Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Blaðsíða 13
Björn Pálsson (til hægri) aðstoðar Lu twig vi8 að komast inn í sviffluguna
á Sandskaiði 1938.
ÞEGAR 5000 lVIANNS
Framih. af bls. 9
HLUSTAÐ i KIRKJUNNI
— Síðar var ég settur vörður í Landa
kotsturni til þess að fylgjast með þýzk-
um flugvélum og géra aðvart. Bretarn-
ir voru víst ekki alltof hrifnir af því,
að við skyldum vera settir til þessa
Etarfa en reyndin varð nú sú að við
sáum þýzku vélarnar yfirleitt á und-
an þeim og gerðum aðvart. Ég man sér-
staklega eftir einu atviki í þessu sam-
bandi. Ég var þá á vakt í Landakots-
turninum síðari hluta nætur. Lágskýj-
að var en skyggni gott. Skyndilega
heyrði ég í flugvél fyrir ofan skýin
yfir bænuim. Ég hringdi þá til þess að
vita hvort Bretar hefði nokkra vél á
lofti, en þeir tóku illa í þetta og kváðu
vera hugarborð. Stuttu seinna frétti ég
það ofan af Sandskeiði að tvær Hein-
kel 111 vélar hefðu sézt fara þar yfir
á leiðinni niður yfir bæinn þessa sömu
nótt.
— En stundum greip stráksskapurinn
okkur. Einn sunnudag vorum við að
fara með svifflugu út úr skýlinu á Sand
skeiði þegar Heinkel 111 flugvél kom
yíir Vífilsfellið. Við veifuðum og flug-
mennirnir blikkuðu á móti með Aladin-
lampanum. Sumir okkar höfðu áhyggj-
ur af því að þetta kynni að koma okk-
ur í klandur, og væri ekki „passandi".
En flugmenn eru víst alltaf flugmenn.
—Þú ert löngu hættur flugi?
— Já, ég hætti 1942 og get varla sagt
að ég hafi komið upp í svifflugu síðan
og reikna ekki með því að byrja aft-
ur. Maður er orðinn of fullorðinn, en
þetta var óhemju gaman í gamla daga,
sagði Leifur.
LYFTISTÖNG
FYRIR SVIFFLUGIÐ
■A nnar maður, sem mjög kom við
sögu svifflugsins á þessum árum, og
raunar allt til dagsins í dag, var Helgi
Filippusson, nú forstjóri Flóru í Austur-
stræti. Helgi lærði svifflug í Þýzkalandi,
lauk þar C prófi og kom heim nokkrum
mánuðum áður en hinn sögulegi leið-
an«ur Baumanns og Ludwig kom hér.
Er leiðangurinnn kom hingað sum-
arið 1938 var ég nýlega kominn frá
Þýzkalandi þar sem ég fékk loftferða-
skírteini.
Þetta sumar var maður öllum stund-
um á Sandskeiðinu. Ludwig bjó hjá
mér þennan tíma. Hafði hann aldrei
séð hafið fyrr en á leiðinni til íslands
og fyrsta kvöldið sem við fórum með
hann í gönguferð út í Skerjafjörð til
að sýna honum flugskýli, sem verið
var að byggja utan um örninn, var
háflóð. Þegar Ludwig kom þangað aftur
þrem dögum síðar var háfjara og þóttu
honum það mikil undur og stórmerki-
legt hvernig menn hefðu farið að losna
við allt þetta vatn á svo skömmum
tíma. Þjóðverjarnir áttu einnig erfitt
með að venja sig við björtu næturnar
hér og sváfu allan tímann í glugga-
lausum flutningavögnum þegar þeir
voru á Sandskeiði.
Það var geysi mikil lyftistöng fyrir
svifflugið að fá þessa menn hingað á
sínum tíma. Þeir skildu hér eftir vél-
flugu og byrjendaflugu sem við not-
Uðum mikið þá og síðar.
Flugdagurinn sjálfur var ákveðinn
eftir að þeir komu hingað. Agnar Ko-
foed-Hansen, sem gekkst fyrir því að
leiðangurinn kæmi, samdi við þá um
fið þessi dagur yrði haldinn, og þegar
hin stóra stund rann upp komu menn
upp á Sandskeið á öllum farartækjum,
eem til voru í þá daga. hestum, boddý-
bílum, reiðhjólum, og jafnvel gangandi.
Dagurinn sjálfur tókst mjög vel og
mikil var hrifning áhorfenda eins og
sjá má af blöðum frá þessum tíma.
En svo vorum við allir misskildir
þegar Bretinn kom, vafalaust útaf Þjóð
verjunum, sem hér höfðu verið. Bretar
sprengdu upp allt Sandskeiðið því þeir
bjuggust við því að það væri kortlagt
hjá Þjóðverjum sem flugvöllur. Ég var
sjálfur hundeltur útaf því að hafa ver-
ið í skóla í Þýzkalandi.
