Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1962, Síða 12
■— Cj’vendur. — Já. — Hefurðu séð landshöfðingjann? — Landshöfðingjann? .. ég? .. Nei. — Ég þekki haun. Ég sá hann, þegar ég fór suður í vor. — Er hann stór? ■— Hann er gríðarlega herðabreiður. Ég skal sýna þér hann, ef við mætum honum. — Og eigum við þá að tafca ofan? Alltaf gat strókfíflið fundið upp á bví, að glopra út úr sér fantalegum spurning um. Ég var í vandræðum með svarið, c.i óvænt atvik varð mér til hjálpar. Belj- an rykkti í af því að Rauðku skriðnuðu ofurlítið fætur á klöpp. — Sláðu svolítið í beljuna, drengur, sagði ég höstum rómi. Ég vildi ekkert um landshöfðingiann tala, og Gvendur minntist ekki á hann framar. Ferðin gekk vel alla leið að Elliðaán- um. Við þurftum ekki að fara yfir neina brú á allri þeirri leið. En við brýrnar á Elliðaánum varð dólítil töf, því að kusa vildi ekki ganga á eftir Rauðku út á þetta trévirki. Þessi vandræði stóðu þó ekki lengi, því að lausríðandi mann bar að, og hjálpaði hann okkur yfir báðar brýrnar. Var nú haldið áfram eftir veginum yfir Sogamýrina. Urðu nú áhyggjuefni mín æ fleiri, því að eftir að kom yfir Elliðaárnar var umferðin um veginn miklu meiri en verið hafði áður. Tók nú kusa að verða æðikippótt, og var engin furða þótt Rauðka gamla yrði dá- lítið ygld á brúnina. Hún var jafnvel stundum farin að lyfta afturendanum, til að láta þá rauðskjöldóttu yita, að henni væri ekki alveg sama um stert- inn á sér. En áfram þokaðist hersingin, og Skúlagráni hélt sínu jafnaðargeði. Þegar komið var vestur af hæð- inni þar sem nú er Múli og Laug- brekka, blasti við sjón, sem mér fannst mikið til koma. Hvílík undur og ósköp voru hér af móhrúgum, hvert sem litið var. Það var nú í rauninni ekki mjög furðulegt. Allur sá mannfjöldi, sem átti heima í Reykjavík, þurfti auðvitað mik inn mó. Þegar ég athugaði þennan mó nánar, tók ég eftir nokkru, sem mér þótti varhugaverð ráðstöfun. Frá því er ég heyrði söguna um T.yrkjann, sem varð hræddur við móhrauka og lagði á flótta undan þeim, hafði ég svona hálft í hvoru litið á móhrúgurnar heima eins og nokk urs konar landvarnarlið. Hættan af Tyrkjanum var auðvitað mest á sumrin en þá stóðu blessaðar móhrúgurnar á verði úti um holt og hæðir. Svona var það heima á Kjalarnesi....Hvaða vit var þá í þessu fyrirkomulagi hér? Með fram veginum voru endalausar raðir af móhiöðum eða mógörðum ekki ósvip- uðum túngarðinum heima í Saurbæ. Þetta þótti mér ekki bera vott um fyrir ’hyggju hjá höfuðstaðarbúum. Það hefði þó munað um þennan mó, ef hann hefði allur verið reglulegir landvarnarmó- hraukar. egar kom að trébrúnni við Lækj- arhvamm, var jafnvel Rauðku gömlu nóg boðið, hvað þá Skjöldu. Þó að þeim kæmi ekki sérlega vel saman, þá kom þeim m,jög vel saman um það, að gera uppreisn. Við urðum að stíga af baki, og nú varð maður að flýja á náðir hins ró- lynda öðlings, Skúlagrána. Það var svo sem ekki af hræðslu við brúna, að hann var tregur til að ganga yfir hana. Nei. . . ónei. Honum fannst það bara einkennilegt uppátæki að láta sig ganga á undan. Eftir dálitla umhugsun tók hann þá ákvörðun, að labba yfir tréflek- ann í hægðum sínum, ef til vill til að láta Rauðku og kusu sjá, að ekkert væri að óttast Svo beið hann auðvitað ofurrólegur á meðan við vorum