Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Side 5
HERBERT MITGANG
,BRAUÐ OG VÍN
t
VIÐTAL VIÐ IGNAZIO SILONE
Atilteknum tíma, meðan Róm-
/erjar voru enn að nudcta síð
degisstírurnar úr augunum, gekk ég
inn í fjölbýlishúsið við Via di Villa
Ricotta, sem er á þessu viðkunnan-
lega millistéttasvæði kringum Bol-
ognatorgið, opnaði lyftuna, þegar
komið var hátt upp í húsið, og sá
samstundis snyrtilega prentað nafn-
ið við dyrabjölluna: Ignazio Silone.
Ég hrökk við: Mér fannst eitthvað
vanta, svo sem einhvern heiðurs-
titil frá ítalska lýðveldinu, eða að
minnsta kosti skjaldarmerki með
áletruninni: „Silone frá Fonte-
mara“.
E,
ra
ITT einkenni vaxandi vel-
megunar á íslandi er vaxandi fjöldi
glœsilegra og rándýrra sjúkrahúsa.
Tómar kirkjur og yfirfull sjúkra-
hús eru tákn tímanna á íslandi, og
er þaö verkefni sálfrœöinga aö
rannsaka hvort eitthvert samband
kunni aö vera þar á milli.
Orsakir ís-
lenzks krank-
leika eru aö
sönnu ískyggi-
legar, hverjar
sem þœr eru.
Ég œtla mér
ekki þá dul aö
rekja þœr, en
ekki er ósenni
legt aö lega
landsins eigi
hér einhvern
hlut aö máli.
Viö njótum Utt sólar. og ávextir og
annaö grœnmeti er af skornum
skammti og rándýrt.
Ég veitti því eftirtékt hve
hraustleg og heilbrigö börnm suö-
ur viö Miöjaröarhaf voru, þau
lifi viö mjög þröngan kosi og staf-
ar þaö augljóslega af taiklu sól-
skini og gnœgö ávaxta. Nú er þaö
enn sem komiö er vandkvœöum
bundiö aö flytja inn sólskin, þó viö
höfum aö vísu ,,gervisólskin“ þegar
mikiö liggur við. Hins vegar flytj-
um við inn ávexti, þó i snrfum stíl
sé, og njótum góös af, uvo langt
sem þaö nær.
Mér hefur komiö l hug tillaga til
aö draga úr hinum slórkostlegu út-
gjöldum ríkisins til sjúkrahúsbygg-
inga. Þaö eru gömúl sannindi, aö
bœði er ódýrara, skynsamlegra og
heilladrýgra aö koma í veg fyrir
veikindi en aö lœkna bau. Tillagan
er þessi: Ríkiö verji stórauknum
hluta af tekjum sínum til aö greiöa
niöur innflutning á ávöxtum, svo
þeir veröi jafnsjálfsagöur réttur á
allra boröum áriö um kring eins og
fiskur og kartöflur. Ávextir eru
ekki munaðarvara, og hver sem
heldur því fram veöur reyk, svo
ekki sé sterkar aö oröi kveöið. Ef
ríkiö telur sig ekki hafa efni á aö
greiöa niöur ávexti, þá er bara aö
leggja meiri skatta á munaöarvöru
eins og bíla, barnaleikföng, fegurö-
arlyf kvenna, tuggugúmmí, kóka-
kóla og annan heilsusyillandi ó-
þarfa.
s-a-m.
Mitt innan um alla titladýrkunina í
Ítalíu hefur Silone engan titil, en aftur
á móti annað, sem hann á sjálfur: alþjóð
lega frægð, sem er meiri erlendis en
heima, og siðferðilega stöðu, sem er virt
bæði af ný-hægri og ný-vinstri, enda
þótt hann taki ekki þátt í bókmennta-
kappsundi samtíðarinnar — andfasisti
fyrrum — áður en hann fór í neðanjarð-
arhreyfinguna, en það virðist annars
vera tengiliður '■ milli margra ítalskra
skáldsagnahöfunda — og svo allmiikill
forði ritverka, sem hann er að endur-
skoða, þótt einkennilegt megi virðast.
Hann kom fram úr skugganum
og hvarf inn fyrir lokaðar hurðir, per-
sóna úr liðinni kreppu í landi, sem í
fyrsta sinn í áratug býr ekki við neina
kreppu. Sextíu og tveggja ára gamall,
virtist hann rólegur og öruggur, án allra
innri kvala eða hrifningar af ósigrum.
Hann var virðulegri og óbeiskari en
vænta mátti — rétt eins og persóna
hans hefði líka verið endurskoðuð. Und-
ir hæruskotnu hári og háu enni sýndust
stingandi augun glettin en sorgbitin um
leið, en öðru hverju lyftust munnvikin í
góðmannlegu brosi, og hann varð sjálfur
hissa á svipinn.
Hvílíkar breytingar hafa ekki orðið
í heimspólitíkinni á síðasta aldarfjórð-
ungi! En einmitt fyrir tuttugu og fimm
árum kom út í Bandaríkjunum fyrsta
skáldsagan eftir Silone, „Brauð og vín,“
og varð fyrir valinu sem bók mánaðar-
ins. Þessi saga um Pietro Spina, neðan-
jarðarforingjann, sem kemur í átthaga
sína í Abruzzi úr útlegðinni, til að reyna
að safna liði meðal bændanna gegn fas-
istastjórninni, varð merkisteinn í öreiga
bókmenntum fjórða áratugs aldarinnar.
