Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Síða 9
Deftifa*s var T skipalesf á leið milli Irlands og Skotlands — Það
var í morgunsárið, að þýzku kafbátarnir réðust til atlögu
r r
• ■ -aip •wrowxw?
4é *bl - M í«W»í' Wt$
I>e(tifossi sökt
15 maims saknað — 3ð er bjargað
99
S&knaö er þriggja kvenaa 09
æ s BSBBMggMgseMMBgaa
....
Dettifoss í Hamborg.
OG NÁÐILOKS FLEKANUM
HVAR ERU ÞEIRNUl
IMorgunblaðinu 24. febrú-
ar 1945 getur að líta eftir-
farandi frétt í sorgarramma á for-
sidu:
„ÞAU HÖRMULEGU TÍÐINDI
HAFA BORIZT, AÐ DETTIFOSS
HAFI FARIZT í HAFI FYRIR
SKÖMMU, ER SKIPIÐ YAR A
LEIÐ HINGAÐ TIL LANDS. EKKI
ER ENN KUNNUGT, MEÐ HVAÐA
HÆTTI SKIPIÐ FÓRST, NEMA
AÐ ÞAÐ MUN HAFA VERIÐ AF
HERNAÐ ARV ÖLDUM. — MEÐ
SKIPINU VORU 45 MANNS, 14
FARÞEGAR OG 31 SKIPSMAÐUR.
VITAÐ ER UM 30 MANNS, SEM
B J ORGUÐUST OG ERU ÞEIR
ALLIR KOMNIR í LAND í
SKOZKRI HÖFN OG LÍÐUR
SÆMILEGA AÐ ÞVÍ ER SEGIR
1 SKEYTI FRÁ SENDIHERRA ÍS-
LANDS Í LONDON. 15 MANNS
VANTAR OG ER EKKI VITAÐ
UM AFDRIF ÞESS FÓLKS. —
MEÐAL ÞEIRRA SEM SAKNAÐ
ER, VORU ÞRÍR FARÞEGAR,
ALLT KONUR, OG 12 SKIPS-
MENN.
FREGNIN UM AÐ DETTIFOSS
HAFI FARIZT MUN HAFA BOR-
IZT HINGAÐ TIL HERNAÐAR-
YFIRVALDANNA Á MIÐVIKU-
DAGINN, EN ÞÁ VAR ALLT í
SLIKRI ÖVISSU UM AFDRIF
FARÞEGA OG SKIPSHAFNAR,
AÐ EKKI VAR HÆGT AÐ TIL-
KYNNA NEITT UM SLYSIÐ.
RIKISSTJ ÓRNIN FÓL SENDI-
HERRA OKKAR í LONDON AÐ
LEITA SÉR UPPLÝSINGA UM
BJÖRGUN FÖLKS OG í GÆR-
KVÖLDI BARST SKEYTI FRÁ
SENDIHERRANUM, ÞAR SEM
GETIÐ ER ÞESS, SEM AÐ FRAM-
AN GREINIR“.
Dettifoss var yngsta skip Eim-
skipafélags íslands á þessum tima og
annað farþegaskipið, sem félagið átti
þá eftir af flota sínum. Gullfoss gamli
var í Kaupmannahöfn, er innrás Þjóð-
verja var gerð þar, en Goðafossi var
sökkt í Faxaflóa af þýzkum kafbáti í
nóvemiber 1944. Með Goðafossi fórust
24 manns, aðeins rúmum þremur mán-
uðum áður en Dettifoss var söflckt út
af Sflootlandi, að mongni 21. febrúar
1945. Má því segja, að skammt hafi
verið stónhögga á milli, sem reidd voru
að flota Eimiskipafélags íslands
Þjóðin skeltingu lostin
I forystugrein í Morgunblaðinu
daginn sem slysaíréttin birtist, segir m.a.:
„íslenzika þjóðin er skelfingu lostin
yfir þessum tiðindum Hið mi'kla afhroð
sem þjóðin hefur beðið á skipastóli sín-
um af völdum styrjaldarinnar og hin
mörgu mannslíf, sem glatazt hafa, er
orðið svo geigvænlegt, að jafnvel sjálf-
ar styrjaldarþjóðirnar komast þar ekki
í samjöfnuð þegar miðað er við fólks-
fjölda.
Fyrir stríð átti Eimskipafélagið 6. skip.
