Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Blaðsíða 8
Moskva var að sumu leyti enn miðaldaborg árið 1890, þegar Boris Pasternak var í heim- inn borinn. Fjögurra ára gamall gat hann horft á útför Alexanders III., af svölunum heima hjá sér, þegar líkfylgdin bugðaðist hátignarlega eftir götunum í Moskvu og til járn- brautarstöðvarinnar. Faðir hans, Leonid Pasternak, og einnig móðir hans, voru af Gyðinga- ættum, en Boris var skírður fljótlega eftir fæðinguna — þó með leynd — til þess að forðast umtal. Leonid Paster- nak, sem var frægur andlitsmynda- teiknari, var, fyrir meðmæli málarans Rjepins, útnefndur forstöðumaður mál- araháskólans í Moskvu. Boris var 8 ára gamall, þegar Tolstoy, sem þá hafði nýlokið við skáldsögu sína „Upprisu", fékk föður hans til að myndskreyta bókina. Af því tilefni fluttist Pasternak ásamt fjölskyldu sinni út á búgarð Tol- stoys, Jasnaja Poljána. Það var orðin mikil vinátta með þessum tveim fjöl- skyldum, eftir að Pasternak hafði — ásamt Rjepin og Veresjtsjágin — teikn- að myndirnar í „Stríð og frið“, nokkr- um árum áður, er sagan var gefin út í skrautútgáfu. Meðan þau dvöldust hjá Tolstoy, kom þangað þýzka skáldið Rainer Maria Rilke, til þess að heilsa upp á Tolstoy. Og þetta mót við Rilke varð ástæðan til áhuga Pasternaks á þýzkum skáldskap, sem entist honum ævilangt. En þegar Leonid og Boris komu til að kveðja vin sinn, var ein- mitt verið að færa lík hans heim frá Asapovo, þar sem hann hafði orðið bráðkvaddur. Payne segir: „Það var eitthvað ógnandi táknrænt við þetta mót hins framliðna Tolstoys og Boris Pasternaks, sem var að hefja göngu sína á lista- brautinni. Það var rétt eins og guðirnir vildu á þennan hátt afhenda lýsandi blys mikillar erfðakenningar hinum yngri arftaka". Boris Pasternak hafði beinbrotnað á ungum aldri og slapp því við herþjón- ustu, þegar ófriðurinn hófst, en í þess stað fékk hann skrifarastöðu í efna- verksmiðju nokkurri í Ural. Þegar byltingin var hafin í St. Pétursborg, sneri Boris af skyndingi til heimaborg- ar sinnar. í Ural hafði hann gert frum- drög að nokkrum sögum — alls fjór- um, sem síðar komu út, smátt og smátt í tímaritum, en sú fyrsta þeirra — „Merki Apellesar“ — sýnir greinileg áhrif frá skáldsögu Heinrich von Kleists: „Markgreifinn af O/. Enda þótt Boris Pasternak tilheyrði þeim hópi andansmanna, sem væntu sér mikils af byltingunni, var hann þó nokkuð tortrygginn, og eina skáldverk hans um byltinguna, er einskonar sögu- ljóð, sem Payne tekur upp á ensku. Eftir að hann kom heim frá Ural, lét hann frá sér fara tíu kvæði, og er eitt þeirra hyllingaróður til Pusjkins, hins dáða, rússneska skálds. En árið 1925 voru allar skýjaborgir hans hrundar til grunna og honum orðið ljóst, að skáld gætu orðið skoðuð sem landráðamenn, ef því væri að skipta. etta varð til þess, að hann hætti að mestu leyti að koma fram opinber- lega, en þó mátti öðru hverju í tímarit- um rekast á náttúrustemningar og per- sónulegar huganir í skáldlegum bún- ingi frá hendi hans, þar sem forðast var að víkja á nokkurn hátt að því, sem var að gerast í landinu. Eitt sumar var hann á námskeiði við háskólann í Mar- burg, rétt fyrir ófriðinn, og þar hafði vaknað áhugi hans á þýzkri heimspeki. Hann tók að kryfja verk Kants og Hegels, en hinsvegar hafði Nietzsche lítið aðdráttarafl á hann. Tsjekov, sem þekkti rtianna bezt rússneska miðlungs- manninn, vænti sér ekki mikils af gáfnaljósunum þar sem hóp, en því meira af framtaki einstaklingsins á and- lega sviðinu. Pasternak