Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Blaðsíða 12
BARA 17 ÁRA Framh. af bls. 3 hef aldrei verið jafn hamingjusöm. Eg þori ekki að skrifa það allt í dagbók- ina. Þegar við komum út var hætt að rigna, en krapið var þarna á gangstétt- •inni. Við slettum upp á hvort annað og hlógum. Ég var fegin að vera í boms- unum mínum og ég sagði hlæjandi að hann hefði enn einu sinni gleymt að fara í skóhlífarnar. Nú fengi hann aft- ur kvef á morgun. Þá hætti hann að hlæja og varð dapur eins og um morg- uninn, og það flaug að mér að hann hefði kannski ekki ætlað að bjóða mér upphaflega. „Er nokkuð að?“ sagði ég. „Nei“, sagði hann. „Hvað ætti svo sem að vera að?“ „Ég hélt kannski að það væri eitt- hváð að“, sagði ég. „Komdu með heim", sagði hann. „Ég veit það ekki“, sagði ég. „Við hvað ertu hrædd?“ sagði hann. „Gengurðu með hugmyndir — velsæmi eða eitthvað svoleiðis?" „Ég geng ekkj með neinar hugmynd- ir“, sagði ég. Og ég var í sannleika ekk- ert hrædd — ég vissi bara að það yrði pex heima ef ég kæmi seint. Svo fór- um við heim til hans. Það var allt slökkt í húsinu, en hann hefur herbergi í kjallaranum, og þar var allt fullt af bókum, öðrum en skóla- bókunum. Það var eins og að koma inn í alit annan heim. Ég tók upp eina bók- ina, en hann slökkti ljósið nærri strax og hneppti frá mér kápunni. „Ég var að skoða bókina", sagði ég. „Bækur“, sagði hann, „maður iifir ekki í bókum". Svo tók hann mig í fangið og bar mig yfir að legubekkn- um og losaði um blússuna mína. „Þú skelfur öll“, sagði hann. „Þú skalt ekki halda að ég sé hrædd“, sagði ég. Um nóttina sagði hann mér að hann ætlaði út. Og hann talaði og tal- að; um fyrirætlanir sínar. „Einhvern tíma skulu þeir sjá til“, sagði hann. „Ég veit það ástin mín“, sagði ég. Á næstu árum eru bara fáeinar at- hugasemdir um veðrið. Einnig kom ein frænka mín í heimsókn og sagði að ég væri orðin gjafvaxta mær. Það er at- hyglisvert hvað roskið fólk er fundvíst á púkaleg orð, þegar það villist inn á tilfinningasvið lífsins. Á blaðsíðu 119 stendur þetta: „Hann hefur ekki li^ð við mér síðan. í skólanum lætur hann eins og við höf- um aldrei átt nokkurn skapaðan hlut saman — sízt af öllu heila nótt. f morg- un bað ég Árna að lána mér strokleð- ur, blekstrokleður — það var enskur stíll. Ég er svo vitlaus í ensku. „Biddu Hólmar“, sagði hann. „Heldurðu að hann Hólmar eigi strokleður", sagði ég. „Það er hægt að þurrka út með fleiru en strokleðri", sagði hann. „Hvaða brölt er á yður Edda?“ sagði enskukennarinn. „Mig vantar strokleður“, sagði ég. „Notið þér varalitinn, ungfrú fiðr- ildi“, sagði enskukennarinn og krakk- arnir ætluðu að rifna úr hlátri. Meira að segja Kristín Helga — þessi gála sem lítur ekki við öðrum en sjöttu- bekkingum. Svo finnst mér allir horfa svo kulda- lega á mig. Mér væri sama — mér væri sama ef hann gerði það ekki líka. Eng- inn horfir kuldalega á hann. Þvert á móti. Á þá konan ein að virða velsæm- ið? Hvað meinar enskukennarinn? Ég veit að ég er vitlaus í ensku, en ég er sæmileg í íslenzku. Og íslenzka er að mínu viti líka tungumál; Meira að segja duxinn hann Árni fær ekki jafn gott og ég í íslenzku. Hvað vill þessi kennararindill. Og Birna segir að hann haldi við gifta konu í Vesturbæn- um. Leyfist mér að hlæja? Þeir