Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Síða 13
’’ Svó fór hann að fá sfmahringingar, meðal annars frá töturum og öðrum per- sónum með torkennilega rödd, sem hót- uðu honum öllum hugsanlegum íarðind- um, ef hann færi ekki þegar í stað úr borginni. Að vissu marki hafð' afi ekki nema gaman af þessu öllu. En ef öllu var á botninn h''-olft, var hann nú samt smekk maður með fínar taugar og tilfinningar, en hafði hinsvegar ekkert gaman af mjög iangvinnum aevintýrum. Hann hafði meira gaman aí því, sem fyrir hann bar svona bara af tilviljun. „Sann- ast að segja, var ég orðinn þreyttur á þessum flóðhesti". sagði hann. .,Ef ekki frú La Chance væri jafn indael jg raun er á, vaeri ég til með að snúa mér frá henni og að annarri, sem væri auðveld- ari viðureignar. En því miður er ég bara svo skratti hrifinn af henni, og svo hef ég ekki hitt neina verulega fallega lengi. Það er víst ekki annað að gera en útrýma herra Grjóthaus!" „Ætlarðu að skora hann á hólm?“ spurði pabbi. „Þið skuluð nota kamnavínstappa á tiu skrefa færi“, sagði Desmonde frændi. „Kampavínstappi dregur aldrei tíu skref svo að gagn sé í“, sagði Felix frændi. „Ég ætla að nota mína aðferð“, sagði afi íbygginn. „Ég vona. að þú meiðir ekki neinn“, sagði mamma. „Ekki sjálfan mig, að minnsta kosti“, sa^ði afi og skríkti. Nú hafði afi komizt að því. að Grjót- haus var mjög vanafastur. Hann vissi, að hann kom alltaf sömu leið heim til ekkjunnar, og á sama tíma dags. Afi hugsaði sér að veiða hann í gildru — í bókstaflegri merkingu. ilann dró mig fyrirvaralaust \ ráð stefnu, einn daginr., lét mig blóðga mig á bumalfingrinum og krossa mig með blóðinu og sverja að segja ekki nokk- urri sálu frá því, sem hann ætlaði að se<*la mér. Ég sór og varð þannig bandamaður hans. Við fórum svo á staðinn einn daginn o® lögðum þar bjarnagildru. En auðvit- að átti hún þarna að vera mannagildra. Við grófum gryfju, eins og ég hafði lært af einhverjum veiðimannasögum — djúpa gryfju. Yfir hana settum við fínriðið vírnet. Gryfjan var þannig gerð, að óhugsandi var að komast upp úr henni hjálparlaust. Sem betur fór hafði afi haft hugsun á því að setja mat og vatn niður í gryfjuna. Hann ætlaði að geyma Grjót- haus þar í nokkra daga. bangað til hann væri orðinn næ"ilega hræddur til að láta ekkiuna í friði framvegis. Þá ætlaði hann að láta keDOinaut sinn lausan. Svo biðum við í myrkrinu, skammt frá orvfiunni. „Hefurðu samvizkubit af þessu?“ spurði afi. „Ekki ef það tekst“, svaraði ég alvar- lega. Það var niðdimmt, þegar okkur fannst við verða varir við Grjóthaus. Þv. mið- ur var ákafinn í okkur svo mikill, að við neyttum ekki skilningarvita okkar nægilega. En gildran beið þarna búin og við flýttum okkur tii Ottawa til þess að hafa fjarverusönnun. Það var þremur dögum selnna, sem afi hringdi til lögreglunnar með skjálf- andi röddu og sagði, að maðurinn frá ölgerðinni, sem saknað væri, mundi vera þar sem hann til tók í skóginum. Auðvitað hafði afi verið of spenntur til að heimsækja ekkjuna þessa daga. Og það var eins gott. Hann hefði ekki hitt hana heima. Hún var í gryfjunni ásamt Grjóthaus. 