hefur orðið fyr- ir miklum áhrifum frá rússneskum heimspekingi, Fjodorov, sem er lítt þekktur á Vesturlöndum, en hafði einn- ig vakið áhuga Dostojevskis, og hélt fram persónulegu framtaki jafnframt hinu, sem kalla mætti rússneska erfða- kenningu. Þannig átti, að viti Jjodorovs, sonurinn að taka við, þar sem faðirinn hætti. Payne bendir á, að hin mikla áherzla, sem Fjodorov leggur á ein- staklingsframtakið hafi raunverulega verið mótmæli gegn alríkisvaldinu, og að þetta skíni allsstaðar í gegn hjá Sivagó lækni. Þessi smákvæði Paster- Eftir Adler Gustavsen naks, sem komu svo strjált fram, gátu ekki annað en gert hann að einskonar dularpersónu. En aðdáendur hans voru ekki margir. í Moskvu voru það eigin- lega ekki aðrir en bókmenntastúdentar, sem gátu metið hann til fulls sem ljóð- skáld og persónu, og misskildu ekki varfærni hans gagnvart marxisma og sósíalrealisma. P ayne eignar Stalin einskonar hjátrú á spámannskraft skáldanna. Þegar skáldið Mandelstamm hafði í návist vina sinna heima hjá Pasternak lesið upp háðkvæði sitt um alvaldinn og það hafi borizt til eyrna Stalins, þrátt fyrir alla varúð, sneri kona Mandelstamms sér til Pasternaks í þeirri von, að hann gæti fengið yfir- völdin til að sýna miskunn. Hann gerði tilraun til þess arna og alls óvænt fékk hann — þá staddur úti í sveit — síma- hringingu frá Stalin, sem vildi fá að vita, hvort téður herra Mandelstamm gæti talizt mikið skáld. Af skiljanleg- um ástæðum gaf Pasternak sem minnst út á það og fór undan í flæmingi, en ' Stalin færðist þá í aukana og heimtaði stutt og laggott svar. Pasternak játaði að lokum, að Mandelstamm væri alls ekki svo fráleitt skáld. Mandelstamm var þá sendur í útlegð út í sveit, en fékk nokkrum árum síðar leyfi til að setjast að aftur í Moskvu. Síðar var hann sendur í útlegð til Vladivostok og dó árið 1940 í fangabúðum í Sibir. Sjálf- ur þakkaði Pastemak það óskiljanlegri tilviljanakeðju, að hann hefði sjálfur sloppið við sömu ötílög. Sama árið sem Mandelstamm var útlægur gerr, lenti Pasternak enn saman við Stalin. Payne staðfestir það, sem Isaac Deutscher heldur fram, að Stalin hafi í reiðikasti skotið konu sína, sem hét Allilújeva að ættarnafni. Hið snögga andlát hennar varð til þess, að Stalin barst sam- hryggðarbréf, sem var stílað til hans og undirritað af 33 þekktum, rússneskum rithöfundum. Pasternak neitaði að und- irrita bréfið, en skrifaði neðan við það athugasemd um, að hann hefði kynnt sér efni þess. „E g tek þátt í tilfinningum stétt- arbræðra minna“, skrifar hann. „Kvöld- inu áður (þ.e. áður en Allilujeva dó) fór ég í fyrsta sinn að hugsa vandlega og djúpt um Stalin frá sjónarhóli lista- mannsins. Um morguninn, þegar ég las fregnina, varð ég svo hrærður, rétt eins og ég hefði sjálfur séð þetta og lifað“. Undirritað: Boris Pasternak. „Með þessum óróvekjandi og dular- fullu ummælum, sem gáfu í skyn ó- vænta skyggnigáfu, og greinilega voru rituð í mikilli geðsræringu, virðist Pasternak hafa innsiglað sína eigin einangrun", skrifar Payne. „Jafnframt gefur hann í skyn einhvern andlegan skyldleika við Allilujevu, og að hann hafi á einhvern dularfullan hátt tekið þátt í dauða hennar. Það er greinilegt, að Stalin hefur lagt þessi ummæli á minnið“, heldur ævisöguritarinn áfram. „Það er nokkurnveginn víst, að hann hefur orðið djúpt hrærður og jafnvel hræddur við þessa óbeinu yfirlýsingu Pasternaks um að hafa verið viðstadd- ur andlát hennar". Upp frá þessu fannst Pasternak hann hafa Damoklesarsverðið