Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Blaðsíða 5
FYRSTI HLUTI Eftir Sigurb Heibdal §5 VEINN var í miðjum hópi sjö systkina, bama Jóns í Gróf, — tveir bræður og ein systir eldri og tveir bræður og ein systir yngri. Hann var fremur lítill vexti eftir aldri og líkamsburðir hans af skornum skammti, en kvikur var hann í hreyfingum og viðbragðs- fljótur, ef hann vildi það viðhafa. í daglegu tali var hann alltaf kall- aður Sveinki. Á meðan börnin voru í ómegð var allþungur afkomuróðurinn hjá Jóni bónda. Var þá stundum þröngt í búinu á útmánuðum og mannfóður í Gróf hvorki kræsilegt né kraftmikið. Áhyggjur Sveinka snerust samt ekki um fátækt heimilisins. Hann gerði sér enga rellu út af því, þótt grjónaforðinn væri á þrotum eða þótt kökubitaskammt urinn færi minnkandi með degi hverj- um á útmánuðunum. Hann vissi, að enn var nokkuð eftir af trosinu og kartöfl- unum, og svo var bræðingurinn ekki nærri á þrotum eða réttara sagt tólgin og þorskalýsið. Og ef hey var nóg þurfti engu að kvíða. En Sveinki bar áhyggjur — þungar áhyggjur. Hann var nefnilega lítill vexti eftir aldri ,eins og fyrr getur. Og úr því að Árni bróðir hans var sex árum eldri en hann og Gvendur fjórum árum eldri, þá má svo sem nærri geta hvaða augum þeir litu á Sveinka, angann, svona miklu yngri og svona lítinn og pervisinn. — Þeir bókstaflega siguðu honum eins og rakka, og ef hann vildi ekki hlýða þeim, þá voru vísar líkam- legar þjáningar undan klípum og kreist ingum og jafnvel höggum. E n þó tók út yfir allan þjófabálk, þegar bræðurnir gerðust skútumenn og komu heim í vertíðarlokin með margar klyfjar af trosi og fulia vasana af pen- ingum, sem þeir færðu pabba sínum. Og auk þess komu þeir með kaffi og sykur handa mömmu og mjölvörur í búið. Það var glatt á Hjalla í fyrsta sinn, sem þeir komu heim frá sjónum. Sveinki sá það á pabba sínum, að hann varð einhvern veginn léttari á sér um þær mundir, og kökubitarnir voru ríf- legri hjá mömmu — ekki að tala um lummuhlössin, sem þá urðu til — en þeirra fékk enginn að njóta ómælt, nema skútumennirnir. Auðvitað voru skútumennirnir góðir við Sveinka eins og alla fyrsta daginn eftir heimkomu þeirra. Þá sögðu þeir ..Sveinki minn“ í hvert sinn, sem þeir báðu hann að gera eitthvað fyrir sig. Á öðrum degi fór að síga í gamla horfið Þá var „Sveinki minn“ orðinn að stutt- um og snöggum „Sveinka“, nú og svo á þriðja degi, þá var „Sveinki", sem mátti una við, vegna viðmótsblæsins í röddinni, orðinn að þessum gamla óþol- andi „Sveinka“, sem hljómaði eins og Snati eða Krummi, þegar hundarnir voru ávarpaðir, — já, eða Sveinki orð- inn bókstaflega að engu, bara „farðu“, „komdu“, og meira að segja hlaupinn í það versta eins og: „flýttu þér, strák- ur“, eða jafnvel í það allrá versta: „hertu þig nú svolitið, greyið mitt“. — Þótt „greyið“ væri ef til vill vingjarn- legra en sum hin ávörpin, þá fólst í því óþolandi lítilsvirðing — þessu „greyi“... .... Já, þvílíkt og annað eins .... þetta líf. — Það bætti nú heldur ekki úr skák, að Sveinki gat ekki gert sér von um að verða nokkurn tíma skútumaður, því að í hvert sinn, sem hann kóm á sjó, ætlaði hann bókstaflega að drepast úr sjóveiki. Sveinki var á þrettánda ári, þegar bræður