STÖÐVARFJÖRÐUR
Framh. af bls. 11
Jónsdóttir. Faðir minn hélt því fram
að Björgúlfur væri mjög gáfaður mað-
ur og að hann gæti vel talizt nokkurt
brot af heimspekingi. Þau voru bæði
sæmdarhjón. Benedikt Benediktsson, þá
ekkjumaður, bjó á útpartinum á Hval-
nesi. Hann þótti mér fríður maður og
karlmannlegur og vel gefinn. Hann var
faðir Sveins oddvita og hreppstjóra á
Búðum í Fáskrúðsfirði og Einars á
Ekru í Stöðvarfirði. Á frampartinum
bjuggu þau Kristján Jónsson og Hall-
dóra Bjarnadóttir. Kristján var hægur
maður og prúður og gat stundum verið
spaugsamur og fyndinn en kona hans
var dugnaðarkona. í Kirkjubólsseli bjó
bændaöldungurinn Þórður Árnason,
kona hans hét Kristín Þórarinsdóttir.
Þar voru líka Þórarinn sonur þeirra og
Arnleif Árnadóttir kona hans. Þeir
feðgsirnir voru fríðir sýnum og prúð-
menni hin mestu og sæmdarmenn í
hvivetna.
egar ég kom að Seli og heilsaði
Þórði, tók hann venjulega undir með
þessum orðum: „Komdu sæll. Hvað seg-
•ir þú nú £ fréttum kinda min!“ Erlend-
ur Þorsteinsson og Kristín Jónsdóttir
bjuggu á Kirkjubóli. Erlendur var at-
orkusamur og duglegur bóndi, veruleg-
ur samkvæmismaður, snyrtilegur og
hreinlegur í allri umgengni svo að af
bar, skemmtinn í viðræðum og fróður
um margt, enda var hann bókhneigður
maður. Kona hans var afbragðskona.
Þá bjuggu á Borgargerði Þorsteinn
Jónsson og Gróa Þorvarðardóttir, mestu
dugnðar- og mannkostahjón. Þorsteinn
var bókamaður mikill, stálminnugur og
fróður um marga hluti. Gróa færði
móður minni oftast einhverjar gjafir,
þegar hún kom inn að Stöð, t. d. ein-
hverja álnavöru, bollapör o. fl. Þar voru
líka hjónin Nikulás Jónsson og Björg
Stefánsdóttir. Nikulás var bróðir Þor-
steins .Hann var einnig fróður og minn-
ugur. Á Bakkagerði bjuggu þau Guð-
mundur Magnússon og Elín Árnadóttir.
Hann var hagur maður í allri framkomu
En þýzki , svifflugleiðangurinnn
hverju sem eftirmálunum leið, var tvi
mælalaust afgerandi mál fyrir svifflug
á íslandi, ekki sízt með tilliti til þess
að skömmu síðar slitnuðum við úr tengzl
um við umheiminn er stríðið skall á.
En þá höfðum við fengið þann flug-
vélakost og áhuga sem dugði okkur til
þess að koma sviffluginu gegnum þau
erfiðu ár, sem í hönd fóru. — H.H.
og prúðmenni og hún dugnaðarkona. —
Þórður Bjarnason og Helga Jónsdóttir
bjuggu þá í efra bænum á Einarsstöð-
um. Þau voru mestu sæmdarhjón. Sér-
staklega heyrði ég Helgu viðbrugðið
fyrir góðsemi og hjálpfýsi. 1 neðra bæn-
um bjuggu Magnús, bróðir Þórðar og
María Jensdóttir. Það fór einnig bezta
orð af þessum hjónum. Magnús lá um
lengri tíma rúmfastur í brjóstveiki eftir
að við komum að Stöð. Ég heyrði sagt
um Magnús að hann hefði verið bezti
söngmaður og hefði oft og einatt skemmt
fólki á samkomum og í veizlum með því
að syngja fyrir það. Eins fór orð af því
að hann hefði verið snillingur að fara
með byssur og gjöra við þær.
A Grund bjuggu þá Stefán Björns
son og Jóhanna Þorvarðardóttir. Stefán
var myndarmaður x verki og góður báta
smiður. Þarna voru líka foreldrar Stef-
áns, Björn Jónsson og Lukka Stefáns-
dóttir. Björn var einnig bátasmiður og
mátti segja að hann væri hagleiksmað-
ur bæði á tré og járn og jafnvel fleira.