hangandi yfir höfði sér. Eftir hreinsunina, þar sem m.a. Tuchatsjevskij hershöfðingi varð höfðinu styttri, var Stalin hylltur með ávarpi, undirrituðu af mörgum hátt- settum mönnum, sem létu í ljós vel- þóknun sína á „hinni mjög svo tíma- bæru“ aftöku fjenda ríkisins. Pasternak undirritaði ekki þetta ávarp, en Payne álítur, að einn vinur hans hafi falsað nafnið hans undir það, til þess að bjarga honum, eða þá hinsvegar, að einhver honum vinveittur hafi látið sér takast að leiða athygli máttarvaldanna frá því, að nafn hans vantaði undir ávarpið. að er vel'skiljanlegt, að Paster- nak gerði sér á seinni árum títt um réttmæti sjálfsmorðsins, minnugur frá- falls Majakowskys og Koslovs, sem voru báðir góðvinir hans fyrir ófriðinn. En til þess kom þó aldrei, að hann leitaði þessa neikvæða frelsis. Þegar lesinn er síðari hluti lýsingar Paynes, verður manni ljóst þetta farg, sem æðar and- legs lífs í Rússlandi slá undir. Payne álítur, að hægt hefði verið að gefa Sivago lækni út í Rússlandi, ef höfund- urinn hefði ekki legið veikur, þegar samningar komust í kring við Feltri- nelli. Feltrinelli gekk orðalaust út frá því, að beiðni höfundar um að fresta útgáfunni, stafaði af einhverri þvingun af hálfu valdhafanna — sem ekki var — og lét þá. prenta kafla af sögunni í ítalska tímaritinu Expresso. Það nægði til þess, að valdhafarnir urðu skelfdir, og bjuggust við, að þarna væri bók- menntasprengja á ferðinni. Það var ekki laust við kaldhæðni, þegar Paster- nak kallaði sig „boðflennu í tilver- unni“ eða „dauðan mann í fríi“. Það var löng og erf-ið tilraun hjá Pasternak að nálgast kristindóminn, og minnir nokkuð á dulrænu Dostojewskis. Á fyrsta bókmenntaþinginu, sem sov- ézkir rithöfundar stóðu að, veitti Buch- arin Pasternak velviljaða aðstoð. En ár- ið eftir, þ.e. 1935, á bókmenntaþinginu i París, þegar André Malraux var að dingla við kommúnismann, var enginn hinna rithöfundanna frá Sovétríkjun- um meðlimur flokksins. Pasternak lét þar til leiðast að tala, en af mikilli var- færni. En á rithöfundaþinginu í Sovét- ríkjunum 1948 lét rithöfundurinn Fade- jev svo um mælt, að „verk Pasternaks sýna tilhneigingu til einstaklingshyggju, sem er í algjörri andstöðu við þjóðfé- lagsskipulag vort“-> E ftir nákvæma greinargerð fyr- ir Sivagó lækni, sem hefur inni að halda atvik úr lífi. Pasternaks sjálfs, lýkur Payne máli sínu með því að líkja Sivagó við öndvegispersónur í rúss- neskum bókmenntum, eins og Raskolni- kov hjá Dostojevski, Mysjkin fursta, Aljosja Karamassov, Pierre Bezukov hjá Tolstoy í „Stríð og friður“ og Baz- arov, níhílista Tuggenjevs. Pasternak var ágætur þýðandi á er- lend skáldverk. Hann þýddi á rússnesku ekki einungis Shakepeare og Goethe, heldur og ungverska skáldið Sandor Petöfi. Síðustu mánuðina þjáðist Past- ernak af lungnakrabba, en vantreysti læknunum og þessi vantrú hans kemur líka fyrir hjá Sivagó, sem sjálfur er þó læknir. Útför Pasternaks fór fram í kyrrþei, og lík hans var borið til grafar af hinum tryggu vinum hans, bók- menntastúdentunum frá háskólanum í Moskvu. Ævisaga Paynes er eftirtektarverð viðbót við hin hlédrægu sjálfsæviatriði eftir Pasternak sjálfan. Höfundur er þaullesinn í rússneskum bókmenntum og tungu, sem hann hefur lagt stund á bæði í Englandi og í Svartaskóla, auk þess sem hann hefur umgengizt Paster- nak sjálfan, og þannig hefur hann öll skilyrði til að auka þekkingu vora á þessum einmana manni, Boris Leonio- vitsj Pasternak. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.