1 ifjþnuði seinna var það augljóst, að ekkjan og Grjothaus ætiuðu að íara að giíta sig. Afi varð hugsanai þegar i.ann heyrði þetta. Hann sneri upp á /axborið yfirskeggið og sagði: „Nú, jæja, ef mað- ur og kona eru saman . fjóra daga — og nætur — í gryíju, þá standa þau sig beinlínis ekki við annað en giftast. Hann seildist eftir einum rommbrjóst- sykri og beit í hann. „Þið vitið sjálfsagt“. sagði hann eins og upp úr þurru, „að hún var með falskt hár?“. V í K IN G A Ö L D Framhald af bls. 6 víkingarnir fljótt, að þeim er ekki allt af vís sigurinn, þó að þeir njóti fulltingis Þórs og Óðins. Hin forna stéttaskipun helzt heima fyrir, en á sjóferð og í liði hlýtur hún að leysast upp. Þá skiptir engu máli, í hvaða stétt maður er borinn; þegar frá eru teknir liðsforingjar og skipstjórnarmenn (en til þess hafa helzt valizt menn af höfðingjastétt eða auðugir) eru allir vík ingar jafnir, stéttlausir. Það er haft eft- ir víkingum, sem komu til Frak’klands og voru spurðir, hverjir fyrir réðu: „Við erum allir jafnir", sögðu þeir.9 Hér miss ir líka alveg af vernd ættarinnar. Vík- ingurinn lærir, hvað það er að ráða sjálfur, og hann velur, hverjum hann þjónar. Víkingaliðsmenn verð: einstakl- ingar og félagar. f stað þess að fá skjól og hlýju af frændseminni, fá menn hana nú af vináttu við óskylda menn. Eftir- tektarvert er, hve oft kemur fyrir orð- ið félagi í rúnaristum, oft reisir maður stein eftir félaga sinn. Annað lífsorð vík inganna kemur fyrir á öðrum hverjum rúnasteini, það er orðið drentrr. Það lýt- ur að félagsskap þessara óskyldu manna göfugmennsku og hugrekki; af því er svo komið orðið og hugmyndin dreng- skapur, sem varðveizt hefur á fslandi fram á þennan dag, um eins konar göf- ugmennsku eða riddaraskap, en með alveg stéttlausum blæ. Þó að bæði hin margbrotna stétta- skioun og ættarveldið héldist í heima- löndunum, færðist hin nýja hugmynd um einstaklinginn þangað os kemur þetta ágætleo-a fram í staðanöfnum, sem nú eru oft dregin af nöfnum einstakra manna. en það hafði ek'ki tíðkazt áður.'"> Um betta leyti hefur Datríarkalska fjöl- skyldan líka verið að skiptast, svo og hinar miklu, fornu jarðir; byggðin er að dreifast. Og í heild sinni má segja, að þegar ísland er byggt, hverfi svnir frá foreldrum oo fái sér annan bústað jafn skjótt og þeir hafa staðfest ráð sitt (famille coniugale.) V'kingaöldin breytir og nokkru um stöðu konunnar, þó að það færist jafn- ótt aftur í sitt forna far. Auðséð er. að konur hafa stundum farið í her, og eru þær nefndar skjaldmeyjar; bær hafa þá ráðið sér sjálfar og verið lítt bundnar af ætt sinni, og pætir þess nokkuð í kvæð um þess tíma. f umrótinu gat og borið við, að kona yrði oddviti heils hóns, eins og Unnur diúnúðga oe Gunnhildur kon- unpsmóðir. Meðal hirðskálda á 9. öld er nefnd Jórunn skáldmær, og eru varðveitt brot af kvæði eftir hana, Sendibít; má vera, að ólga víkingaaldar hafi gefið henni byr í seglin. Á hinn bóginn verður nú meira um hernám kvenna, og fjöl- kvæni hefur aukizt, þegar svo bar und- ir, svo og portkonuskapur (sjálft orðið portkona er til orðið á Bretlandseyj- um). 