Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Blaðsíða 4
áBMBIUKM
WBB
SWING ■ KÓNGURINN
af 12 systkinum. Faðir hans var
klæðskeri. Móðir hans, sem var á-
hugasöm um tónlist, hvatti hann til ,
að læra á klarínettu. Hann naut !
kennslu í hinum fræga skóla „Hull
House“ í Chicago, og hjá klassíska
klarínettuleikaranum Franz Scho-
epp. Hann gerðist undrabarn á hljóð- '
færið og lék jazz, Mozart og Brahms,
eins og hann gerir enn í dag, 40 ár-
um seinna.
Þegar „jamsessjónum" sleppir, hef
ur Benny Goodman mesta ánægju af
að safna saman vinum sínum til
einkahljómleika heima hjá sér í
Stamford, Connecticut. Hann kvænt-
ist árið 1942 og á tvær dætur. Önnur
þeirra, Rachel, kom fyrst fram 1959,
16 ára gömul, sem píanóleikari í
tríói með föður sínum og fiðluleik-
aranum David Dawson. Og hún hef-
ur það af föður sínum að vera jafn <
áhugasöm um jazz eins og kammer-
músik. <
***■
■M-
BENNY Goodman, hljóm-
sveitarstjóri — þekktur
um heim allan sem Swing-kóng-
urinn — kom fyrst fram opin-
berlega sem klarínettuleikari
þegar hann var 13 ára að aldri.
Það var fyrir 40 árum og á ár-
unum, sem síðan eru liðin, hefur
hann safnað að sér aðdáendahóp,
sem mun án hliðstæðu á sviði
hinnar sjaldgæfu samsetningar:
jazz og klassiskri tónlist.
Benny Goodman er nú 53 ára gam-
all. Árið 1934 skipulagði hann fyrstu
hljómsveitina sína og þegar hann lék
í Paramount-leikhúsinu í New York
tveim árum síðar kom hann þegar
með fyrirmyndina að síðari fram-
komu sinni. Strákur og stelpur, sem
höfðu beðið allt frá sólaruppkomu,
til þess að komast inn, dönsuðu nú
eftir tónlist hans í öllum göngum í
salnum.
Árið 1938 brauzt Benny Goodman
inn í sjálfa Carnegie Hall, með sögu-
legum tónleikum. Þar sýndi hann
allar helztu hliðar tónlistar sinnar:
swing með stórri hljómsveit, small-
combo jazz og hina hárfínu ná-
kvæmni hljómsveitarinnar. Á næstu
mánuðum eftir þetta bættust hljóm-
sveitinni vinsælir listamenn eins og
Harry James, Gene Krupa, Lionel
Hampton, Mel Powell, Glen Miller,
Peggy Lee og Helen Forrest og urðu
brátt stjörnur hver fyrir sig.
S wingkóngurinn var nú að ná há-
tindi ferils síns. Hann og hljómsveit
hans komu fram í mörgum kvik-
myndum, þar á meðal , ,The Big
Broadcast of 1937“, „Syncopation“ og
„A Song Is Born“. Árið 1956 gerði
Steve Allen af honum sérstaka kvik-
mynd, „The Benny Goodman Story“.
Um þær mundir fórust Bosley
Growther þannig orð í New York
Times: „Swingtónlist Benny Good-
mans er svo verulegur hluti af vin-
sælum hljómum vorra tíma, að það
eitt að heyra hana leikna eins og
Benny og félagar hans léku hana —
og leika enn — er margfaldir töfrar.
Það er jazz með gamaldags New
Orleans-hrynjandi, en með alls kon-
ar nýtízkulegu skrauti. Það er ríku-
lega og fjölbreytilega einkennandi
fyrir þróun swing-tónlistar eins og
hún hefur gerzt með þjóðinni. Það
er þessi tónlist, sem svo mikið er
af, og í ósvikinni Goodman-stíl, sem
gerir myndina þess virði að sjá hana
og heyra.“
4
XI sama ári kom Benny Goodman
fram með klarínettuna sína og hljóm
sveitina og hélt tónleika í leikhúsi
Bandaríkjadeildarinnar á heimssýn-
ingunni í Brússel. Þar dró hann að
sér fullt hús — 1000 manns — þar
á meðal diblómata og stjórnarerind-
reka, og stórhreif alla. í desember
héldu tveir kóngar óundirbúna jazz-
hljómleika, að því er The New York
Times símaði frá Bangkok, Thai-
landi. Þetta var swingkóngurinn
og kóngur Thailands, Phumiphol
Aduldet, sem léku saman Dixieland
Effír
S P Harry
í heila klukkustund og boogie-
woogie, sem varð tónlistarsögulegur
viðburður. Benny Goodman lék á
klarínettu og Phumiphol konungur
á saxófón.