eiga bara svo erfitt sem hlæja einir.. . . Og þá um kvöldið grét ég svolítið yfir dagbókinni minni. Blekið á síðunni ber þess enn merki. Sums staðar eru stafirnir máðir og fölgulir, óreglulegar skellur á pappímum. Við vorum í fjórða bekk. Ná hleyp ég yfir marga daga í bók- inni. Það voru þessir óvæntu endur- fundir í gær sem komu mér til að grafa hana upp úr skóladóti mínu. Ég geymi það uppi á hálofti í kassa undan eplum. Auðvitað er oftlega minnzt á hann á þessu tímabili, en ég sleppi því samt. Ég man að Kristín Helga varð líka leið á sjötta bekkingnum og fór aftur í bíó með Hólmari. Daginn eftir sagði Kristín Helga að fullu skilið við sjötta bekk- inginn og tók Hólmar í sátt. Um það allt eru margar blaðsíður og dálítið barnalegar hugrenningar. Á einum stað skrifa ég: „Er ástin þá aðeins draum- ur?“ Seinna varð þetta ljóðlína í dæg- urlagi, en það er áreiðanlega samt ekki stolið úr dagbókinni minni. Pabbi spurði stundum hvort ég væri eitthvað veik? Um vorið tók ég mig loks saman í andlitinu og las og las. en ég gleymdi honum ekki, og ég hefði hlaupið hve- nær sem hann hefði kallað. Ég gat ekki ráðfært mig við neinn. Heilræði mömmu hef ég alltaf kunnað utan að. Hún segir að maður verði að vera sjálfstæð og viljaföst. Og reyndar lifir hún sam- kvæmt þeirri kenningu sinni þar til eitthvað bjátar á. Skömmu fyrir próf missti Kristín Helga áhugann enn einu sinni á Hólm- ari. Nokkrum dögum seinna hringdi hann til mín. Þá vorum við að byrja á upplestrarfríi, og þetta er skrifað á blaðsíðu 182, síðasta skrifaða blaðið í dagbókinni: „Ég fleygði yfir mig kápunni og hljóp niður að skólahliði. Hann beið. „Hólmar", sagði ég. „Halló Edda“, sagði hann. „Hólmar", sagði ég hvíslandi. „Er eitthvað að?“ „Nei“, sagði hann. „Hvað ætti svo sem að vera að?“ „Ég veit það ekki“, sagði ég „þú mættir ekkert í skólanum alla síðustu vikuna". „Hvað svo“, sagði hann. „Ég ætla að verða rithöfundur en ekki rukkari með lögfræðipróf upp á vasann". „Nú“, sagði ég — og ég trúi á hann. Hann segir það þannig — og allar bæk- urnar heima í herberginu hans. Hann hafði frakkann fráhnepptan og kragann uppsleginn og boraði höndun- um djúpt ofan í vasana. Þannig gekk hann alltaf, álútur eins og hann væri alltaf að brjóta heilann um eitthvað. Birna segir að hann gangi hokinn eins og stafkarl. En mér er sama — mér væri sama þótt hann gengi tvöfaldur. Ég hugsa bara að mér fyndist að þannig ættu allir að ganga sem eitthvað er varið í. Menn sem hafa hugsjónir og ætla að verða rithöfundar. „Ferðu þá kannski bráðum?" sagði ég. „Já“, sagði hann. „Kemurðu þá ekki í prófin?" „Nei“, sagði hann. „Hvenær ferðu?“ „Á morgun með Gullfossi". Og við fórum heim til hans. Ég sagð- ist mundi skrifa honum ef hann gæfi mér upp heimilisfangið sitt. „Ég skal skrifa þér í hverri viku", sagði ég. Hann kinkaði kolli. „Þér er alltaf svo heitt“, sagði ég. Hann brosti svo dapurlega og sagði að ég væri litla stúlkan sín. „Maður er með mörgum stelpum", sagði hann, „en maður á bara eina litla stúlku". „Ó, — ég er svo hamingjusöm........“ Svona endar dagbókin mín, en ég var líka sautján ára. Daginn eftir fór hann. Ég fór niður að skipi, en þeir voru búnir að taka landgöngubrúna og ég sá hann hvergi. Fólkið veifaði með vasaklútum en ég sá hann ekki — hvernig sem ég skimaði. Fólkið hörfaði undan og horfði á mig. „Afsakið", sagði ég, „afsakið. ...