að bisa við að koma þeim yfir brúna. En það kom nú svitanum út á okkur, ferða— mönnunum. Eftir þetta þorðum við ekki að stíga á bak. Ég teymdi Rauðku í fararbroddi, og Gvendur teymdi Skúlagrána og ógn- aði Skjöldu með svipunni góðu. Það var æðimargt, sem gerði kusu órólega, þegar hér var komið. Umferð var mikil á veg- inum. þeysandi reiðgarpar, konur með þvottabala á höfðinu, Fransmenn í hóp- um með stóra poka á bakinu á leið inn í Laugar, móvargar, ýmist með hestum eða mönnum fyrir og langar ferðamanna lestir á leið frá Reykjavík. Allt þetta var þó smáræði hjá ræsunum. Þau skutu Skjöldu jafnan mestum skelk í bringu. Þessi ræsi lágu þvert í gegnum veginn, og voru á þeim plankar. Oftast voru plankarnir fastir, en fyrir kom, að þeir lágu lausir á bitunum. Þá spyrnti kusa við fótum sem hún mátti, þar til hún tók þann kost að hoppa í loft upp og demba sér yfir ræsið án þess að stíga á þgssa hættulegu planka. Má nærri geta hvernig Rauðltu leið í afturendan- um, enda bar svipur hennar þess vott, að hún væri æfareið. Ex. hér var aðeins um eitt að velja. Við urðum að halda ferðinni áfram, hvað sem tautaði og raulaði. I-oks fórum við framhjá húsi Sam- úels Ólafssonar, Söðlasmiðs, (nú Lauga- vegur 53 B.), og var þá ekki eftir nema kippkorn til höfuðborgarinnar, eða þar til, að við fórum milli nokkurnveginn samhangandi húsaraða. En þegar inn í bæinn kom, þá tók gamanið að grána. Það var svo sem ekki því að heilsa, að þessum ólánsræsum fækkaði, þegar komið var í sjálfan höfuðstaðinn. enda þurfti kusa oft að „lyfta sér upp“, og í samræmi við það lék svipan í höndum Gvendar. Horfurnar voru sannarlega ekki orðn- ar glæsilegar. Menn voru farnir að líta óhýru aug- um til okkar, og sumir námu staðar og horfðu á aðfarirnar. Ein kerlingar- skrukka lét sér meira að segja um munn fara í þessum lika litla vandlætistón: — Ósköp er að sjá, hvernig farið er með blessaða skepnuna. Hvort hún átti við Rauðku eða Skjöldu vissi ég ekki, en ég hafði mesta löngun til að rjúka að henni og lúberja hana. Gat hún ekki séð, að það var belj uóhemj unni sjálfri að kenna allt þetta óstand. Hvers vegna gat ekki belju ófétið hegðað sér eins og slcepna með viti og labbað rólega yfir ræsin. Var hún ekki margbúin að sjá, að heiðurshjúin, Rauðka og Skúlagráni, voru ósmeyk við þessi höfuðstaðarræsi. Henni var ekki vandara en þeim. Alltaf urðu þeir fleiri og fleiri, sem gáfu okkur illt auga. Loks kom stóridómur. Einn virðulegur borgari nam staðar og horfði á okkur með vandlætingar- svip. Hann mælti: — Þið megið ekki hafa kúna aftaní. Það er bannað. Pólitíið tekur ykkur, ef það sér til ykkar. — Ja. Nú kárnaði gamanið fyrir al- vöru. Pólitíið? pólitíið? . . . Það var hvorki meira né minna Við vorum þá hér á ferð eins og einhverjir vandræða- menn eða bófar, já — svona ámóta og Þórður alamala, Jón sinnep eða Sæm- undur sífulli. Ótal sögur, sem ég hafði heyrt um viðureign pólitíanna við af- brotamenn og fyllirafta rifjuðust upp fyrir mér. Jæ — ja? Var þá bara svona komið fyrir okkur, eða réttara sagt mér. því að öll skömmin mund| víst skella á mér. Eg þaut til í ofboði og leysti Skjöldu aftan úr Rauðku. Það var erfitt verk, því að hnúturinn var orðinn æði harður. Þó hafði ég það einhvernveginn í öllu fátinu, sem kom á mig. Nú varð