Haustið 1959 fór Goodman með tíu
manna sveit í ferðalag um Evrópu og
sú ferð varð ein röð sigurvinninga,
sem minnti á dýrkun þá, er hljóm-
sveit hans féll í skaut á árunum eft-
ir 1930. Við heimkomuna fór hann
með hljómsveitina í næturklúbbinn
„Basin Street East“ í New York, þar
sem hann lék fyrir fullu húsi, kvöld
eftir kvöld. Síðar var þetta endur-
tekið á vesturströndinni.
E n Benny Goodman á sér fleiri
hliðar. Eftir að hafa getið sér alla
þessa frægð í jazztónlist, beygði
hann yfir í klassíska tónlist og vann
sér þar enn nýja frægð sem klarí-
nettuleikari. Hann lék með New
York Philharmonic, Boston Symp-
hony, Rochester Philharmonic,
National Broadcasting Company
Symphony og Cleveland Orchestra
og Chicago Symphony Orchestra sem
einleikari. Hann flutti verk eftir nú-
tímatónskáld í fremstu röð, svo sem
Bela Bartok, Aaron Copland, Paul
Hindemith og lék einleik í verkum
þeirra. Og hann lék á plötur mörg
verk með Bartok og Joseph Szigeti.
Þegar hann lék Rapsódíu fyrir klari-
nettu og fiðlu eftir Bartok í Carnegie
Hall, hrósaði New York Times hon-
um fyrir „hreinan stíl og tækni-
nákvæmni hans.“ Einu sinni lék hann
karínettusóló með Arturo Toscanini,
sem stjórnaði „Rhopsody in Blue“
eftir George Gershwin. Svo kenndi
hann við Juilliard tónlistarskólann
og háskólann í Boston.
Benjamin David Goodman fæddist
30. maí 1909 og var áttundi í röðinni
SVO segir dr. Hannes Þorsteins-
son í hinni nýútkomnu ævi-
sðgu sinni, frá árinu 1897: „Annars
varð ísafold fyrir leiðinlegu áfalli
þetta vor, er ritstjóranum varð til mik-
ils ama og mikið skop var hent að, en
það var þá er hann sneri á íslenzku
með miklum fjálgleik fáránlegri lyga-
sögu úr Politiken, að 3 svertingjar
hefðu étið Scheel-Wandel leikstjóra upp
til agna á einni nóttu í Kaupmanna-
höfn og brotið bein hans til mergjar
m. fl. undraverðum lýsingum á hessum
hroðalega atburði. Björn gamii trúði
þessu eins og nýju neti og var ákaflega
nreykinn af því að flytja í blaði sínu
þessar stórkostlegu fréttir ....... og
aldrei tók hann frásögn þessa aftur
í blaðinu eða leiðrétti vitleysuna, held-
ur stóð fast á því, að víst hefði mann-
æturnar étið manninn, og þar við sat.
.... Hann hafði verið svo óheppinn, að
einhver vinur hans ytra hafði sent hon-
um þessa mannætusögu í Politiken,
sama morguninn sem hún kom út, en
þá fór eitthvert skip til ísiands, svo að
frétt kom ekki jafnharðan hingað, að
þetta væri uppspuni einn ....“.
En hvernig er svo saga þessi í fsa-
fold. Hún er prentuð í blaðinu hinn 19.
maí fyrir 65 árum og hljóðar á þessa
leið:
‘ Hryllilegur atburður í Kliöfn
Mannætur myrða mann og snæða
^VÍeðal annarra furðulegra og fá-
séðra hluta hafði fimleikasýningarhúsið
(Circus) í Khöfn í vetur upp á að
bjóða 3 mannætur frá Afríku eða
Ástralíu, — ekki getið hvort heldur
var. Voru villimenn þessir geymdir
einir sér í lokhvílu í horni einu í sýn-
ingarskálanum og varazt framan af að
koma nálægt þeim fremur en óarga-
dýrum, öðru vísi en við marga menn.
Þar til um kvöldið laugardaginn fyrstan
í surari, að yfirmaður einn við leik-
húsið, CARL SCHEEL-W ANDEL að
nafni, var svo ógætinn, að fara einn
inn til þeirra, í því skyni að líta eftir,
hvort vel mundi fara um þá um nótt-
ina, hann var farinn að venjast þeim
svo vel og þeir honum, að honum stóð
enginn stuggur af þeim, enda höfðu
þeir látið friðsamlega og meinlauslega
upp á síðkastið. Morguninn eftir, er
færa átti mannætunum morgunverð,
kom það í ljós, að þeir voru eigi mat-
arþurfa. Tveir þeirra sátu saman í
bezta skapi og voru að stanga úr tönn-
Framh. á bls. 13
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. tölublað 1962