11 Auðsætt er, að víkingaferðirnar hafa aukið þann hernaðaranda, sem lifað hafði með herskáum konungum heima landanna. Þessu fylgdu hermannsdyggð ir og lestir, hreysti og harka, hugrekki og hetjuskapur, íþróttir og líkamsrækt. Menn hneigðust til að dýrka frægð og glæsimennsku frekar en nytsemi. „Til frægðar skal konung hafa meir en til langlífis, er haft eftir Magnúsi berfætt. Þessar hugsjómr veita hátterni þessara rr.anna einkennilegan fegurðarsvip, jafn vel þó að verk þeirra séu ýmisleg. — Hernaðurinn hefur og áhrif á átrúnað manna. Óðinn var m.a. herguð, og hefur dýrkun hans aukizt, sjálfsagt einkum með nöfðingjastéttinni, en Þór hinn rammi hefur sýnilega verið einnig mikið dýrkaður af víkingum. Þegar víkingar snerust að kaupmennsku eða tóku að rækta jörðina, hefur hernaðarandinn slævazt, en sæmdarkröfur hermannsins hafa þó varðveitzt í hugarheimi þessara manna, hefndarskyldan var jafnrík sem fyrr, og mönnum þótti enn hernaður og víkinealíf hið veglegasta efni í sögur og kvæði. Víkingaöldinni fylgdu ferðalög til fjar lægra landa, vítt sjónarsvið. Það er al- þjóðlegur tími. Fáein atriði skulu nefnd til marks um það. Sú varð venja að reisa steina eftir dána menn og rista á rúnir, og var þá getið um ævi þeirra og dauð- daga. Hér skulu nefnd fáein dæmi úr Svíarlki (risturnar eru hér ritaðar að íslc'zkum hætti). Á rúnasteini í Högby, Austurgautlandi: „Góðr karl Gul(l)i andaðisk Qzurr gat fimm syni; austr í Grikkjum; fell á Fýri Varð á Hólmi fræk.. drengr Ásmundr; Hálfdan drepinn" Bi.rresta á Upplöndum: „Karsi ok (Geirbiö)rn þeir lótu reisa stei(n) þenna eptir Úlf föður sinn. Guð hiálni hans (önd) auk guðs móðirr[. En Úlfr hefir á Englandi þrjú gjöld tekit; þat vas fyrsta, þess Tósti galt, þá galt Þórketill, þá galt Knútr.“ Steinn að Djulefors á Suðurmannalandi segir, að ,.Inga reisti stein þansi at Óleif sinn erfing. Hann australa arði carði auk í Langbarða landi andaðisk (?).“ Hér snýst áletrunin í lióð. Sama er að segja um ristu á Gripshólmi: „Þeir fóru drengila erni gáfu- fiarri at eulli Dóu sunnarla ok austarla á Serklandi". Þetta eru ekki nema fá sýnishorn at mörgum á öðrum steinum eru nefnd önnur lönd.12 Að lokum skal nefna ristuna frá Tim ans í Roma á Gotlandi: „Ormi, Úlfarr; Grikkjar. Jórsalir, fsland. Serkland". Þetta er elzta skráða heimildin, þar sem nafn tslands kemur fyrir. Þeir Ormiga ost Úlfarr munu hafa verið kaupmenn, félaear tveir. og telja þeir udd bau lönd, sem þeir hafa sótt lenest í fjarska. Rist an er talin frá 11. öld.ls Auðvelt væri að fiölea þessum dæm- um, en í stað þess skal ég nefna önnur vitr í Landnámabók er nefndur ís- lenzkur farmaður Hrafn Hlymreksfari, sem farið hefur til Hlymreks á írlandi; á öðrum stöðum eru nefndir menn, sem kenndir eru við Garða eða Hólmsarð. Sagnir eru um, að íslenzk skáld hafi kveðið um höfðingja á Norðurlöndum, en einnig í Orkneyjum, f. Englandi og frlandi. Til marks um það, hve norræn t- fór viða, má nefna, að í fornum ritum kemur fyrir Njörvasund um Gí- braltarsund, gefið af þeim, sem komu vestan að, og Sikiley tekið upp úr grísku af Væringjum. Austur þar hafa þeir lært nafn fílsins af mönnum mælandi á arabiska tungu. Svo viðalágusnor þeirra, svo víðan sjóndeildarhring höfðu þeir. Þessi landabekking þeirra varðveitist og er undirstaða hinnar ljósu landafræði íslenzkra fornsagna. Þar er allt með raunsæjum brag og stingur alveg í stúf við frásagnir latneskra ritsmíða af undr um og kynjaþjóðum Austurlanda, sem Norðurlandabúar kynnast siðar, svo sem af mönnum með