Þá bjuggu í Löndum Kristján Þorsteins-
son og Margrét Höskuldsdóttir. Voru
þau mesta atorku- og dugnaðarhjón og
voru þau áreiðanlega mjög samhent í
öliu er laut að búskapnum. Kristján
stækkaði mikið túnið, sléttaði og bætti
með skurðum og ræsum, byggði upp
hlöður og peningshús, hlóð grjótgarða
o. fl. Þau hjálpuðu margoft fátæku fólki
um mat og hey. Kristján var mjög hag-
sýnn í verkum, smiður góður, ágætur
sjómaður og veðurglöggur. Þá bjó einn-
ig í Löndum Þorsteinn Sigurðsson. Kona
hans var Guðbjörg Jónsdóttir. Hjá þeim
var þá Antonius sonur þeirra, ógiftur,
líklega nálægt þrítugsaldri. Þeir Þor-
steinn og synir hans, Antoníus, Kristján
og Erlendur, voru þá nýlega komnir frá
Ameríku og voru þeir Antoníus og Er-
lendur því allgóðir að tala enska tungu.
Vil ég geta þess að Þorsteinn bjó um
langt skeið blómlegu búi á Heyklifi í
Stöðvarfirði, áður enn hann fór til Am-
eríku og var þá talinn með ríkustu
bændum.
Sveinn Stefánsson og Guðrún Jóns-
dóttir bjuggu á Bæjarstöðum. Sveinn
var forneskjulegur í háttum og talsvert
að sér í íslendingasögunum. Guðrún
kona hans var einstök þxáfnaðarkona og
hef ég tæplega séð eins hvít baðstofu-
gólf og súðir og hjá henni nema þá
e. t. v. hjá Kristjönu, konu ólafs S»w>
steinssonar á Gvendarnesi.
Eru þá taldir helztu bæir og búandi
hjón í Stöðvarfirði.
MANNÆTUR í KHÖFN
Framh. af bls. 4.
um sér með prjónum þeim, er þeir bera
gegnum miðnesið, en hinn þriðji raul-
aði eitthvað fyrir munni sér, er gizkað
vEir á að mundi vera borðbæn hans.
Veggir og gólf í klefanum var allt atað
í blóðslettum, en fáeinar hálfnagaðar
mannshnútur á gólfinu. Úti í horni lágu
fötin af C. Scheel-Wandel, vafin kyrfi-
lega saman, og silkihattur hans ofan á,
nýstrokinn og óbrenglaður.
Gizkað er á, að mannæturnar hafi
framið þennan hryllilega verknað með
þeim hætti, að einn þeirra hafi stokkið
aftan að Scheel-Wandel óvaran óðara
en hann kom inn og gripið fram fyrir
kverkar honum með því heljarafli, að
harm hafi kyrkzt að vörmu spori, en
hinir þá ef tii vill þrifið samstundis
um hendur hans og fætur. Síðan hafa
þeir flett líkið klæðum og gengið snyrti
lega frá fötunum, að sið villimanna,
eftir sögn og setzt að því búnu að
krásinni. Maðurinn hafði verið vel feit-
laginn, og því mjög girnilegur til átu
í augum villidýra þessara í mannsmynd.
Hann hafði verið karlmenni að burðum,
og þykir því ólíklegt, að mannæturnar
hafi ráðið niðurlögum hans öðru vísi
en að svíkjast að honum. Lærleggina
höfðu þeir brotið til mérgjar, kvað
mannætum þykja mergur hnossgæti.
Mannæturnar voru þegar höndum
teknar af lögreglumönnum, og báru sig
eigi hót á móti. Þó urraði einn þeirra
geigvænlega, er handjárnin voru lögð
á hann, en hrollur fór um þá, er við
voru staddir.
Maður sá, er fyrstur kom að klefan-
um eða lokhvílu þeirra mannætanna
ttm daginn, hafði orðið hálf sturlað-
ur, svo mikið hafði honum
orðið um. Hann æpti og hvein í sífellu,
og mælti óra-orð á stangli, er af mátti
ráða, að hann væri hræddur um, að
einhver ætlaði að éta sig.
Carl Scheel-Wandel heitinn hafði bor-
ið á sér handrit af bók, er hann hafði
nær fullsamið (kennslubók í þýzku),
hún fannst hálf-sundurtætt úti í einu
horni klefans.
Áformað hafði verið að lögsækja
mannæturnar fyrir morðið, en búizt við
af sumum lögfræðingum, að þeir yrðu
ekki sakfelldir vegna þess, að þá skorti
alla réttarmeðvitund.
itstjóri Þjóðólfs gerði sér, svo
sem af líkum mátt-i ráða, mikinn mat
úr þessari rosafrétt ísafoldar, rekur
aðalefni sögunnar og bætir við: „Virðist
það fremur rösklega gert af 3 mönnum
að snæða upp 20 fjórðunga af hráu
kjöti í ábæti eftir kvöldmat ........ Það
væri annars snjallræði fyrir ísafold að
flytja eftirleiðis samskonar fróðleik og
þetta, því að þá yrði hún sjálfsagt lesin
með athygli og aðdáun. Hún gæti t. d.
byrjað á því, að búa til spánýja sögu
um helztu afrek landa vors Axlar-
Bjarnar“.
26. tölublað 1962
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13