Gvendur að fara á undan og teyma hrossin, því að ekki vildi kusa vera á undan eins og nærri má geta. Neytti ég nú allra krafta við að toga hana áfram á eftir hrossunum. Svona þumlunguðumst við áfram alla leið niður í Bakarabrekku. Bakarabrekkan var óslétt, klappir í henni og stallar, svo og sumstaðar lausa- möl á klöppunum- Nú var ástandið hreint og beint að verða óþolandi. Belj- an var hvorki mieira né minna en farin að baula af hræðslu, þegar henni skrik- aði fótur á lausamölinni. Mér leizt sann- arlega ekki á blikuna, þegar ég heyrði, að hún baulaði í sama tón og beljurnar gerðu, þegar þær urðu varar við að hey- garðsdraugurinn var að flækjast inni í fjósinu. Það kom fyrir nokkrum sinnum á hverju hausti, að hann sló sér inn í fjósið. Hann var í rauninni bezta skinn, og ég var ekkert hræddur við hann, enda sá ég hann aldrei. Mér var miklu fremur vel við hann, enda ekki að á- stæðulausu, því að trúin var sú, að hann gætti heyanna eftir að þau voru komin í garð. Þetta starf rækti hann svo vel að hey fuku ekki í Saurbæ þó að torfið fyki af þeim. Hann hefði betur verið kominn til mín núna. greyið, til að reka á eftir beljunni, hugsaði ég. Hana nú? Beljan hröklt við og kippti mér út á hægri vegarbrúnina, svo að það lá nærri að við yrðum í vegi fyrir fólki, sem var þarna á gangi. Einhver kerling var að skrönglast við að dæla vatni í Bakarapóstinum. Hún lét sig það engu varða, þótt hún hræddi beljuna fyrir mér. En ofurlítið gleðiefni færði mer þó kerling sú. Þegar mér varð litið á búnað hennar, sá ég að ekki voru allir spariklæddir í henni Reykjavik. F M-J inhvern veginn tosaði ég belj- unni niður að plankabrúnni á læknum. Gvendur teymdi hrossin yfir brúna. Gengu þau hiklaust og rólega yfir hana eins og vel siðuðum skepnum sómdi. Þegar yfir kom mátti hann ekki sleppa þeim lausum á götunni, og gat hann þess vegna ekki komið mér til hjálpar. Hann varð aðeins að bíða og sjá, hverni'g mér reiddi af. En nú voru öll sund lokuð. Beljan fékst með engu móti til að stíga út á brúna, hvernig sem ég spyrnti og tog- aði — og bölvaði — í hljóði auðvitað. Það var glaðasólskin og blæjalogn. Fólk rölti í hægðum sínum um Bakara- brekkuna, flest prúðbúið, sumt jafnvel voðalega fínt í mínum augum — dömur í ljósum kjólum — hefðarmeyjar höfuð- borgarinnar — en þarna streittist ég og beljan hvort á móti öðru, öllum til' at- hlægis og mér og allri tilverunni til skammar. — Þvílíkt og annað eins? Betra hefði verið að vera kominn marg- ar álnir niður í jörðina en standa í þess- um ósköpum. Svona leit ég á tilveruna þá. Það var vani minn eða óvani, ef ég komst í mikinn vanda, að bera hann saman við það versta, sem ég hafði lent í áður. Nú fór á sama hátt. Mér datt Brúnstjarni í hug og hinn hræðilegi at- burður í sambandi við hann. B rúnstjarni var hestur í Saurbæ, alræmdur fyrir það, hve hausstyggur hann var. Eitt sinn er ég var sendur að sækja hann komst ég í hræðilega klípu. Brúnstjarni var þarna í hrossahópi. Barð ist ég lengi við að reyna að komast að hausnum án árangurs, þó að hann væri í hafti. Barst leikur okkar svo nærri jörpu merinni frá Melum. að ég greip til þess í-áðs að binda þau saman á Framh. á bls. 11 — ---------------- 23. tölublað 1962 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.