Af þeim hefur félagið nú misst 3.
skip af völdum stríðsins: Gullfoss, Goða-
Bogi Þorsteinss'
foss og nú síðast Dettifoss. Tvö hin
síðastnefndu voru meðal beztu skipa
félagsins. Geta má þess, að þegar stríð-
ið brauzt út átti Eimskip í smíðum
vandað farþegaskip en missti það.
Eimskipafélagið á nú aðeins fjögur
skip eftir: Brúarfoss, Lagarfoss, Selfoss
og Fjallfoss, sem félagið keypti haust-
ið 1941. Tvö þessara skipa, Lagarfoss,
og Selfoss, eru orðin svo gömul og úr
sér gengin, að þau koma að litlu gagni.
Með missi Dettifoss er horfið eina
farþegaskip Eimskipafélagsins, sem var
í Ameríkusiglingum. Stöðvast þar með
flutningar fólks sjóleiðina milli íslands
og Ameriku. Þarf ekki að lýsa vandræð-
um þeim, sem af þessu hljótast, þar
sem aðrar leiðir mega einnig teljast lok-
aðar fyrir almenning.
íslenzka þjóðin fær aldrei bætt hin
mörgu mannslíf, sem glatazt hafa með
missi skipanna. En skipatjónið verður
hún að fá bætt. Það verður mikið átak
En það verk verður að vinna og það
hið skjótasta.“
I skipalest
E inn þeirra manna, sem með Detti-
fossi voru, og komst naumiega lífs af,
er skipinu var sökkt, var Bogi Þorst-
einsson, þá ioftskeytamaður, nú yfir-
fiugumferðarstjóri á Keflavíkurfiugvelli
Tíðindamaður Lesbókarinnar hitti Boga
fyrir nokkru og rifjaði hann uþp það,
sem gerðist þennan öriagaríka vetrar-
morgun, úti fyrir Skotiandsströndum
— Við vorum í skipalest frá New York
til Belfast á Iriandi, sagöi Bogi. — Þetta
var stór skipalest og í henni iíklega 80-
100 skip. Við íórum fyrir sunnan ír-
land og síðan á milli írlands og Enig-
landfí til Belfast. Þar stoppuðum við
í sólarhring og tókum kol. Frá Belfast
áttum við síðan að fara í smærri skipa-
iest til Loch Ewe í Skotlandi en venja
var að safna þar saman í lest skipum,
sem fara áttu til íslands.
— Við lögðum af stað frá Belfast um
kiukkan fjögur um nóttina 21. febrúar
1945 í ágætu veðri Ég átti vakt í loft-
skeytaklefanum frá klukkan 4 til kl.
8:30 um morguninn, en á stríðsárunum
var haldinn hlustunarvörður allan sól-
arhringinn og voru loftskeytamenn tveir
Ég var annar loftskeytamaður í þessari
ferð en fyrsti loftskeytamaður var Valdi
mar Einarsson, nú fulltrúi ritsímastjóra.
— Það var rólegt á vaktinni hjá mér
um nóttina en skömmu eftir klukkan
átta um morguninn kallaði 1. stýrimaður
á mig út á brúarvæng til þess að
skiptast á ljósmorsi við fylgdarskipið,
vopnaðan togara.
Þarna kemur það
— Þegar ég hafði lokið ljósmorsinu
var skammit þar til vaktaskipti áttu að
fara fram svo að ég dokaði við og spjall-
aði við Davíð Gíslason, 1. stýrimann.
itétt áður en klukkan varð hálf níu leit
ég niður á dekkið. Sá ég að Valdimar,
sem átti að leysa mig af, var að koma
út úr dyrunum á matsal yfirmanna. Rétt
í sömu andrá heyrði ég að Davíð sagði:
„Þarna kemur það!“ „Er það tundur-
skeyti?“, spurði ég.
— Um leið kvað við mikil sprertg-
ing Mér fannst dekkið koma næstum
upp í andlitið á mér, kastaðist á fjóra
fætur hruflaði mig á hnjánum og missti
húfuna. Ég reis strax á fætur og varð
þegar ljóst að skipið hafði orðið fyrir
annað hvort tundurdufli eða tundur-
skeyti. Ég sá að toppurinn á frammastr-
inu hafði brotnað svo að loftnetið lá niðri
og kom því ekki til greina að nota loft-
skeytastöðina, enda slíkt hvort sem var
stranglega bannað þótt skip sykkju á
stríðsárunum, ef þau voru í skipalest.
Framhald á bis. 11.
28. tölublað 1962
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9