“ Og þarna stóð hann einn síns liðs hjá einum björgunarbátnum með frakka- kragann uppsleginn og hendurnar djúpt í vösunum. Ég veifaði og veifaði en hann sá mig ekki. Þetta var fyrir sjö árum, og síðan hef ég ekki skrifað staf í dagbókina mína og engin bréf. Ég fékk aldrei að vita um heimilisfangið hans. í gær sá ég hann aftur og allt breyttist á einu augabragði. „Nú fer ég og brenni þessu“, hugsaði ég. G. Kolbeinsson. CHARLES DARWIN Framh. af bls. 1 og hafði það al'lan búnað í hnattsigl- ingu. f þessari ferð þroskaðist Darwin sem visindamaður og hann gerði athuganir og rannsóknir, sem komu honum síðar að mi'klum notum. Fræinu var sáð og það spíraði og varð upphafið að Upp- runa tegundanna. En ferðin reyndist ekki eintóm skemmitiferð. Skipstjórinn var þannig skapi farinn, að jaðraði við geðveiki, og svo mátti heita, að frá fyrsta degi ferð- arinnar til hins síðasta þjáðist Darwin af sjóveiki. Póstsamgöngur þeirra tíma voru heldur ekíki á marga fiska, og marg ir mánuðir gátu liðið, án þess Darwin fengi fréttir af ættfólki sínu. En sú fræga Dagbók, sem Darwin hélt alla leið- ina, ber þessa þó hvergi merki. Athyiglisgáfa Darwins var með ein- dæmum, og það er undravert hvað hon- um tókst að koma auga á margt og merkilegt, þegar þess er gætt hve litla menntun hann hafði hlotið í landafræði og líffræði. L eiðin lá fyrst til Cap-Verde eyj- anna, en á Kanaríeyjum fengu þeir ekki að stíga í 1-and sökum sóttkvíar. Og á- fram var haldið til Barzilíu og suður með ströndum Suður-Ameríku. I tvö og hálft ár dvöldust þeir við austurströnd- ina, sérstaklega hjá Patagóníu, Falk- landseyjum og Eldlandinu. Darwin fékk tækifæri til að fara marga rannsóknar- leiðangra inn í land, suma sem tóku hann mánuði, en til þeirra fékk hann ferðastyrk frá fjöldskyldu sinni. í júní 1834 fóru þeir fyrir suðuroddann og yfir til vesturstrandarinnar, og þaðan fór Darwin rannsóknarför upp í Andesfjöll- in. Hann komst það hátt, að honum varð erfitt um andardráttinn, en hann fé'kk all-a erfiðleika margborgaða með ánægj- unni yfir því, að finna steingerfinga þar uppi. — í september 1835 komu þeir til Galapagos-eyjanna og dvöldust þar í mánuð, þaðan til Nýja-Sjálands og Tas- maniu, suður fyrir Afríku og aftur vest- ur til Brazilíu, og heim til Bretlands komu þeir loks í október 1836. Mikið verk lá fyrir, að gefa út ferða- dagbókina og vinna úr öllu, sem safnað hafði verið í þessum mikla leiðangri. Auk þessa þurfti Darwin öðru að sinna, því hann gekk að eiga frændkonu sína, Emmu Wedgewood. Ungu hjónin bjuggu fyrst í Lundún- unm, en er heilsa Darwins tók að bila, fluttu þau sig á friðsælli og heilnæmari slað, til Kent, suðaustur fyrir stórborg- ina. — Þeim hjónum varð 10 barna auð- ið, af þeim komust 7 til fullorðinsára. 