hans gerðust skútumenn. Þeir höfðu tekið vaxtarsprett á aldrinum fimmtán til seytján ára og voru nú orðnir stærðar raumar. Þessi vaxtar- sprettur bræðranna gerði muninn á þeim og Sveinka ennbá meiri en aldurs- munurinn gaf efni til. J. öllum þessum mótiætissorta var þó ein vonarglæta í sál Sveinka. Hann vissi, að hann var betur að sér í bókleg- um fræðum en bræður hans. Honum gekk vel að læra hjá umgangskennar- anum og fékk mikið hrós fyrir gáfur og góða ástundun við námið. En þess hátt- ar hégómi var nú ekki talinn mikils virði í Gróf. Skútumennirnir voru ekki bókhneigðir, og pabbi þeirra ekki held- ur. — En þeir máttu nú hugsa hvað þeir vildu, hans vegna. — Þeir höfðu ímug- ust á öllu bókagrúski. — Þeir um það. — Sveinki vissi vel, að hann skrifaði miklu betur en skútumennirnir, að hann kunni dálítið í málfræði, en þeir ekki, að hann kunni þann reikning, sem fyr- ir þeim var sem gríska, að hann hafði lesið margar bækur, sem þeir höfðu enga hugmynd um að væru til, og að hann hafði lært dálítið í útlendu tungu- máli — dönsku — og gat í laumi sagt við sjálfan sig: God morgen eða Hvor skal du hen? Einu sinn glopraðist út úr honum við Gvend, svona í galsa: Hvor mange er Klokken, Gvendur? Gvendur leit á Sveinka, fyrst með undrun, svo lýsti svipurinn svo kuldalegri fyrirlitn- ingu, að Sveinki varð hræddur. — Að heyra á endemi — var allt, sem Gvendur sagði. En þa'ð var nóg handa Sveinka. Hann gætti þess vand- lega eftir þetta, að láta engan heima- manna verða varan dönskukunnáttu sinnar. Hann fór einnig æ dulara með bókþekkinguna, en sótti því fastara að ná sér í ýmsar bækur til lestrar, og not- aði hverja stund, sem hann gat til að fræðast af þeim. Var kennarinn í sveit- inni honum drjúgust hjálparhella í þess um efnum. Hann vissi um aðbúnað Sveinka á heimilinu, og var trúnaðar- maður hans í þessu efni. Skútumenn- irnir litu bóklestur Sveinka æ óhýrari augum og höfðu stundum á orði, að ekki mætti líða stráknum þetta bóka- grúsk. En samt sem áður — e’nhvern veg- inn ósjálfrátt þokaðist hann í það sætið á heimilinu, að teljast færastur að leysa úr þeim málum, sem bókþekkingu þurfti til, og stundum kom það sér vel. — En það var nú svo sem ekkert merki- legt við það, úr því að hann var að þessu bókagrúski, strákurinn, — sögðu skútumennirnir. — Hann mundi hvort sem væri ekki láta bókvitið í askana. — Við dagleg störf varð þess ekki vart, að hann stæði betur að vígi en aðrir með sín bókvísindi. En þeir máttu nú blaðra eftir vild, skútuspekingarnir. — Sveinki lærði af bókunum margt það, sem kom honum að gagni. Hann náði í sundreglur og lærði að synda af bókinni. Þegar fólkið komst að því, að hann gat synt, þá spurði Gvendur: — Hvar í skrattanum hefur þú lært að synda, Sveinki? Hann gat mælt rétt horn, þegar feðgarnir voru að leggja undirstöðuna að lambhústótt- inni, án þess að notast við hornmæli. Þá sagði Gvendur: — Jú, eitthvert vit er í þessu, sem hann er að þvæla í sig úr bókunum. Sveinki fræddist um það af bókun- um, hvað hann skyldi gera til þess að stæla líkamann. Hann iðkaði leikfimi, skautanlaup og skíðafarir auk sundsins, en skútumennirnir iðkuðu nú einnig sumt af þessu. E itt sinn heyrði hann, að pabbl hans sagði við Einar