hundshausum og öðru álíka. Hvarveitna þar sem Norðurlandabúar fóru nefndu þeir staði á sína tungu. Stundum eru slík nöfn nú aðeins varð- veitt i bókum, eins og Gullvarta, nafn þeirra á hinu gullna hliði í Miklagarði, eða nöfnin, sem þeir gáfu fossunum í Dnépr, en þau eru varðveitt í bók eftir Konstantín VII Miklagarðskeisara. Á öðrum stöðum hafa nöfn þeirra haldizt og orðið kunn um heiminn, eins og Jór- vík, Skotland og frland. Og nafnið fs- lana, sem víkingar gáfu því, og að því landi skal nú horfið. 1 A. Stender-Petersen, Acta phil. Scand. VII. 181 o. áfr. 2 Germanía, 11. kap. 3 Sbr. Tacitus: Germanía, 13 kap.; Cæsar: De bello Gallico 1, 18. kap. 4 Sjá ýmis rit eftir H. Pirenne; um þetta er fjallað hjá Fr. Askeberg: Norden och kontinenten i gammal tid, 1944, einkum 1—37 (m. tilv.). 0 De moribus et actis Normanniæ ducum 1865, 149. « Sbr. A. W. Brdgger og H. Shetelig: Vik- ingeskipene, 1950; H. Kuhn; Knörinn, Sam tíð og saga V, 1951. 7 Sjá M. Olsen: Norrdne studier 109 o. áfr. 8 Samtliche Werke, Jubliaums-Ausgabe IV. 216. 0 „Æqualis potestatis sumus“, Dudo: De moribus et actis Normanniæ ducum 154. — Slíkt er eðlilegt á sjó, sbr. G. G. Coulton: Life in the Middle Ages, Vol. III, XXXIX, sem segir sögu úr för Hansamanna 1590. 10 Magnus Olsen, Nord. Kultur V, 25—27. 11 Sjá um þessi efni A. Bugge: Vikingerne I, 39—87. 12 Sjá Sven B. F. Jansson: The runes of Sveden, 1962, einkum bls. 17 o áfr. 13 Sjá Otto v. Friesen, Arkiv f. nord fil 56, 275 o. áfr.; Sven B. F. Jansson, Svenska turistföreningens ársskrift 1949, 101 o.s.frv. + BRIDGE * ÞESS eru mörg dæmi að spilið vinnst eingöngu vegna þess, að andstæðing- arnir tvöfalda lokasögnina. Spilið, sem hér fer á eftir er gott dæmi um þetta. Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur 1 V pass 2 A pass 3 ♦ pass 3 A pass 3 gr pass 4 A dobl pass . pass pass A 6 V K D 7 4 ♦ ÁG6 52 A K 9 8 ' ♦ DG9 84 ♦ — V Á 9 2 y G 6 5 3 ♦ 83 ♦ D 1097 4 ♦ G 5 4 A 763 2 A ÁK 10 7532 V 10 8 ♦ K * ÁD 10 Vestur lét út tigul 8, sem drepin var heima með kóngi. Sagnhafi lét nú út hjarta og vestur drap með ásnum og lét enn út tigul. Sagnhafi ákvað nú að raikna með því, að doblun vesturs þýddi, að hann ætti alla 5 spaðana, sem úti voru. Hann verður því að eyða nokkrum trompum heima til þess að hann í lok spilsins eigi ekki fleiri tromp en vestur. Hann gaf því tigulinn í borði og trompaði heima. Síðan tók hann spaðaás og var alls ekki undrandi þeg- ar austur kastaði laufi. Næst lét hann út hjarta, drap í borði með kóngi og lét enn út hjarta og trompaði heima með spaða 3. Nú var svo komið, að vestur og sagn- hafi áttu hvor um sig 4 spaða og 3 lauf. Sagnhafi tók nú ás og drottningu í laufi og lét síðan út laufa 10 og drap í borði með kóngi. Nú var tigull látinn úr borði og sagnhafi trompaði heima með spaða 5, en vestur trompaði yfir með áttunni. Nú lét vestur út spaða- drottningu, en sagnhafi gaf og fékk síð- an 2 síðustu slagina á kóng og 10 í spaða. Augljóst er, að sagnhafi spilar á ann- an hátt, ef sögnin er ekki tvöfölduð. Ættu spilarar að hugsa sig um tvisvar næst egar þá langar til að tvöfalda loka- sögn hjá andstæðingnum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 28. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.