0 arles Darwin hlaut aldrei laun- að emoætti, þess þurfti hann heldur ekiki með, efnafólk stóð að báðum þeim hjónum, og þeim tæmdust miklir arf- ar. Auk þess grædidi Darwin mikið á bókum sínum. Hann var ekkí aðeins hag sýnn, heldur beinlínis fjármálamaður, þegar hann á annað borð nennti að sinna þeim efnum. Þar við bættist, að þá var Guð með Gvendi og góð jól í öllum skattamálum f Bretlandi, sem dæmi má nefna það, að árið 1874 voru tekjur Darwins 8:700 sterlingspund, en af þeim greiddi hann aðeins 42 í skatta. Það mundi þykja vel sloppið þar í landi og víðar á vorum dögum. Á skólaárum sínum átti Darwin jafn- an við góða heilsu að búa, en heilsa hans bilaði fljótt, en læknar voru ekki á einu máli um sjúkdóm hans. Ekki hef- ir það bætt um, að í hinum fimm ára leiðangri þjáðist hann stöðugt af sjó- veiki, svo sem áður segir, og auk þess fékk hann hitabeltissjúkdóm í þeirri ferð. Hann einbeitti sér að vísindaiðk- unum sínum meir en heilsan þoldi. Þetta heilsuleysi þjáði hann í þrjátíu ár, og auðvitað komu þessi bágindi niður á fjölskyldu hans, enda þótt Darwin væri hinn ástríkasti heimilisfaðir. Darwin andaðist úr hjartabilun hinn 19. apríl 1882 og var jarðséttur í West- minster kírkjunni, þar sem mörg stór- menni Bretlands hvíla. Frá helztu kenningum Darwins og rannsóknum á þróun lífsins verður nán- ar sagt síðar. (Lauslega þýtt). STÖRRÆÐAMAÐUR Framh. af bls. 5. mykju. Engum datt í hug, að hann gæti nokkurn tíma haft gagn af þessu námi, nema honum sjálfum. Því að Sveinki gerði sínar framtíðar- áætlanir, eins og áður segir. En um þær fékk enginn að vita, ekki einu sinni kennarinn. Kennarinn sagði, að mjög mikilsvert væri, að æfa sig í að tala ensku. Það væri ekki nóg að geta skilið hana á bókina. En Sveinka fannst hann ekki njóta sín, þegar kennarinn var að tala við hann á ensku. Hann var alltaf að bæta inn í orðum, sem Sveinka vant- aði. Það var miklu frjálsara að tala við sjálfan sig, og gerði hann það alloft, ef enginn heyrði til. En brátt fann hann, að skemmtilegra var að hafa einhvern að tala við, helzt ef sá hinn sami var ekki mjög lærður í ensku. Einn morgun, er hann kom í fjós- ið datt honum í hug að ávarpa kýrnar á ensku. — Good morning, men and girls — sagði hann. — Nei, good morning, cows, auðvitað. Hann fann strax, að það var miklu skemmtilegra að tala við kýrnar á ensku en íslenzku. Hann komst í gott skap og lét enskuna rigna yfir þær af mikilli mælsku. — Good weather to day, dear cows, — yes very good nei — líklega fine, fine weather. You understand rne. Do you not? Do you like bread and butter. — Nei, ekki fengu beljuskrattarnir brauð og smjör. — Do you like outhay or homefieldgrass. — Þetta var nú ef til vill ekki góð enska. Eg verð að leita að útheyi og töðu í orðabókinni, þegar ég er búinn í fjósinu. — Hallo, bolsi. You are the officer of the, — of the — cows. — You are the lord here, in the fjós. Are you not? What are you then? Nice weather, Sir. Yes, Sir. You are Sir of course. Do you not trúa. Hver skratt- inn er það nú á ensku? Trúið þér mér ekki virðulegu kýr? Virðulegu? Hvað skyldi það riú vera? Do you know, what on clock it is? No, you do not know. You have no clock, poor cows. —. Eftir þetta lét Sveinki oftlega dæluna ganga þannig yfir kúnum. Einu sinni kom Sigga systir hans, sem var ellefu ára að aldri, inn í fjósið, þegar Sveinki var í miðri ræðu sinni. — Hvaða bull er þetta í þér? spurði hún. — Það er nú enska, kelli mín, svar- aði Sveinki. — Ja, sei, sei, sagði Sigga. — Og skilja kannske beljurnar ensku? — Að minnsta kosti miklu betur en fólkið hér á bænum, svaraði Sveinki með þjósti. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.