Árum saman hefur hún nú verið les-
in í ódýrum vasaútgáfum.
En nú höfum við fengið endurskoðaða
útgáfu af „Brauði og víni“ frá 1937 (At-
heneum, $ 5), þýdda úr ítölsku af Havey
Ferguson II, og með nýjum formála eftir
höfundinn. Þetta er í framhaldi af endur-
skoðaðri útgáfu, fyrir tveim árum, af
„Fontermara" frá 1934, en það var
fyrsta skáldsaga Silones um gott og illt
í borg undir járnhæl fasista. Báðar þess-
ar bækur voru á fjórða áratugnum í
flokki með „örlögum manns“ eftir Mal-
raux og „Þrúgum reiðinnar“ eftir Stein-
beck einskonar áróðursbækur fyrir hina
kúguðu og hugsjónaríku um heim allan.
Eg kom strax að efninu, sem sé
tilganginum með þvi að bre.yta lista-
verkum, eftir að þau hefðu verið al-
mennt viðuricennd (jafnvel með hugs-
anlegum göllum) af almenningi, yfir
langt og byltingakennt tímaskeið.
Ignazio suone.
„Þetta, sem ég hef breytt, snertir
ekki siðferðislegar grundvallakenningar
bókarinnar,“ sagði Silone „Breytingarn-
ar eru miklu fremur til þess ætlaðar að
styrkja þessar hugmyndir enn betur.
Hugsunarháttur minn er óbreyttur frá
því sem áður var. En það eru útúr-
dúrarnir og það ofsagða sem ég hef
breytt."
Hvort hann gæti nefnt eitthvert sér-
stakt dæmi?
„Já. í endurskoðuðu útgáfunni af
„Brauði og víni“ hef ég fellt úr kafl-
ann þegar eitrað var fyrir prestinn.
Hvers vegna? Af því, að einmitt þegar
ég var að semja bókina, á miðjum fjórða
áratugnum, hafði verið eitrað fyrir einn
andfasiskan prest. Þetta kom mjög í
fréttum og var mér ríkt í huga, svo að
ég tók þennan atburð með í söguna.
Seinna ákvað ég að fella úr henm allt,
sem ekki væri annað en blaða-
mennska.“
Hvort honum hefði nokkuð snúizt hug-
ur — tilfinningalega eða stjórnmála-
lega — gagnvart aðalpersónunni, Pietro
Spina, byltingarmanninum?
,Trúar- og stjórnmálaskoðanir mínar
hafa vissulega ekki breytzt siðan ég
samdi „Fontamara“. Þar sem ég hef gert
breytingar — og ég tel þær aukaatriði
— er það einungis vegna aukins list-
ræns samhengis Eftir fall fasismans
fékk ég tækifæn til að sjá bækur mín-
ar prentaðar á Ítalíu í fyrsta sinn. Þær
höfðu verið prentaðar i yðar landi og
á meginlandinu, en ekkj neima fyrir.
Þegar ég samdi skáidsögurnar, hætti mér
meira til melódramatisks tóns en ró-
legrar frásagnar. Ég tókst því á hendur
að breyta bókunum og dýpka þær —
og allt með beztu samvizku.
A uk þess sé ég ekkert því til
fyrirstöðu, að höfundur sé allt af að
endursemja sömu bókina, aftur og aft-
ur. Maður getur látið sér detta í hug
Manzoni — hann breytti sögunni um
elskendurna aftur og aftur — var að
semja sömu söguna í aldarfjórðung.
Sama á sér stað um sum tónskáld og
myndlistarmenn — þeir eru kannski
að fægja sama verkið alla ævi. Allir
höfum við í rauninni aðeins eina sögu
að segja, sem nokkuð kveður að. Spina
í „Brauði og víni“ er skyldur Ókunna
manninum, sem kemur fyrst fram undir
lokin í „Fontemara", og honum skýtur
upp innan um önnur nöfn i skáldsögum
mínum eftir ófriðinn"
Vandlegur samanburður á upphaflegu
sögunni og hinni endurskoðuðu leiðir í
ijós, að í öllum aðalatriðum er þetta
sama sagan. Pietro Spina er enn „bráð-
ger andfasisti“ (svo að notað sé orða-
tiltæki, sem óameríska nefndin hefur
gert að almenningseign). Tíminn er
þegar Abessiníuófriðurinn var að hefj-
ast, þegar hersveitir Mussolinis sigldu
yfir Miðjarðarhafið, dreymdi um keis-
aradæmi handa hinu sameinaða her-
veldi sínu
Dulbúinn sem “prestur hittir Spina
gamla kennarann sinn, fyrrverandi
bekkjarbræður sína, nágranna og nýja
félaga. Sumir gefast upp, sumir hafast
ekki að, sumir hætta lífi sínu, úti í
sveitinm og í Rómaborg, til að halda
opnum neðanjarðar-felustöðunum og
fremja dirfskuverk gegn óvininum. En
vegna þess að eigrn persóna Silones í
skáidsögunni er tveir menn (Spma og
hinn dulbúm Don Paolo), sér lesandinn
aiuaf tvær persónur: aðra pólitíska og
Framhald á bls. 12.
S8. tölublað 1962
LESBOK . IORGUJMBLAÐSINS 5