í Holti, nágr£inna þeirra. — Hann er lang uppátektarsam- astur af mínum börnum, þessi strákur. — Og hann sagði þetta í viðurkenn- ingarskyni, fannst Sveinka. En áhyggjuefnið mikla hvíldi eins og mara á honum. Honum gekk lítið að vaxa. Haustið eftir að Sveinki fermdist náði hann sér í enskunámsbók. Tók hann nú til að lesa ensku af kappi og naut aðstoðar Brynjólfs kennara, hvenær sem hann gat náð til hans. Bærinn, Gróf, var utanvert við fjörð- inn. Undanfarin sumur hafði stórt enskt herskip, sem Bellona hét, legið innar- lega á firðinum fleiri vikur samfleytt. Fjörðurinn var langur, og var því æði löng leið frá Gróf þangað, sem her- skipið lá. Eitt sinn um haustið gisti Brandur í Nesi að Gróf. Herskipið lá framundan bænum að Nesi á sumrin. Kunni Brand- ur frá mörgu að segja um háttu ensku sjóliðanna. Hann sagði, að þeir hefðu fengið landgönguleyfi hundruðum sam- an á sunnudögum. Þeir hefðu klifrað í klettana í fjöllunum fimir eins og kettir. Þeir hefðu fengið að láni og stundum stolið hrossum og þeyst á þeim um allar trissur, stundum bæði berbakt og beizlislaust. Þeir hefðu keypt sér mjólk á bæjunum en jafnan spurt fyrst um bír eða viski, en það þýddi öl eða wiskí, já, og stundum hefðu þeir nefnt brandí, en það væri brennivín. — Það er áreiðanlegt, sagði Brandur, að það væri hægt að hafa gott af því, ef maður hefði vín til að gæða þeim á. Þessir offiserar hafa fulla vasa af pen- ingum. En bæði var það, að enginn skildi þá þama á bæjunum, og svo á enginn vín þar um slóðir. Út af þessu spunnust miklar umræð- ur í baðstofunni. Brandur var marg- fróður um auð og veldi Englendinga. Hann sagði frá nokkrum dæmum þess, hve vel sumir íslendingar hefðu ábat- azt á því, að vera í þjónustu þeirra, til dæmis þeir, sem hefðu verið túlkar enskra ferðamanna eða veiðimanna. — Englendingarnir hefðu, „hreint út sagt“, gert suma menn stórauðuga. Um þetta hugsaði Sveinki oftlega eft- ir komu Brands. Sveinki hafði lítil auraráð. Hann átti eina gimbur veturgamla. Af henni gat hann ekki vænzt tekna fyrr en haustið eftir, ef lambið undan henni lifði, og auðvitað ullarhárið af henni um vorið. En það gat nú ekki orðið mikils virði. Aðaltekjuvon hans voru hagalagðarnir næsta vor. " n Sveinki hugsaði sitt ráð og byggði sína loftkastala. Hann stundaði enskunámið af kaDpi ,og naut leiðbein- ingar kennarans, þegar tækifæri gafst Fólkið í Gróf hafði lítið af þessu ensku- námi að segja. Það sá, að hann var að sínu venjulega bókagrúski, hvenær, sem hann gat því viðkomið, og einhver varð þess var, að hann var mp>ð en^Vunáms- bóx. sem hann þóttist vera að lesa í. Fólkið lét líka afskiptalaust. bótt kenn- arinn væri stundum að heimsækja Sveinka og sæti hjá honum úti í fjósi. Fyrir kom það, að einhver heyrði þá vera að babla eitthvað, sem enginn skildi, „og líklega ekki þeir sjálfir", sagði Gvendur. Þetta kom auðvitað ekki að sök, ef Sveinki sló ekki of slöku við verk sín, vegna þessa lesturs. Fólkinu í Gróf datt ekki í hug, að Sveinki væri í alvöru að læra ensku. Það hlaut að vera meiri vandi en svo, að gerlegt væri að stunda það yfir kvrrössum og fjósa- Framh. á bls. 12. 26. tölublað 1962 LESBÓK MORGUN BLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.