom
í gáttina og hann var ekkert nema
mýktin, þegar hann bauð mér inn fyr-
ir. Ofurlítil von vaknaði innan í mér,
þetta ætlaði ekki að vera mjög vont.
Þegar við komum inn í skrifstofuna,
klappaði hann mér á kinnina, sagði
eitthvað hlægilegt og ég reyndí að
kreista upp úr mér hlátur, svo bauð
hann mér sæti í djúpum leðurstól.
Hann klappaði mér aftur á kinn-
ina, líka á axlirnar, sagði ég væri seigl-
ings strákur, talaði um próf-ið frá árinu
áður og ég fann ekki lengur til stings-
ins í maganum og gat ekki varizt að
hugsa að svona ættu skólastjórar að
vera. Ég hafði varla hugsað hugsunina
til enda og alls ekki melt hana, þegar
veðrabreytingin varð. Hlýjan breyttist
á andartaki í norðan foráttu stórveður,
hárið reis á höfðinu á honum, hand-
leggirnir sveifluðust, og hann hrækti og
frussaði orðunum framan í mig og allt
í kring um sig.
Þið hafið svívirt þá . . . sett blett á
skólann.... saurgað heimili ykkar,
plássið, allt landið ... skólinn verður
að losna við svona pörupilta, sem allt
eitra frá sér. . ..
Og hann hélt áfram og sagði margt
fleira, ég heyrði það varla og það eina,
sem ég skildi var, að ég var ekki lengur
skólaþegn í gagnfræðaskólanum. Hann
ýtti mér út um dyrnar, þegar hann
hafði hellt úr sér.
Þegar ég gekk fram ganginn, fann
ég það var klökkur í hálsinum og ég
vissi, að stríðið mitt var tapað.
— / ÚLFAKREPPU
Framh. af bls. 12
il umibrot hrossanna og sárustu sál’ar-
kvalir mínar, að ég varð að höggva
töglin sundur með steinum, því að vasa
hníf hafði ég ekki.
Fram að þessu hafði mér fundizt þetta
hið voðalegasta, sem fyrir mig hafði
komið. . En nú? sei. . sei. Það var hrein
asti barnaleikur í samanburði við þessa
baráttu mína við þá skjöldóttu hérna í
miðjum höfuðstað landsins Það var þó
ekkert fólk að glápa á okkur Brún-
stjarna. En hér? . . . Voru ekiki allir að
stara á mig og beljuna. Og voru ekki
sumir glottandi, meira að segja? Að fólk
ið skyldi nú geta fengið af sér að fara
að hlæja að manni? Sá það elcki i hve
miklum vandræðum ég var? — Það var
svo sem munur á því að spígspora á
gljáskóm í sólskininu eða að sperrast
á skældum kúskinnsskóm við beljuó-
vættina Ég fann grátkekki brjótast um
í hálsinum á mér, en ég beit á jaxlinn
og kyngdi þeim með hörku. Ég sá svo
sem hvernig þetta mundi enda. Pólitíið
mundi taka okkur, — mig og beljuna,
— og líklega yrðum látin í tugthúsið,
— bæði saman. — Raunar vissi ég ekki,
hvort beljur voru nokkurntíma látnar í
tugthúsið, en hún hafði sannarlega unn--
ið til þess, — sú skjöldótta.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H